Íslendingaþættir Tímans - 25.10.1973, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 25.10.1973, Blaðsíða 8
Sjötugur: Eiríkur Sigurðsson fyrrverandi skólastjóri Einn af mætustu mönnum þessarar samtiðar, Eirikur Sigurðsson fyrrv. skólastjóri og rithöfundur á Akureyri á sjötugsafmæli i dag. Hann er aust- firzkrar ættar og af ágætum rótum runninn, enda sjálfur miklum mann- kostum búinn. Áður heilsaði ég honum sextugum, en nú ætla nú að biðja ls- lendingaþætti Timans fyrir þessa ör- stuttu kveðju. Eirikur varð samverkamaður minn við Barnaskóla Akureyrar 1933 og til þess er ég lét þar af störfum 1947. Og yfirkennari varð hann hjá eftirmanni minum, Hannesi J. Magnússyní. og skólastjóri hins nýja skóla á Oddeyr- inni fyrstur manna, en lét þar af störf- um fyrir nokkrum árum. Eiriki Sigurðssyni fórust öll skóla- störf prýðilega úr hendi. Á ég honum margt og mikið að þakka frá okkar samstarfsárum, árvekni hans og drengileg hollusta var frábær, og starfsgleði hans, hlýtt viðmót og skiln- ingsrikt hugarfar átti hann i rikum mæli, svo að nemendum hans þótti vænt um hann, eins og raunar öllum þeim, er af honum hafa haft einhver kynni, að ég hygg. Eirikur Sigurösson er mikill félags- hyggjumaður og ann öllu. sem má til heilla horfa einstaklingi og heild. Hefir hann unnið mikið að bindindismálum i félögum á Akureyri, einlægur og sannur, og verið þar hollur og hógvær ráðgjafi og vinur. Er mér ekki sizt minnisstætt samstarf okkar að bind- indismálum með unglingum á sinni tið.og hversu vaskur maður og ágætur hann reyndist þá. Og um langa hrið var hann i stjórn Kennarafélags Eyja- fjarðar, hefir margt skrifað um skóla- mál, verið meðritstjóri barnablaðsins Vorið um áratugi og ritað þar marga heilsusamlega hugvekju fyrir börn og unglinga. Nú þyrfti þjóðin á þúsundum slikra manna að halda. Eirikur Sigurðsson hefir skrifað margar góðar barnabækur og þýtt enn fleiri og það hafa þau hjón, Jónina Steinþórsdóttir, gert bæði. Og enginn mun efast um það, að þetta sé hollt les- efni fyrir yngstu kynslóðina. Lika hefir Eirikur ritað bók um Góðtemplara- regluna á Akureyri, bók um listamanninn Rikharð Jónsson, o.fl. Og nú þakka ég vini minum Eiriki Sigurðssyni samstarf og samfylgd og bið honum og heimili hans blessunar allar stundir. Snorri Sigfússon 15/10 '73. Sigurborg Eyjólfsdóttir Nýjabæ, Neskaupstað ÞANN 25. ágúst siðast liðinn lézt i sjúkrahúsinu iNeskaupstað Sigurborg Eyjólfsdóttir. Hún fæddist 19.10. árið 1900 i Sandvik.dóttir hjónanna Jóhönnu Stefánsdóttur og Eyjólfs Eyjólfssonar. Faðir hennar dó, er hún var aðeins fimm ára gömul. Frá Sandvik fluttist fjölskyldan að Seli i Hellisfirði. Erfitt hefur lifið verið fyrir ekkjuna með 8 börn á framfæri, en sterk trú og hörð barátta fyrir lifinu hafa hér sem oftar á þeim timum lyft þeim grettistökum, sem vert er að minnast. Á Seli i Hellisfirði dvaldist fjöl- skyldan þar til Sigurborg var 19 ára, en þá fluttist hún til Neskaupstaðar. Tuttugu og fjögurra ára gömul fór Sigurborg með bræðrum sinum á vetrarvertið til Vestmannaeyja, og þar kynntist hún eftirlifandi manni sinum. Antoni Lundberg, er komið hafði þangað frá Vestfjörðum. Á N’orð- firði stofnuðu þau heimili sitt árið 1925, og þar lifðu þau i hamingjusömu hjónabandi i 48 ár. Þeim varð þriggja barna auðið, sem öll eru búsett f Nes- kaupstað. Hafa þau systkin hlotið i arf frá foreldrum manndóm og dreng- skap, og með fjölskyldunni rikti eining og kærleikur. Alltaf var ánægjulegt að koma á heimili þeirra. Framhald á 7. siðu. 8 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.