Íslendingaþættir Tímans - 02.11.1974, Blaðsíða 15
© Sigríður
70 ára:
Oktavía Gísladóttir
Oktavia Gisladóttir hjúkrunarkona
varð sjötug 10. þ.m.
Ég er ekki svo fróður um uppruna og
sögu Oktaviu sem þyrfti, til að gera
grein fyrir æviferli hennar. Þó veit ég
að hún er fædd á Litla-Armóti i Hraun-
gerðishreppi i Árnessyslu, en þar
bjuggu foreldrar hennar, hjónin Gisli
Þórðarson og Oddný Oddsdóttir.
Próf úr hjúkrunarskólanum tók
Oktavia 1935 en var siðan um stund við
framhaldsnám i geðveikrahjúkrun á
Kleppi. Siðan vann hún um hrið við
sjúkraskýli i Ólafsfirði en fór til Isa
fjarðar 1936 og hefur átt þar heima
siðan. Hún vann þar i sjúkrahúsinu
sem hjúkrunarkona árin 1936-’38 en
var siðan forstöðukona elliheimilisins
á Isafirði 1938-’40.
Sumarið 1940 giftist hún Jóni A. Jó-
hannssyni frá Auðkúlu, sem þá var
lögregluþjónn en siðar skattstjóri. Sið-
an hefur hún sinnt húsmóðurstörfum,
en þó annaðist hún skólaeftirlit 1943-
’44, og var starfandi hjúrkunarkona i
sjúkrahúsinu 1959-1963. Þau hjón eiga
þrjár dætur sem ólust upp hjá þeim og
nú eru þær allar giftar, — tvær á Isa
firði en ein i Reykjavik.
Þessi afmælisminning er engan veg-
inn skrifuð til að rifja þetta upp. En
siðustu 15 árin má kalla að ég hafi ver-
ið heimagangur i húsi Oktaviu og á
þaðan margs að minnast og góðs.
Oktavia er hispurslaus og einörð i tali
en hjartahrein kona, sem dægurþref
ýmisskonar festir ekki á. Henni þykir
það ekki stórmannlegt að fara i fýlu
eða fá móðursýkiskast út af kosninga
úrslitum og þvi er oft blessunarlega
hressandi að umgangast hana. Hitt er
á
þó ekki minna vert, að henni er það
gefið að fjalla um andstæðinga án
þykkju og beiskju og er ekki ofmælt að
slikur félagsskapur sé liklegur til sálu-
bótar.
Oktavia hefur siðustu árin borið
erfiða fötlun, þó að hún tali fátt um og
kveinki sér litt og taki þeirri
manndómsraun æðrulaust. Það er sú
manngerð sem ég hrósa happi að hafa
fengið að kynnast og sjálfs min vegna
óska ég þess, að þau kynni megi verða
alllengi enn. Hitt verður aldrei aftur
tekið, að það eru margir fleiri en ég,
sem nú eiga margar góðar og kærar
minningar frá heimili þeirra Jóns og
Oktaviu og eru og verða þakklátir
fyrir þær meðan minni endist,— H.Kr
ættfólk sitt. Sérstaklega hafði hún gott
samband við Ingibjörgu á Litlu-
Brekku, i Reykjavik. Þær Ingibjörg
voru hálfsystkinabörn. Faðir Ingi-
bjargar var hálfbróðir Sigriðar
Eiriksdóttur, móður Sigriðar, Þegar
Ingibjörg dó hélt hún áfram sambandi
við börn hennar, systkinin i Litlu-
Brekku, þau Sigriði, Addbjörgu,
Guðriði, Guðrúnu, Jón, Maris og
Eðvarð alþingismann. Þótti Sigriði
mjög vænt um, hve þau voru henni góð
frændsystkini.
Það hafa margir dvalið i Lindarbæ
og bæjunum i Vetleifsholtshverfinu
þau rúm 70 ár, sem Sigriður dvaldist
þar. Nú að leiðarlokum minnast þeir,
sem eru enn á lifi, hennar með
virðingu, vinsemd og söknuði. En
enginn þó meir en heimilisfólkið i
Lindarbæ , bræðurnir Ólafur og
Þórður og Svana. Ekki siður munu
sakna hennar ólafia Sumarliðadóttir
og heimili hennar, sem sýndi Sigriði
sérstaka umhyggju og vinsemd á efri
árum hennar.
Þegar Sigriður kom að Lindarbæ
var ég ekki fæddur. Eg man þvi ekki
eftir heimili foreldra minna án
hennar. Þegar ég man fyrst eftir mér
var hún þegar orðin skapandi þáttur i
heimilinu. Hún hefir þvi vafalaust
skilið eftir sina drætti i uppeldi minu.
Hún vissi að öll verk eru góð, sé þeim
vel skilað. Það er gott að læra af sliku
fólki.
Að siðustu þakka ég Sigriði allt, sem
hún gerði fyrir foreldra mina, allt sem
hún gerði fyrir okkur systkinin, og
börn okkar, allt sem hún gerði fyrir
Lindarbæjarheimilið. Blessuð sé
minning hennar.
Ragnar ólafsson
® Ingvar
hér I sveit og hlöðu við. Þarna er hægt
að bera saman gajnla og nýja timann.
Ar eftir ár og áratug eftir áratug hefur
Ingvar unnið að jarðrækt árlega oft
ekki mikið I einu, en alltaf framhaldið.
A þvi sviði virðist hann hafa tileinkað
sér þá kenningu, að þróun er betri en
bylting.
Allt, sem farið hefur á milli okkar
Ingvars, er gott. Okkur hefur aldrei
boriöneittá milli. Hann er sanngjarn i
öllum viðskiptum og enginn
smámunamaður. Hann skrifaði á
vixla fyrir mig, þvi að ég hef aldrei
haft neitt fjármálavit. Ef eitthvað
vantaði á minu heimili var það sótt að
Hóli, þvi að þar var flest til, sem bú
íslendingaþættir
þurfti með.
Ingvar er gestrisinn og kann vel að
taka á móti gestum. Hann er hlýlegur i
viðmóti og sviphýr, glöggur i frásögu
og viða heima. Ekki hefur hann
brúkað tóbak eða vin, en stundum
hefur hann eigi að siður átt vin og
vindla handa gestum.
Aður var það siður að fylgja gestum'
úr hlaöi, sem kallað var. Ég man það
vel frá fyrri tið, þegar Ingvar gekk
meö mér út að Gróf, sem er mitt á
milli Hóls og Sveinsstaða. Við ræddum
ekki um það, hvort hross hefði farið
yfir merkin. Við ræddum um landsins
gagn, félagsmál og sitthvað fleira,
sem við kom mannlegu lifi.
Ég hef nú lýst Ingvari á Hóli nokkuð,
en einum mannkosti hans vil ég þó sizt
gleyma. Hann er svo orðvar um
náungann, að til fyrirmyndar má
telja.
Ég flyt þessum gamla og góða vini
minum beztu þakkir og árnaðaróskir.
Mér finnst, að hann hafi verið gæfu
maður, þrátt fyrir mótgang fyrri hluta
ævinnar. Hann er ekki með þvi
skaplyndi að vilja leita gæfunnar i
fjarlægð. Á þeim slóðum, þar sem
forsjónin leiddi hann til sætis, hefur
hann viljað ,,kenna til i stormum sinna
tiða”. 14. október 1974
Björn Egilsson, Sveinsstöðum.
15