Íslendingaþættir Tímans - 01.11.1973, Page 7
Guðjón Gíslason
Garði
Fæddur 1.11. 1905.
Dáinn 17.10.197;!.
Sælir eru hjartalireinir,
þvi að þeir munu Guft sjá.
GUÐJON Gislason var borinn og barn-
fæddur Suðurnesjamaður og var hið
ágætasta dæmi um dugnað þeirra og
eljusemi.
Foreldrar hans voru hjónin Gisli
Eyjólfsson og Þuriður Jónsdóttir,
lengi búandi á Þóroddsstöðum i
Miðneshreppi, en siðustu æviárin til
heimilis i Sandgerði.
Guðjón ólst upp i föðurgarði, elztur
Þuríður Pálsdóttir
svo að öðrum varð hún lika ógleyman-
leg.
Við Þuriður höfum átt það sameigin-
legt að elska og virða sama fólkið af
heilum hug, systur hennar Aðalbjörgu
og Egil kennara Þorlaksson fóstur-
foreldra mina. Ég veit að við vorum
báðar jafnþakklátar fyrir samvistir
við þau og fyrir þann minningasjóð
sem við áttum um góðar og glaðar
stundir með þeim. Fátækleg þakkar-
orð segja hér litið eitt. En ég er lika
þakklát fyrir margar ljúfar minningar
frá Stóruvöllum, og fyrir alla þá hlýju
og umhyggju er ég naut þar, einkum á
æskudögum. Þuriður Pálsdóttir átti
sinn mikla hlut i þvi, að öðru
heimilisfólki ógleymdu. Hún var ætið
svo glöð i anda og æðrulaus.
Hin siðari árin átti Þuriður við
margvislega vanheilsu að striða, og
meðal annars lá við að hún missti
sjónina hvað eftir annað. En hún
kvartaði aldrei, og ekki fannst neinn
bilbugur á henni þótt á móti blési.
Þrátt fyrir sjóndepruna vann hún hina
flngerðustu hluti i höndunum fram á
siðustu ár.
Nú er autt skarð þar sem hún var
áður, og söknuður sár eftir góða konu.
Nú á eiginmaður hennar um sárt að
binda, börn hennar og barnabörn, og
systirin Dagrún, er bjó fyrst með
foreldrum sinum og sfðar i skjóli
þeirra Þuríðar og Baldurs og átti þar
allt sitt athvarf. En góðar minningar
gleðja þau og hugga.
Sigriður Kristjánsdóttir.
ellefu systkina sem öll hafa reynzt
atorkufolk. Hann hóf ungur almenna
vinnu til lands og sjávar, bæði við
húsagerð, vegavinnu og þó einkum
sjávarútveg. Hafði hann um langt ára-
bil unnið við fiskvinnslu hjá sama
fyrirtæki i Garðinum og starfaði þar
allt fram á siðasta dag. Mér er það
kunnugt, þar sem ég vann meö honum
um tima, að hann var hafður þar i
miklum metum meðal yfirmanna og
vinnufélaga, enda gekk hann að
störfum sinum af alvöru og trúnaði og
var þó einkar skemmtilegur viðræðu,
gamansamur og ungur i anda.
Guðjón safnaði ekki miklum verald-
legum auði um dagana, en hús
eignaðist han ágætt, og við það gerði
hann sér fallegan garð. Heima við
höfðu hans sistarfandi hendur ætiö nóg
að gera við að hlynna að garðinum og
stunda ýmsar smiðar, sem honum
voru hugleiknar, en Guðjón var hag-
leiksmaður mikill. öll umgengni við
húseign hans, Gimli i Garði, bar
snyrtimennsku hans fagurt vitni.
Guðjón var hógvær maður og lét
ekki mikið yfir sér. Hann gerði sér
ekki titt um að vasast i félagsmálum,
en var þó hinn bezti félagi þeim, sem
hann batt trúnað við, og ágætur
húsbóndi heim aðsækja. Kom þá i ljós,
að hann hafði á grundvelli langrar
reynslu myndaö sér ákveðnar
skoðanir á ýmsum málum og þurfti
ekki að láta pólitiska skrumara segja
sér til um, hvað landi og þjóð væri hag-
felldast.
Sönn mannúð kemur ekki sizt fram i
viðskiptum manna við dýrin. Guöjón i
Gimli var sérstakur dýravinur og
sinnti þeim af óeigingjarnri alúð, bæði
hestum, hundum og fleiri dýrum, sem
hændust að honum.
Hann var ókvæntur og barnlaus, en
bjó siðustu 6 árin með Valdisi Jóns-
dóttur. Var sambúð þeirra hin ánægju-
legasta og miklir kærleikar með þeim
alla tið. Börnum hennar og barna-
börnum reyndist hann einnig sem
góður faðir. Það leyndi sér þá ekki,
hvilikum mannkostum hann var
búinn, enda átti Valdis hjá honum
hamingjusöm ár. Hún kveður hann nú
með mikilli ástúð og virðingu og
þakkar honum allar velgjörðir við sig.
Með Guðjóni Gislasyni er genginn
einn þeirra nýtu þjóðfelagsborgara,
sem rækta sinn garö i hljóðlátri önn og
brjótast gegnum lifið af eigin ramm-
leik, en ætlast ekki tii, að aðrir leggi
þeim allt upp i hendurnar. Hann er hin
ágætasta fyrirmynd um grandvarleik
og trumennsku, en slikar dyggðir
spretta einungis af hreinu, kristilegu
hjartalagi. Og sannarlega var hann
hógvær maður og af hjarta litillátur.
Þvi er það von min og trú, að fyrir-
heitin miklu, sem lofað er i Sæluboðun
Krists, rætist á þessum trúa verka-
manni I vingarði Drottins.
Megi Guðs blessun fylgja honum.
Jón Valur Jensson.
85 ára:
Asmundur Guðmundsson
fyrrum biskup
Þann 6. október voru 85 ár liðin frá
fæðingu herra Ásmundar Guðmunds-
sonar biskups. Nemendur hans
minnast hins ágæta kennara og mann-
kostamanns, er bar hag og velferð
þeirra fyrir brjósti.
Á afmælisdegi hans minnumst vér
einnig góðra stunda á heimili þeirra
hjónanna að Laufásvegi 75 og biskups-
frúnni og börnum þeirra eru einnig
sendar hjartanlegar kveðjur i tilefni
afmælisins.
Ragnar Benediktsson
islendingaþættir
7