Íslendingaþættir Tímans - 25.10.1973, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 25.10.1973, Blaðsíða 2
lengst af átt við vanheilsu að striða. Þegar Olav Brunborg var tekinn til fanga, stundaði hann hagfræðinám við háskólann i Osló. Guðrún stofnaði þvi minningarsjóð um hann, Olav Brun- borgs Minnefond, sem veita skyldi is- ienzkum stúdentum fjárhagslega að- stoð við nám i Noregi og norskum stúdentum aðstoð við nám á islandi. Skömmu eftir striðið kom Guðrún hingað til lands með kvikmyndina Englandsfararnir, sem hún sýndi viða um land til fjáröflunar fyrir sjóðinn. Henni var forkunnar vel tekið, og réð þar vafalaust nokkru um hin mikla samkennd íslendinga með Norðmönn- um á þessum tima. Guðrún hélt fjársöfnun i sjóðinn á- fram næstu árin með þvi að ferðast um Island á hverju sumri og fram á haust og sýna norskar kvikmyndir. Guðrún naut við þessa starfsemi mikillar að- stoöar frændfólks sins, sem bæði er ó- venju fjölmennt og búsett viðs vegar um land, en auk þess eignaðist hún á þessum árum stóran hóp vina, sem allt vildu fyrir hana gera. Guðrún hlaut á þessum tima fyrir störf sin að auknum menningarlegum samskiptum Noregs og tslands bæði islenzku Fálkaorðuna og norsku St. Olavs orðuna. Ennþá átti Guðrún þó eftir stærsta átakið i þágu islenzks námsfólks. Hús- næðisvandræði voru gifurleg i Osló á árunum eftir striðið, og fór islenzkt námsfólk ekki siður en aðrir varhluta af þvi. Mér er enn i fersku minni, eins og það hefði gerzt i gær, þegar við Guðrún ræddum þessi mál eitt haust- kvöld fyrir 20 árum i stofu þeirra hjóna. Þá höfðu nýlega verið teknar i notkun fyrstu byggingarnar i nýjum stúdentagarði að Sogni. sem Norð- menn höfðu svo til eingöngu aðgang að. Allt i cinu sló Guðrún þeirri hug- mynd fram, að þarna væri lausnin á húsnæöismálum islenzks námsfólks fundin, það þyrfti bara að kaupa nokk- ur herbergi handa þvi á Sogni. Og eins og einatt lét hún ekki standa á fram- kvæmdum : daginn eftir var athugun á þessu máli komin i fullan gang. Her- bergin, sem hún ætlaði að kaupa, voru i upphafi 5, en urðu fljótlega 10. Og áð- ur en nokkur hafði raunverulega áttað sig á, hvað var aö gerast, var búið að ganga frá kaupum á þessum 10 her- bergjum. Engir peningar voru að visu fyrir hendi, en allar eignir Brunborg- fjölskyldunnar veðsettar, eins og lög framast leyfðu. Við kaupin naut Guðrún mikillar velvildar norskra ráðamanna um þessi mál, en nafn hennar var þá orðið vel þekkt i Noregi, ekki siður en á Is- landi. Það var svo á aðfangadag jóla fyrir tæpum 20 árum að sá, sem þetta ritar, flutti fyrstur islenzkra námsmanna inn I hið nýja húsnæði á Sogni. Guðrún hélt áfram fjársöfnun sinni vegna þessara kaupa næstu árin á ts- landi, og var eins og alltaf áður vel tekið, ekki sizt i dreifbýlinu. A smærri stöðum voru þannig stundum allt að þvi allir ibúarnir, allt frá háöldruðu fólki ofan i kornung börn, sem sáu myndir hennar. A veturna var Guðrún siknt og heil- agt að greiða fyrir islenzku námsfólki i Noregi, og reyndar ekki aðeins þvi, heldur öllum þeim Islendingum, sem leituðu aðstoðar hjá henni. Þessari starfsemi sinni hélt hún áfram eftir að herbergin voru að fullu greidd, og ótrúlega mikið af tima hennar fór i slika fyrirgreiðslu. Ég dvaldist á heimili hennar fyrir þremur árum um nokkurra daga skeið að sumri til, og ég held mér sé óhætt að segja, aö ekki hafi liöið svo dagur, að hún hafi ekki fengið bréf, skeyti eða upphringingu með beiðni um aðstoð á einhvern hátt. öllum þessum beiðnum sinnti hún, en þei fylgdu oft nokkur fjárútlát, sem hún átti, a.m.k. hin siðari ár, óhægt með. Það var eins og engum