Íslendingaþættir Tímans - 25.10.1973, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 25.10.1973, Blaðsíða 4
Rangar íölublaðamerkingar Nokkrar villur hafa slæðzt inn i tölublaða- merkingu íslendingaþátta að undanförnu, og er söfnurum bent á að kynna sér, hvort þeir hafi öll tölublöðin, þótt ekkert virðist vanta inn i hjá þeim i samræmi viðmerkingu blaðanna. Fyrsta villan varð fimmtudaginn 20. septem- ber. Það blað átti að vera 52. tbl. og nr. 137, en var merkt 51. tbl. nr. 137. Siðan hefði blaðið 27. september átt að verða 53. tbl. nr. 138, blaðið 4. okt. 54. tbl. nr. 139 blaðið 11. okt. 55. tbl., nr. 140 og að lokum blaðið 18. okt. 56. tbl. nr. 141 og er það rétt merkt. Það eru þvi tvö blöð nr. 136 og bæði 51. tbl. Á forsiðu fyrra blaðsins er grein um Sveinbjörgu Magnúsdóttur, en um Kristinu S. Kristjánsdóttur á þvi siðara. Tvö blöð eru einnig nr. 138 og bæði 52. tbl. í þvi fyrra er grein um Eyjólf J. Brynjólfsson á forsiðu, en um Val- mund Björnsson á þvi siðara. Ekkert blað var svo merkt 55. tbl. nr. 140, er skekkjan var leiðrétt. löngum eyddi hún þar leyfisdögum sinum Foreldra sinastuddi hún eins vel og hún gat meðan þau lifðu, og bezt, er mest reyndi á. Systkinum sinum var hún hin styrkasta stoð, ef á þau hallaði i iifsbaráttunni. Hún eignaðist engin börn, en öll nutum við, systkinabörnin, möðurlegrar umhyggju hennar frá fyrstu tið. Heimili hennar stóð okkur opið, ef á þyrfti að halda og mörg okkar dvöldu á hennar vegum stund og stund, bæði á Akranesi og eins i Heykjavik, eftir að hún fluttist þangað. Ættræknin var rik i fari hennar. Hún fylgdist vel með fjarskyldum ættingjum, kunni góð skil á lifsferli þeirra og kappkostaði að hafa við þá samband, svo bönd skyld- leikans rofnuðu ekki að fullu. Það var fjarri hennar eðli aðhasla sér völl i fremstu röð eða halda verk- um sinum á lofti. 1 kyrrþey vann hún með nál eða prjónum, við vefstólinn eða knipplingabrettið. Mörgum stúlk- unum leiðbeindi hún um ævina og mun árangur af þvi starfi sjáanlegur viða á heimilum á Akranesi. Helgiklæði i Borgarkirkju eru hennar verk.auk ýmissa muna, er hún gaf á byggðar- safnið i Borgarnesi og halda munu á lofti verkkunnáttu hennar og listfengi. Anna var fædd að Jarðlangsstöðum 29. nóv. 1899. Hún fluttist fárra ára gömu! með foreldrum sinum að öl- valdsstöðum, þar sem hún ólst upp til fullorðinsára. Um tvitugsaldur sigldi hún til Danmerkur i atvinnu- og menntunarleit. Lagði hún stund á ýmis störf og stundaði jafnframt nám bæði i matreiðslu og hannyrðum. Að 7 árum liðnum kom hún aftur til islands og dvaldi hér næstu ár. En útþráin seiddi. Alþingishátiðarárið kom farþegaskip til Reykjavikur með gesti á hátiðina frá Vesturheimi. Flestir farþeganna voru Vestur-lslendingar. sem komu til að lita land forfeðranna augum og hitta vini og kunningja. önnu bauðst far með þessu skipi vestur um haf, og hafnaði hún ekki tækifærinu. Hún settist fyrst að i Kanada, en tók sig upp þaðan stuttu siðar og hélt suður yfir landamærin til Bandarikjanna ásamt vinkonum sinum. Ekki hafði hún þá fastan ákvörðunarstað i huga, en lét Guð og lukkuna ráða ferð sinni. Að sið for- feðra okkar hélt hún i vesturátt og hafnaði að lokum i Los Angeles við Kyrrahaf. Dvöl hennar i þeirri borg varð lengri en fyrst hafði verið ætlað. þvi að hún kynntist manni af enskum ættum, Douglas Burton að nafni. Þau giftust og bjuggu þar i borg meira en 30 ár i hamingjusömu hjóna- bandi. Störfuðu þau löngum við fyrirtæki, sem framleiddi fatnað. Sfðustu á ævinnar átti Douglas við mikla vanheilsu að striða og annaðist Anna hann af mikilli nærfærni þar til yfir lauk. Hann andaðist árið 1967. Ekki varð þeim hjónum barna auðið. En ,,römm er sú taug'\...öll þau ár, sem Anna dvaldi ytra. var hugurinn heima á tslandi. Hún hélt nánu sambandi við systkini sin fékk stöðugt fréttir að heiman og fylgdist vel með öllu. er þar gerðist. Ekki mun hún hafa flikað þeim hugsunum sinum eða haft hátt um þær. enda ekki hennar vani. Þótt viljinn væri fyrir hendi, leyfði efnahagurinn ekki, að skreppa heim til Islands, þótt ekki væri nema stutt stund. En þegar eiginmaðurinn var allur. voru lika þau bönd brostin, sem bundu hana i hinni fjarlægu álfu. Seldi Leiðrétting Prentvillur i minningargrein um Jónu Guðmundsdóttur frá Görðum i Islendingaþáttum 11. okt. bls 8: 13. lina að ofan i fyrsta dálki kappsmaður, á að vera kappsam- ur. 8 lina að ofan i siðasta dálki: fasleysi, á áð vera: falsleysi. hún þvi þær eigur sinar, sem hún flútti ekki með sér og kom til Islands sumarið 1969 nokkru fyrir 70 ára afmæli sitt, eftir 39 ára fjarveru. Ætlunin var að eyða siðustu ævi- árunum hérheimai skjóli ættingja og vina. En oft snúast málin öðruvisi en ætlað er. Skömmu eftir heimkomuna kenndi Anna þess meins, sem dró hana til bana. Hún hafði þó tækifæri til að heimsækja bernskustöðvar sinar, hitta gamla kunningja og lita gamla og nýja ættingja augum. Eitt ár fékk hún að lifa hér, en 28. ágúst 1970 andaðist hún i Landspitalanum eftir mikla og haröa baráttu. Kvnni okkar önnu urðu ekki löng, en mér duldist ekki seiglan og þrótturinn i fasi hinnar grannvöxnu, hæglátu konu. Þar var einnig að finna ástina til landsins, sem ól hana og hún leit ávallt á sem sitt eina, þótt hún dveldi meira en hálfa ævina i fjarlægu landi og væri rikisborgari þess. Meðan þær systur báðar lágu banaleguna, kom ég til þeirra i heim- sókn. Óefað vissu þær báðar, að hverju dró, en eftir á undraðist ég, að það var ekki að merkja á svip þeirra eða lát- bragði. Veganestið frá foreldrahúsun- um hafði ekki brugðizt. Þær áttu á góðu von. Blessuð sé þeirra minning. Tómas Einarsson 4 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.