Íslendingaþættir Tímans - 25.10.1973, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 25.10.1973, Blaðsíða 5
Marteinn Þorsteinsson kaupmaður Að kvöldi 6. október andaðist að heimili sinu, Laugarnesvegi 108, einn af máttarstólpum atvinnulifs á Aust - fjörðum fyrra hluta 20. aldar, Marteinn Þorsteinsson, kaupmaður og útgerðarmaður á Fáskrúðsfirði, sem stýrði fleytu sinni farsællega gegnum atvinnuleysis- og kreppuár á fyrstu áratugum aldarinnar, eftir að sildin hvarf frá Austufjörðum og verulega tók að syrta i álinn fyrir útgerðar- mönnum eystra, að minnsta kosti móts við það, sem áður var. Marteinn fæddist á Stafafelli i Lóni i Austur-Skaftafellssýslu 23. april 1877. Foreldrar hans voru Jóhanna Öfeigs- dóttir, bónda að Svinhólum og Þor- steinn Marteinsson Erlendssonar, Árnasonar bónda á Kömbum i Stöðvarfirði. Þegar Marteinn fæddist voru foreldrar hans i vinnumennsku á Stafafelli, en fluttust tveim árum siðar að Steinaborg á Berufjarðarströnd. Áður hafði faðir hans dvalið á ýmsum bæjum i Lóni.m. a Valskógsnesi og Hlið iLóni hjá stórbóndanum Jóni Markússyni, kom þangað 18 ára gam- all. Þaðan fór hann eftir 5 ár að Stafa felli og dvaldi þar til þritugsaldurs, að hann kaupir Steinaborg af Antoniusi Eirikssyni. er fór til Ameriku, eftir sölu Steinaborgar. Það, sem hvatti föður hans að fara frá Stafafelli, var hinn langi gangur inn Fjöllin, þar sem venja var að hafa féð á beit, en þangað er stifur klukkutima gangur frá Stafa- felli. Hann er ekki sá einí, sem flúið hefur þessa fjárgæzlu. Það er mér kunnugt um. sem rita þessar linur. Marteinn stundaði fjárgæzlu (hjásetu ) fyrir foreldra sina fram til 12 ára aldurs. Þá varð hann að ganga að heyskap með fullorðna fólkinu. Tveim árum siðar.þegar Marteinn var 14 ára, var hann ráðinn til að stunda sjó hjá Lúðviki bónda Lúðvikssyni á Karls- stöðum. Með Lúðviki stundaði hann sjó i þrjú sumur og sjóaðist þá nokkuð, þótt ekki væri farkosturinn til stór- ræða. Eftir það, árið 1895, fór hann til Fáskrúðsfjarðar, gerðist fyrst háseti um tima. Keypti siðan skektu, flutti hana suður til Steinaborgar og stundaði um tíma sjó á henni, ásamt uppeldisbróður sinum, Þorsteini ögmundssyni. islendingaþættir Marteinn lýsti námi sinu á barnsár- unum á þann veg, að til foreldra sinna hefði komið maður að nafni Baldvin Sveinbjarnarson, sem að viðurneíni var kailaður Baldvin skáldi, enda var hann prýðilega hagmæltur. Ljóðmæli hans, sem öll eru i handskrift, eru nú komin á Landsbókasafnið. Baldvin hafði óskað eftir þvi við foreldra Marteins, að mega hafa heimilisfang á Steinaborg, enda urðu menn á þeim tima að hafa einhvers staðar fast lög- heimili, lögum samkvæmt. Baldvin lagði með sér fyrir heimilisvist og tók að sér að fræða Martein. Jafnaldri Marteins, Gisli Sigurðsson i Kross- gerði, fékk einnig að njóta tilsagnar hans og ef til vill »'l«iri. Auk þess naut hann litilsháttartilsagnar i almennum fræðum umfram fermingarundirbún- ing. Presturinn, sem fermdi hann var séra Benedikt Eyjólfsson i Berufirði. Sú tilsögn, sem Marteinn hafði þannig notið, varð til þess, að hann, ásamt tveim drengjum á liku reki, hóf að gefa út handskrifað sveitablað, sem gekk um Beruíjarðarströnd Einn þessara pilta var Halldór Halldórsson á Krossi, siðar nefndur Halldór skáldi, enda var móðir hans, Anna Björg, vel hagmælt. — Mér er minnisstætt, að þegar ég var 6-7 ára gamall, komu þeir Marteinn og Gisli i Krossgerði iðulega á heimili foreldra minna, sögðu mér til i reikningi og skrifðuðu upp dæmi, sem ég átti að vera búinn að reikna, næst þegar þeir kæmu. Þetta þótti mér mikill fengur.þvi ég hafði mjög gaman af að glima við að leysa reikningdæm- in. — Gisli var siðan um langt skeið barnakennari i Berunessókn. Þegar Marteinn er orðinn 22 ára, finnur hann sárt til þess að hafa ekki hlotið nægilega menntun, fannst honum hann ekki hafa fengið nóga menntun hjá sr. Benedikt. Margra kosta var ekki völ. Ýmsir kunningjar hans voru farnir til náms i Möðruvalla skóla, en honum fannst hann vera orðinn heldur gamall til að fara þangað, enda hafði hann þá komizt að þeirri niðurstöðu, að búskapur hentaði sér bezt. Eftir miklar vangaveltur og heilabrot sótti hann um skólavist hjá Torfa i Ölafsdal Bjarnasyni, enda hafði hann heyrt vel af þeim skóla látið og að Torfi væri framfaramaður mik- ill. Hann fékk jákvætt svar við umsókn sinni, og til farar meö honum vestur réðst nágranni hans, Jón Sigurðsson i Krossgerði, bróðir Gisla, sem áður er minnzt á. Eftir tveggja ára nám þar hurfu þeir aftur austur. Siðar gerðist Jón skrifari hjá Jóni Magnússyni bæjarfógeta i Revkjavik og siðar skrifstofustjóri hjá Knud Zimsen borg- arstjóra, en Marteinn hugðist nota þá þekkingu, sem hann hafði aflað sér i Ölafsdal, en það reyndist torsótt til lifsviðurværis — og þar með var sá draumur búinn. — Árið 1902 bauðst honum starf hjá verzlun Örum & Wulff á Fáskrúðsfirði. Þetta starf þáði Marteinn og stundaði verzlunarstörf hjá öðrum nokkuð á annan áratug. Arið 1920 stofnsetti hann á Búðum, ásamt mági sinum Björgvin Þor- steinssyni , fyrirtækið Martein Þor- steinsson & Co., sem bæði var verzlun- ar- og útgerðarfyrirtæki, sem hann rak óslitið til ársins 1951, en seldi Björgvin það þá i hendur og fluttist til Reykjavikur, alfarinn af Austurlandi. Eftir að hann kom lil Reykjavikur, rak hann þar verzlun um þriggja ára skeið Hætti þá verzlunarstörfum, en gerðist skrifstofumaður. Samhliða verzlunarstörfum eystra, gerðist hann bóksali frá 1912. Var hann einn af fáum sem gerðu ávallt skil 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.