Íslendingaþættir Tímans - 25.10.1973, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 25.10.1973, Blaðsíða 7
Jón Valgeir Bjarnason byggði Pétur öll hús jarðarinnar og vann þar talsvert að jarðabótum. Að Pétur flutti frá Syðri-Hraundal inn i Miðdali, stafaði að nokkru leyti af þvi, að hann var ekki eigandi jarðarinnar og að jörðin var illa i sveit sett og ekki talin góð til túnræktar. A Breiðabólsstað i Miðdölum bjó Pétur frá 1948 til 1952, en um það leyti var Landnám rikisins að úthluta nýbýlalöndum efst i ölfusi við Ingólfs- fjall. Að Nautaflötum, en svo nefndi Pétur jörð sina, fluttist Pétur ásamt konu sinni og tveimur sonum, Skúla og Eyjólfi vorið 1952. Áður höfðu þeir bræður, Skúli og Eyjólfur, byggt ibúðarhús og eitthvað af útihusum . Þeir feðgar, fengu þarna tvö lönd (tvær jarðir). Nú er Nautaflatir stór- býli, þar eru mikil og góð hús, allt landið tekið til ræktunar og öll störf unnin með nýtizku vélum og öli um- gengni utan húss og innan mjög til fyrirmyndar. Pétur Þorbergsson, sem nú er allur, var góður bóndi i þess orðs bezta skiln- ingi. Hann var sistarfandi, einn af þeim mönnum, sem aldrei féll verk úr hendi. Hann vildi tileinka sér allar nýjungar i islenzkum landbúnaði. eins og flestum, sem til þekktu er vel kunn- ugt. Pétur og Vigdis eignuðust átta börn og eru þau öll á lifi. Þau eru: Sigriður f. 5.9. 1917, maður Guðmundur Arna- son, sjómaður i Sandgerði, látinn. Skúii f. 14.2. 1919, bóndi Nautaflötum. Kristin f. 31.5. 1921, maður Kjartan Ólafsson fiskimatsmaður i Vest- mannaeyjum, nú i Þorlákshöfn. Guð- rún f. 27.6. 1922, maður Guðlaugur Sigurjónsson bifvélavirki i Kefiavik, látinn. Katrin f. 13.6. 1924, maður Einar Hannesson fulltrúi i Reykjavik. Þorbergur f. 13.4. 1927 iðnaðarmaður i Reykjavik, kona Rós ólafsdóttir. Sof'fia f. 1.9. 1928, maður Helgi Pálma- son flugumferðarstjóri i Reykjavik. Eyjólfur f. 4.11. 1930, bóndi Nautaflöt- um. 011 eru þessi börn þeirra hjóna .Péturs og Vigdisar, mesta myndar- og dugnaðarfólk, eins og þau eiga kyn til. Þegar þetta er ritað eru afkomendur hjónanna á Nautaflötum alls 48. Pétur Þorbergssor. andaðist að Sól- vangi i Hafnarfirði þann 12. október siðastliðinn og hafði þá verið sjúkling- ur um nokkurra mánaða skeið. Um leið og ég kveð vin minn, Pétur Þorbergsson, votta ég Vigdisi, börnum hennar, tengdabörnum, barnabörnum og öðrum nákomnu skyldfólki, djúpa samúð. Magnús Sveinsson frá Hvitsstöðum 2. júli siðastliðinn lézt Jón Valgeir Bjarnason byggingaverkamaður i Reykjavik, eftir langa baráttu við sitt dauðamein, sem hann háði með hug^ prýði og æðruleysi. Hann fæddist 18. 8. 1919 að Þorkelsgeröi i Selvogi. Foreldrar hans voru hjónin Þórunn Friðriksdóttir ljósmóðir og Bjarni Jónsson bóndi sama stað. Þegar Jón Valgeir var fimmtán ára lézt faðir hans frá sjö börnum innan fermingaraldurs Þó að mörg systkini hans væru eldri, kom það i hans hlut að taka við búi með móður sinni og yngri systkinum, og fór honum það svo vel úr hendi, að almenna aðdáun vakti hjá sveitungum hans, enda var hann alla tið afburðasauðglöggur og harð- duglegur, handlaginn, verkhygginn og ósérhlifinn að hverju sem gengið var. Þó að hann færi að heiman hálfþri- tugur leitaði andinn i átthagana. Eyddi hann fritimum sinum mest heima við að hjálpa móður sinni, bræðrum og öðrum kunningjum, þvi að Selvogur átti hug hans hálfan og landbúnaðurvar honum lifandi starf. t Reykjavik kynntist ég Jóni Valgeir sem glaðlyndum og góðum félaga, sem aldrei reyndi að stækka sjálfan sig á annarra kostnað og var glöggur og ákveðinn andstæðingur félagslegs misréttis, fjær og nær, hátt og lágt og heldur en gerast ormur i gullbæli kaus hann að vera sannur maður i vinahóp, og gladdistaf þvi að gleðja þá smáu og veita þeim vanmáttku lið. Jón Þorleifsson. Þegar Kvennadeild slysavarna- félags Islands var stofnuð á Norðfirði fyrir 38 árum, var Sigurborg ein af stofnendum hennar, og virkur félagi æ siðan. Hún átti auðvelt með að færa hugsanir sinar i bundið mál. Þvi var oft leitað til hennar fyrir árshátiðir og aðrar samkomur kvennadeildarinnar. Þar kom hún á framfæri ýmsu skop- legu úr daglega lifinu i Neskaupstað, og nærliggjandi byggðarlögum, öllum, sem á hlýddu, til mikillar ánægju. Sigurborg var félagslynd og hafði mikinn áhuga á starfi kvennadeildar- innar i Neskaupstað. Ekki sizt á þvi stórmerka framtaki, er deildin byggði skipsbrotsmannaskýli á æskustöðvum hennar i Sandvik. Kæra vinkona, þú fékkst i vöggugjöf ljúfa og glaða lund og hjartahlýju i rikum mæli. Þess vegna leið okkur ætið vel i návist þinni. Við þökkum ánægjulegt samstarf og vináttu á liðnum áratugum, og sendum eigin- manni, börnum, tengdabörnum og öðrum ættingjum innilegar samúðar- kveðjur. Guðný Þórðardóttir Þórunn Jakobsdóttir frá Neskaupstað. islendingaþættir 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.