Íslendingaþættir Tímans - 02.11.1974, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 02.11.1974, Blaðsíða 2
hálfri Vatnsleysu vorið 1922, og bjó þar alla tið siðan. Hann keytpi ábúðar- hluta sinn árið 1928. Fyrstu búskapar- árin voru erfið og raunar allt fram undir það, að afurðasölulöggjöfin tók gildi árið 1935. Það var margt, sem olli bændum erfiðleikum á þeim tima, m.a. ótryggt verðlag, gengisbyltingar og heimskreppan. Með mikilli vinnu, atorku og hyggindum komst Þorsteinn vel fram úr þessum erfiðleikum. Hann byggði og bætti jörðina það mikið, að nú eru tvö gild býli, þar sem : áður var eitt. Sigurður sonur hans reisti nýbýli þar árið 1955 og býr að Heiði, en Bragi hefur búið félagsbúi með foreldrum sinum hin siðari ár. Búskapartið Þor- steins varð 52 ár, og er það langur timi, ekki sizt fyrir bónda, sem alla tið hefur haft fjölþættum félagsstörfum að gegna. Ef huga er rennt yfirsögu Þorsteins, vekur það furðu, hve afkastamikill hann var i búskap, jafnframt þvi sem félagsmálin hlóðust á hann strax á unga aldri, og alla tið. Auk þess er að framan getur, var hann kosinn i stjórn Búnaðarfélags Biskupstungna 1928, og varð formaður þess 1933 og hélt þvi sæti, unz yfir lauk. 1 skólanefnd Biskupstungna frá 1922 til 1962, nema eitt kjörtimabi.l, og löngum formaður hennar. Féhirðir Sjúkrasamlags Biskupstungna frá stofnun 1941, og jafnframt formaður frá 1946. í stjórn Nautgriparæktarfélags Biskups- tungna um langt skeið. Formaður safnaðarstjórnar Torfastaðakirkju frá 1928 og siðan. 1 stjórn Ræktunarsam- bandsins Ketilbjarnar 1947-’58. 1 stjórn Fiskiræktar og veiðifélags Árnesinga 1939-’50. Hann var trúnaðarmaður Búnaðarfélags íslands i Arnessýslu 1939-’41. Hann var fulltrúi Biskups- tungna á öllum aðalfundum sam- vinnuféláganna i héraðinu frá 1932 og Búnaðarsambands Suðurlands frá 1928. Þau félagsmálastörf Þorsteins, sem hér hafa verið talin, eru öll tengd sveit hans og héraði. En þar hefur komið fleira til. Hann var fulltrúi Sunnlend- inga á Btinaðarþingi 1938-’54, formað- ur Búnaðarfélags Islands 1951-’71, og þá sjálfkjörinn forseti búnaðarþings. Hann tók sæti i stjórn Bjargráðasjóðs 1951, og sat þar til 1971, sat i bygginga- nefnd og stjórn Bændahallarinnar frá upphafi, og i stjórn Lifeyrissjóðs bænda frá stofnun hans til dánar- dægurs. Hann sat i milliþinganefnd búnaðarþings, sem falið var að endur- skoða lög Búnaðarfélags íslands, svo og i miliiþinganefnd þess til að endur- skoða jarðræktarlögin. Hann var for- maður stjórnskipaðrar nefndar, sem falið var aö endurskoða nýbýlalögin 2 1957, og einnig stjórnskipaður i nefnd til undirbúnings ræktunar holdanauta. Hann átti einnig um alllangt skeið sæti i miðstjórn Framsóknarflokksins. Hér skal upptalningu lokið, og mun þó ekki allt fulltalið. Þetta sýnir traust það, sem til Þorsteins var borið, fórn- fýsi hans og félagshyggju, að þvi ógleymdu, að hann var samvinnumað- ur af hugsjón og sannfæringu. Fyrir störf sin hlaut Þorsteinn margs konar viðurkenningu: Hann var kjörinn héiðursfélagi Búnaðarfé- lags íslands, sæmdur riddarakrossi hinnar islenzku Fálkaorðu, og einnig Dannebrogsorðunni. Þorsteinn kvæntist 18. nóvember 1922 Agústu Jónsdóttur frá Gröf i Bitru, Strandasýslu. Lifir hún mann sinn. Þau eignuðust 9 börn, og eru átta þeirra á lifi. Þau eru: Ingigerður, starfar i Búnaðarbanka íslands, ógift, Sigurður, bóndi á Heiði, kvæntur Ólöfu Brynjólfsdóttur, Steingerður, skrif- stofustúlka, ekkja Guðna Þorfinns- sonar, Einar Geir, framkvæmdastjóri, kvæntur Ingveldi Stefánsdóttur, Kol- beinn, kaupmaður, kvæntur Erlu