Íslendingaþættir Tímans - 02.11.1974, Blaðsíða 6
MINNING
Séra Skarphéðinn Pétursson
Bjarnarnesi
Þann 5. júli sl. barst út sú harma-
fregn að sóknarprestur okkar séra
Skarphéðinn Pétursson hefði þá um
daginn látizt af slysförum. Mun sá
sorgaratburður lengi verða i minni
sóknarbarna hans.
Séra Skarpherðinn var fæddur i
Reykjavik 11. okt. 1918. Að honum
standa merkar og þekktar ættir. For-
eldrar hans vor hjónin Pétur
Zophóniasson (1879-1946) ættfræðingur
og Guðrún Jónsdóttir (1886-1936).
Zóphónias (1845-1908) — afi séra
Skarphéðins — var prestur og lengi
prófastur i Viðvik, Hegranesþingi,
sonur Halldórs Rögnvaldssonar
hreppstjóra að Brekku i Svarfaðardal
(f. 1816). Karllegg þennan má rekja til
miðrar 15. aldar Kona séra
Zóphónisar i Viðvik — amma séra
Skarphéðins var Jóhanna Sofia
(1855—1931) Jónsdóttir (1812-1896)
dómstjóra i Reykjavik Péturssonar
prófasts (1754-1842) á Viðivöllum
Pétursson prests að Tjörn á Vatnsnesi
(1723-1803) Björnssonar. — Fyrri kona
Jóns dómstjóra Péturssonar var
Jóhanna Sofia (d. 1855) Bogadóttir
Benediktssonar (1771-1849) fræði-
manns að Staðarfelli. Dalasýslu. Eru i
ættum þessum kunnir fræðimenn og
rithöfundar.
Guðrún-móðir séra Skarphéðins —
var dóttir Jóns bónda á Asmundar-
stöðum á Sléttu (f. 1856) Árnasonar
(1812-1870) Arnasonar hreppstjóra
Keldunesi, svo Asmundarstöðum,
Arnasonar hreppstjóra Akurseli (1771-
1821). Kona Arna hreppstjóra Keldu-
nesi var Anna Guðrún (f. 1829) seinni
kona hans, Stefánsdóttir á
Amundarstöðum (1800-1842) Skafta-
sonar prests á Skeggjastöðum, Skafta-
sonar prests á Hofi, (d. 1782) Arna-
sonar prests á Sauðanesi (1693-1770)
Skaftasonar (d. 1722) Jósefssonar lög-
sagnara að borleifsstöðum i Blöndu-
hlið. Kona hans var Guðrún Stein-
grimsdóttir frá Hofi I Dölum, af Stein-
grimsætt i Skagafirði. 1 framættum
séra Skarphéðins eru einnig Sauða-
nesætt og Schevingsættir.
Séra Skarphéðinn ólst upp i
Höskuldarnesi á Melrakkaslettu hjá
önnu móðursystur sinni og manni
hennar Njáli Guðmundssyni bónda
þar. Hann stundaði nám i Laugaskóla
árin 1936-38. Að loknu námi þar las
hann undir gagfræðapróf við Mennta-
skólann á Akureyri, og lauk stúdents-
prófi þaðan 1941. Sama ár innritaðist
sr. Skarphéðinn i H.I., en hvarf frá
námi i nokkur ár. Arin '48-51 var hann
Háskóla Islands, en hvarf frá námi i
nokkur ár. Arin 1948-51 var hann
stærðfræðikennari við Iðnskólann i
Reykjavik og i stjórn Póstmanna-
félags Islands i nokkur ár, formaður
þess 1955-56. Póstmaður i Reykjavik
árin 1943-59. Fulltrúi áðurnefnds
félags var hann á norrænni póstmála-
ráðstefnu i Osló árið 1955. 1 stúdenta-
ráði var hann 1955-56. Fór á vegum
þess til Ceylon. Hann innritaðist aftur I
háskólann 1953, þá i guðfræðideild.
Lauk þar prófi 1959. A þessum árum
hafði séra Skarphéðinn störf og nám i
takinu. Námsmaður var hann mikill.
Að loknu guðfræðiprófi á öndverðum
vetri 1959 vigðist hann til
Bjarnanessprestakalls og fluttist þá
hingað. Tel ég ekki úr vegi vera hér að
minnast á, að i einu af bréfum þeim,
sem þá fóru á milli okkar hr.
Ásmundar Guðmundssonar biskups,
hafði han orð um dugnað séra Skarp-
héðins, bæði i námi og starfi, jafn-
framt þvi að annast stóra fjölskyldu.
Arið 1945 kvæntist séra Skarphéðinn
Sigurlaugu Guðjónsdóttur, bónda á
Marðarnúpi i Vatnsdal, mikilhæfri
konu, sem stutt hefur mann sinn með
ráðum og dáð i lifsbaráttunni. Börn
þeirra eru: Guðjón kvæntur Guðrúnu
Ægisdóttur kennara i Reykjavik,
Pétur Zóphónias læknanemi. Kona
hans er Sigriður Guttormsdóttir
kennari i Reykjavik. Anna Rósa hús-
mæðrakennari gift, Sigurði Agústssyni
tæknifræðingi Reykjav. Hildur fóstra
gift Sigurði Einarssýni húsasmið
Reykjavik. Gunnar Sveinn >Bergþóra
og Védis.
Þeim hjónum var mjög umhugað
um, að hið sögufræga prsetsetur héldi
hinni fornu reisn sinni og voru i þeirra
tið hásakynni þar umbætt. Einnig
höfðu þau mikinn hug á að kirkjan,
sem nú er i byggingu þar á staðnum,
verði sem veglegust og vel úr garði
gerð, enda kom þetta fagurlega fram
hjá frú Sigurlaugu, mitt i harmi við hið
sviplega fráfall manns hennar. Hún
fór fram á það við þá, sem hug kynni
að hafa á þvi að minnast hans á ein-
hvern hátt að þeir létu Bjarnanes-
kirkju verða þess aðnjótandi.
Á heimili þeirra var ánægjulegt að
koma, enda bar margan gest þar að
garði. Hinar skemmtilegu viðræður
um ýmis efni við húsráðendur verða
minnisstæðar. Eins og hjá sumum
forfeðrum séra Skarphéðins var sagn-
fræði eitt af hugðarefnum hans. Hafa
ritgerðir þess efnis eftir hann birzt i
timaritum. I athugun og undurbúningi
til birtingar hygg ég að hann hafi i
sögulegum efnum haft ýmsilegt, sem
fróðlegt hefði verið að kynnast. Sumt
af þvi mun verða að fullu frágengið.
Vonir standa til að það birtist i ein-
hverju timariti. Séra Skarphéðni voru
falin hér ýmis trúnaðarstörf, sem
hann vann með trúmennsku. Af þeim
skal nefna, að árið 1960 var hann aðal-
endurskoðandi Kaupfélags Austur-
Skaftfellinga og var það siðan. Hann
var kennari i marga vetur og próf-
dómari öll árin, sem hann dvaldi hér. 1
félagslegri starfsemi tók hann þátt.
Var, svo eitthvað sé nefnt, einn af
stofnendum Lionsklúbbs Horna
islendingaþættir
6