dytti i hug, að hún léti ekki einungis vinnu sina án endurgjalds, heldur hefði einn- ig beinan kostnað af. Þetta þrotlausa starf hafði það m.a. I för með sér, að ráðamenn stúdenta- bæjarins neituðu henni aldrpi um hús- næði fyrir Islending, óg munu nú, að þvi er ég bezt veit, búa þar 30—40 is- lenzkir námsmenn og -konur, enda þótt tslendingar eigi ekki nema þau herbergi, sem Guðrún keypti i upp- hafi. Auk þess hefur Islenzka náms- fólkið nú umráð yfir stórri og vistlegri setustofu. Það er rétt og skylt, að það komi fram hér, sem allt of sjaldan hefur verið minnzt á, en Guðrún talaði oft um við mig og vildí ekki að lægi i þagn- argildi, að i starfi sinu og fyrirgreiðslu fyrir Islendinga fyrr og siðar naut hún jafnan óskoraðs stuðnings manns slns og barna, enda bersýnilegt, að henni hefði verið ókleift að vinna að þessum málum án hjálpar þeirra. Þeim, sem þekktu Brunborgfjölskylduna, mun jafnan vera i huga hlýleiki og alúð hús- bóndans og barnanna við þá Islend- inga, sem bar að garði. Guörún kom ekki til tslands frá þvi hún hætti söfnun sinni fyrr en i sumar. Ég átti þó nokkrum sinnum kost á að heimsækja hana á þessum tima. Sér- staklega er mér i minni, er við hjónin bjuggum hjá fjölskyldunni um tima fyrir þremur árum, ásamt tveimur börnum okkar. Hápunktur þeirrar dvalar var vika i sumarbústað þeirra að Köllunarkletti (Jörestenen). Þar undi Guðrún sér bezt á siðari árum, en hafði þó jafnan eitthvað fyrir stafni. Þessi vika leið heldur ekki i aðgerðar- leysi.Snemma ámorgnanavar róið til fiskjar út á lognkyrran Oslófjörðinn, á daginn dyttað að bústaðnum, bænd- urnir í nágrenninu heimsóttir eða farið i „kaupstaðinn” til matarkaupa. Eitt kvöldiðsagði Guðrún okkur alla harm- söguna um Olav, en við höfðum aðeins heyrt hana i brotum áður. Það sama kvöld sagði hún okkur einnig söguna um Erling, og hvernig henni tókst með lagni og harðfylgi að ná honum úr höndum Þjóðverja. Og þessa daga að Köllunarkletti myndaðist gagnkvæm og sérstök vinátta milli dóttur okkar ungrar og Guðrúnar, enda þótt aldurs- munur væri 65 ár. Og aldrei leið Guðrúnu betur en i hópi ungs fólks. Henni var á dálitið sérstæðan hátt illa við ellina og titið fyrir að ræða um þá hluti. Innan um æskufólk var oft eins og hún yngdist um áratugi. Það þarf ekki að fjölyrða hér frekar um einstæðan dugnað og þá hæfileika Guðrúnar Brunborg, sem gerðu hana að þeirri persónu sem hún var. Verk hennar og lifsstarf bera þvi glöggt vitni. Afrek hennar verða þó enn stærri fyrir þá sök, að hún var mikið bækluð frá barnæsku og lá langtimum saman á sjúkrahúsum. Þegar Guðrún kom hingað til lands s.l. sumar i boði broðursonar sins á Reyðarfirði, var bjart yfir henni eins og jafnan fyrr, en þó var þvi ekki leynt, að heilsufar hennar var ekki sem skyldi. Hún var þó vissulega ó- buguð og bjartsýn, þegar ég kvaddi hana á Keflavikurflugvelli um miðjan ágúst s.l., og strax farin að hlakka til að koma hingað aftur að ári. Heima I Noregi beiö hennar að flytja úr gamla húsi Brunborgfjölskyldunnar á Bill- ingstad i litla ibúö i stúdentabænum á Kringsja, þar sem hún ætlaði að eyða siðustu árunum i nábýli við æskuna. Guðrún fékk þó ekki búið þar lengur en i tvær vikur, er hún fékk það áfall, sem varð henni að aldurtila 14. þ.m. Við hjónin viljum að lokum þakka Guðrúnu fyrir einlæga vináttu i rúm- lega 20 ár, og vottum eiginmanni hennar og börnum samúð okkar. Ég veit, að ég mæli fyrir hönd fjölmargs islenzks námsfólks fyrr og siðar, er ég þakka af heilum hug óeigingjarnt starf hennar i þágu þess. Ölafur Steinar Valdimarsson. 2 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.