Sig- urðardóttur, Bragi, bóndi á Vatns- leysu, kvæntur Höllu Bjarnádóttur, Sigriður, húsmóðir, gift Grétari Br. Kristjánssyni, og Viðar, skrifstofu- stjóri Búnaðarfélags tslands, kvæntur Guðrúnu Gestsdóttur. Ég hef i stórum dráttum rakið sögu bóndans á Vatnsleysu. Þáttur hús- freyjunnar er eftir, en þó er hann bú- inn, þar sem hann skin i gegn, þegar ævistörfum Þorsteins er lýst. Frú Ágústa er „væn kona” i þess orðs fyllstu merkingu. Stjórnsöm húsmóð- ir, afburða dugleg og hyggin. Hjónin voru samhent og barnahópurinn glæsi- legur og hjálplegur foreldrum sinum. GestrisniVar i hávegum höfð. Þar fóru saman höfðinglegar veitingar, glað- værir og skemmtilegir húsbændur. Þegar augum er rennt yfir æviferil Þorsteins á Vatnsleysu, mun flestum þeim, er til þekkja, finnast starfið mikið og margháttað. Þorsteinn var fjölhæfum gáfum gæddur, ágætlega ritfær og snjall i máli, söngmaður mikill og söngstjóri ágætur. Hann var glæsilegur i sjón, bjartur yfirlitum og fturvaxinn. Tæpur aldarfjórðungur er liðinn sið- an ég kynntist Þorsteini fyrst á búnað- arþingi. Þar voru margir ágætir menn saman komnir, og i hópi þeirra voru þrir skólabræður frá Hvanneyri, allir glæsilegir gáfumenn og forystumenn i Búnaðarfélagi Islands. Auk Þorsteins voru skólabræður hans þeir Stein- grimur Steinþórsson, búnaðarmála- stjóri og siðar forsætisráðherra, og Bjarni Asgeirsson, formaður Búnað- arfélags íslands, sem hafði nokkru áð- ur verið landbúnaðarráðherra á þriðja ár, og gegndi hann þvi starfi með glæsibrag i tvo áratugi. Á þessum árum var Bændahöllin i smiðum, en þar þurfti að halda vel á málum, bæði innan bændastéttarinnar og gagnvart opinberum aðilum, svo að settu marki yrði náð, áður en áratugir liðu. Bygging Bændahallarinnar var baráttumál Þorsteins, og vann hann ó- hikað að stórmáli þessu. Það kom sér vel að fá mann með hæfileikum hans til að vinna að framgangi þessa máls. Bændahöllin var „stolt” Þorsteins. Hann sá fram i timann og vissi sem var, að með árunum myndi Búnaðar- félag íslands og Stéttarsamband bænda þurfa aukið húsrými til starf- semi sinnar, auk þess sem Hótel Saga er fyrirmyndar hótel á heimsmæli- kvarða. Islendingar hafa verið rómaðir fyrir gestrisni, og ekki hvað sizt bænda- stéttin. Þarna koma fram gestrisni og stórhugur forráðamanna bændastétt- arinnar, og Þorsteinn notaði hvert tækifæri til þess að koma máli þessu I höfn, og eigum við honum mikið að þakka framgang þessa máls, eins og svo margra annarra framfaramála landbúnaðarins. Hann trúði á mátt moldarinnar og vann ótrauður að margþættum málefnum sveitanna. Þó mat hann að verðleikum þéttbýlið og fann, hve gott samstarf þarf að vera á milli sveitanna og þéttbýlissvæðanna, ef báðum á vel að farnast. Ég á þvi láni að fagna að hafa notið samstarfs Þorsteins lengi á búnaðar- þingi, og siðar i stjórn Búnaðarfélags tslands. Þessa samstarfs minnist ég með þakklæti og virðíngu. Fyrir hönd Búnaðarfélags Islands og bændastéttarinnar þakka ég Þor- steini giftudrjúg störf, um leið og ég flyt eiginkonu, börnum og öðrum vandamönnum innilegar samúðar- kveöjur. Blessuð sé minning þessa mæta manns. Asgeir Bjarnason f Þorsteinn á Vatnsleysu er dáinn. Helfregnir þurfa ekki skýringa við. Og i þetta sinn þarf ekki að kynna mann- inn. Svo þekkt var nafn hans. Agrip af sögu hans hefur annar fest á blað og sýnt þar bóndann og félagshyggju- manninn, þótt fórnir og barátta langrar og annrikrar ævi verði seint fullraktar, og sú saga er aldrei sýnd öll. Þegar æviferill Þorsteins á Vatns- íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.