Íslendingaþættir Tímans - 25.10.1973, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 25.10.1973, Blaðsíða 6
fyrir janúarlok og greiddu hverjum út- gefanda það, sem honum bar. Keglu- semin virtist þar vera i bezta lagi, svo mun og einnig hafa verið á öðrum sviðum. Arið 1905, 4. júni, meðan Marteinn var við verzlunarslörf i Búðakaupstað á Káskrúðsfirði, kvæntist hann unn- ustu sinni Rósu Þorsteinsdóttur. Foreldrar hennar voru Gróa Þorð- varðsdóttir frá Núpi á Berufjarðar- strönd og Þorsteinn Jónsson, Hóli Stöðvarfirði. Gróa var hálfsystir Sigurðar hreppstjóra i Krossgerði og systkina hans. Börnþeirra Rósu og Marteins eru: Jóna, gift Elis Þórðarsyni skipstjóra, sem nú er dáinn. Jóhanna, gift Jó- hannesi Þórðarsyni, vélstjóra. Steinþór, kvæntur Unni Armann. Sigurbjörg, gift Sigursteini Guðjóns- syni, húsverði. Auk þessa áttu þau tvær uppeldis- dætur. Þær eru: Jóhanna Björnsdóttir, sem nú er hjúkrunarkona á Land- spitalanum, og llósa Sigursteinsdóttir, sem gift er Jóni Friðsteinssyni banka- manni. Auk þess að sinna verzlunarstörfum. hóf Marteinn búskap árið 1907 á Hóli i Stöðvarfirði. Ekki mun hann þó hafa rekið búskap þar lengur en þrjú ár, þvi þá hvarf hann aftur að verzlunarstörf- um. enda voru honum þá greidd betri laun en áður. Eigendur verzlunarinnar töldu það sinn hag að fá hann aftur til starfa við verzlunina. Marteinn hlaut i fyllsta mæli traust samborgara sinna, sem beztséstá þvi, að hann var kosinn til margs konar starfa. Má þvi til sönnunar m.a. nefna, að i 15 ár var hann i hreppsnefnd, ýmist formaður eða gjaldkeri búnað- arfélags frá 1904. i stjórn Sparisjóðs Fáskrúðsfjarðar frá stofnun og ætið verið gjaldkeri. Ennfremur var hann einn af stofnendum Slvsavarnafélags tslands og Sölusambands islenzkra fiskframleiðenda. Alla ævi var Marteinn mjög gefinn fyrir ættfræði, enda afar fróður á þvi sviði. Skráði hann mikið hjá sér af þeim fræðum, bæði um skyldmenni og vandalausa. Þeim, sem kynnu að vilja fræðast nánar um ýmsa þætti úr ævi Marteins og frásagnargieði hans og ritlist. vil ég benda á grein i Lesbók Morgunblaðs- ins 12, og 19. april 1970. eftir Asgeir Jakobsson. Ennfremur bókina Gengin spor, sem flytur sagnaþætti eftir Þor- stein Matthiasson kennara. Bókin kom út árið 1969. Frásögnin heitir: ..Frá liðnum dögum" og hefst á bls, 69. Þegar Marteinn var i húnaðarskól- anum i Olafsdal, var þar gefið út skrif- að skólablað, sem Máni nefndist. l»að flutti m.a. palladóma um ýmsa skóla- 6 Pétur Þorbergsson bóndif Nautaflötuni/Ölfusi Hinn 20, september s.l. var tii moldar borinn að Kotströnd i ölfusi Pétur Þorbergson, siðast bóndi að Nautaflötum i ölfusi. Pétur Þorbergs- son var fæddur á Urriðaá i Alftanes- hreppi i Mýrasýslu þann 29. september 1892 og var þvi 81 árs er hann lézt. f^oreldrar Péturs voru: Þorbergur Pétursson bóndi i Syðri-Hraundal og kona hans Kristin Pálsdóttir ljósmóðir. Voru þau hjón bæði af traustu og góðu bergi brotin. Afi Þor bergs i Syðri-Hraundal var Þórður Jónsson hreppstjóri i Skildinganesi, sem fjölmenn ætt er frá komin og margt ágætra manna. Börn Þorbergs og Kristinar i Syðri-Hraundal eru, auk Péturs: Páll Geir verkstjóri i Reykja- vik og Málfriður (Þorbjörg Málfriður) pilta. Ég leyfi mér að birta hér með glefsur úr palladómi um Martein, áður en hann kvaddi skólann: ..Hann er laglegur, heldur hörunds- bjartur, snar og liðlegur i lund og talhreifur. og þar af leiðandi oft skemmtinn, enda örgerður og fús tilað taka þátt i umræðum, hvers el'nis sem þær eru....Félagsmaður er hann ágætur, enda góður til að vera flokks- foringi. Hneigður er hann jafnt fyrir landbúnað sem sjávarútveg og til hvors þess vel fær. A fundum talar hann vel, ber ræður sinar fram með áhuga og festu. enda stefnufastur og skoðanagóður og tekst vel að verja sitt mál." Loks skal þess getiö. að á árunúm 1956-1962. hefur hann skrifað minning- ar sinar. sent hann nefnir Dægradvöl og tileinkar syni sínum. Þetta er hand- skrifað verk i tveim bindum. alls um 600 skrifaðar siður i kvartbroti. Þetta snertir að mestu menn og málefni á Austfjörðum allt frá árinu 1880. Kennir þar margra grasa. Geymír rit- verk þetta fjölþættan fróðleik um al- hliða búskap og atvinnuhætti, fram- farir og baráttuvilja um nærri heillar aldar skeið. Ég og kona min þökkum Marteini fyrir ánægjulega samfvlgd og viðkynningu á jarövistarsviðinu. Sendum ástvinum hans okkar inni- legustu samúðarkveöjur. Jón Þórðarsson. húsfreyja að Svarfhóli í Hraunhreppi, en auk barna sinna ólu þau upp fóstur- son. Helga Sveinsson frá Hvitsstöðum, siðar prest og skáld í Hveragerði, nú látinn. Pétur Þorbergsson hóf búskap i Syðri-Hraundal árið 1916, en það ár kvæntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni, Vigdisi Eyjólfsdóttur frá Kirkju- bóli i Hvitársiðu. greindri og dugmik- illi konu. h'aðir hennar var Evjólfur Andrésson bondi Kirkjubóli. albróðir séra Magnúsar Andréssonar. prófasts og alþingismanns á Gilsbakka. en þeir bræður voru Arnesingar að ætt og upp- runa. A fyrstu búskaparárum Péturs og Vigdisar i Syðri-Hraundal var tiðarfar með þvi versta. sem verið hefur á þessari öld. F'rostaveturinn mikli var 1918. en sumarið eftir voru tún svo kalin og gróðurlaus . að ekki fékkst nema sáralitið brot af þvi töðumagni. sem venja var að fá. þá má nefna snjóaveturinn rpikla 1920, þegar flestir urðu heylausir eða heylitlir og kaupa þurfti fóðurbæti i stórum stil. Þrátt fyrir þessi áföll. tókst Pétri að fjölga skepnum frá þvi. sem áður var. og þegar Pétur fluttizt með fjölskyldu sina frá Syðri-Hraundal. vorið 1948. að Breiðabólsstað i Miðdölum. átti hann stórt fjárbú. 1 Syðri-Hraundal endur- íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.