Íslendingaþættir Tímans - 02.11.1974, Blaðsíða 14

Íslendingaþættir Tímans - 02.11.1974, Blaðsíða 14
r Þorvaldur Arnason F. 28. júli, 1906 D. 1. júli, 1974 Fáein kveðjuorö vil ég nú að leiðar- lokum senda Þorvaldi, bróður minum. 1 huganum þyrpast minningar frá okkar góða og elskulega bernsku- heimili að Görðum á Álftanesi, þar sem við ólumst upp i stórum systkina- hópi 1 skjóli góðra, vandaðra foreldra, þeirra séra Árna prófasts Björnssonar og Lineyjar Sigurðssonsdóttur frá Laxamýri, sem allt vildu fyrir börnin sin gera. Ég minnist þess, hvað ég á þeim árum leit upp til Þorvaldar bróður mins, sem svo margt var vei gefið. Söngröddin var frábær og ótaldar ánægjustundirnar, er æfð voru af kappi hin fegurstu lög. Þorvaldur fór á unglingsáum i söngnám til Sigurðar Birkis inn I Reykjavik, og kom heim með nótnabækur og nýjar útsetningar á ýmsum einsöngslögum. Þegar heim að mestu fullgerð. Björn átti drýgstan þáttinn i þeirri framkvæmd og sá um uppbyggingu þessa mikla mannvirkis ásamt þeirri nefnd, sem hlut átti að. Ef áhuga hans hefði ekki notið við, ér vafasamt að byggingin væri risin svo sem nú er. Hann var bókavörður og aðalfor- sjármaður safnsins um áraraðir. t fristundum sinum undi hann vel innan veggja þessarar stofnunar. Björn Danielsson var ekki einn á ferð. Við hlið hans stóð hin trausta og ágæta kona hans og börn þeirra. Þau mynduðu öll saman hið fegursta heimili. Björn kvæntist eftirlifandi konu sinni, Margréti ólafsdóttur frá Stóru- Asgeirsá i Viðidal árið 1943. Þau eignuöust þrjá syni, Þóri Dan lækni, Ólaf Viði norrænufr. og Pétur örn, nema i menntaskóla. Allir eru þeir bræður miklir manndómsmenn. Heimili þeirra Björns og Margrétar bar vott um þann menningar- og lista anda, sem þar rikti. Hin greinda og gjörhugula kona Björns studdi hann i hvivetna i starfi, bæði hvað varðaði skólastarf og ekki sfður önnur áhuga verkefni hans, og hin siðari ár annaðist hún i æ rikari mæli bóka- vörzlu I safninu ásamt honum. Allt viðmót heimilisfólksins bar vott um sannan hlýhug, manndómsmetnað 14 kom, var farið að æfa. Oft kom það i minn hlut að spila undir fyrir hann á gamla heimilisorgelið, og allir á heimilinu fylgdust með af áhuga og gleði, hversu miklum framförum Þor- valdur tók i söng sínum. Það voru góðar og glaðar stundir. — Þorvaldur var skáldmæltur vel, og oft las hann mér ljóð sin, er ég man að mörg voru skemmtileg og að minu viti býsna góð. Hagur var hann við smiðar, allt slikt lék I höndum hans. Þorvaldur var manna friðastur sýn- um og það svo að athygli vakti. Hann gekk menntaveginn, eins og þeir allir fimm bræðurnir. Hann sigldi til náms i tannlækningum og vann siðan að tann- smiðum, er heim kom. Þorvaldur kvæntist Kristinu Sigurð- ardóttur frá Eystri-Tungu I Vestur-Landeyjum. Foreldrar hennar voru Sigurður Guðnason og Guðrún Andrésdóttir. Þorvaldur og Kristin og ljúft viðmót. Skapleysi rikti þar ekki, heldur rikt skap en vel tamið. Gestkvæmt var oft á heimili þeirra. Þangað lögðu gjarnan leið sina þeir, sem til skáldskapar eða annarra lista hneigðust og leituðu skoðanaskipta á þvi sviði við húsráðendur. öllum var þar vel tekið og af rausn og myndar- skap. Ég vil nú að lokum, fyrir hönd okkar hjóna og barna okkar, þakka samleið og vinskap liðins tima og bið fjölskyldu hans allrar blessunar. Börn okkar nutu þess öll að vera i skóla Björns og sum þeirra kennslu hans. Þau geyma i huga góðar og hlýjar minningar um skólann og skólastjórann. t þeirri vissu að þetta lif sé aðeins hlekkur i órofa keðju tilverunnar, og þó að stundum syrti að sé þó ævinlega vor framundan, enda ég þessi orð min á siðari hluta þess ljós úr bók Björns, er ég hóf orð min með. Það vorar i hug og hjarta og hrjóstrin skipta um lit. Úr sólarátt heyrum við söngva og siglaðan vængjaþyt. Störfin yngja vorn anda og efla vor sóknarspor. Það er létt yfir lifi og vonum ljómandi sólskin — og vor. Guðjón Ingim. bjuggu að Sogavegi 44 I Reykjavik og eignuðust tvo syni, Þorvald og Arna, sem nú eru uppkomnir menn. Þann fyrsta júli siðastliðinn varð Þorvaldur bráðkvaddur á heimili sínu. Það er ævinlega snöggt fyrir þá, sem eftir lifa, og eins og högg fyir brjóstið, þegar andlát ber að höndum með slik- um hætti. En þess er vert að minnast, að sá sem þannig er kallaður inn i nýja tilveru, losnar þá um leið við veikinda-baráttu, sem undanfara hjúpaskiptanna. Ég veit, að nú hefur bróðir minn mætt kærum og góðum ástvinum, sem á undan voru farnir, og nú blasa við ný viðhorf og viðfangsefni. Ég veit, að hlýjar hugsanir systkina hans, er eftir lifa, eiginkonu hans, sona og annarra ástvina og vina, berast til hans á öldum ljósvakans. Við þökkum honum öll fyrir samfylgdina, fyrir allt gott frá liðnum árum. Samhuga biðjum við honum blessunar Guðs á brautum eilifa lifsins. Þorvaldur var uppalinn i trúög trausti á föðurforsjón guðs — og það var hans lifs-akkeri. Ég vil að lokum taka hér upp eitt erindi úr kveðjuljóöi, er hann orti sjálfur: Við kveðjum þig klökkum með huga, við kveðjum með söknuð i hjarta. Við minningamynd þina geymum, svo milda og skinandi bjarta. Megi nú Guð gefa þér, bróðir kær, raun lofi betri. Sigurlaug Árnadóttir. íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.