Íslendingaþættir Tímans - 02.11.1974, Blaðsíða 12
Friðrik Y. Guðmundsson
frá Höfða
Miðvikudaginn 26. júni siðastl. varð
Friðrik V. Guðmundsson frá Höfða,
fyrrverandi tollvörður, bráðkvaddur
að heimili sinu, Karfavog 52, Reykja-
vik. Kom andlát hans mjög á óvart,
þvi að hann hafði jafnan verið heilsu-
hraustur og bar háan aldur einstak-
lega vel.
Friðrik Valgeir Guðmundsson var
fæddur að Bræðraá i Sléttuhlið 13. okt.
1898. Voru foreldrar hans hjónin Þór-
leif Valgerður Friðriksdóttir, Jóns-
sonar frá Brúnastöðum i Fljótum, og
Guðmundur Anton Guðmundsson,
Jónssonar hreppstjóra á Yzta-Hóli I
Sléttuhlið, en þau voru bæði komin af
kunnum ættum i Skagafirði.
Friðrik var yngstur af þremur syst-
kinum. Elzt er Steinunn f. 1894, og
næstur Anton f. 1896. Hann var tré-
smiður og er nú látinn, en Steinunn,
sem lengi var húsfreyja að Höfða, lifir
bræður sina.
1 æsku naut Friðrik þeirrar fræðslu,
sem á þeim tima var um að ræða, en
milli fermingar og tvitugs var hann
tvo vetur i Gagnfræðaskóla Siglu-
fjarðar. Árið 1922 fluttist Friðrik
ásamt foreldrum sinum að Höfða á
Höfðaströnd, og tók hann þar við bús-
forráðum.
Friðrik kvæntist 15. mai 1934, systur
minni, Þóru Jónsdóttur frá Stóragerði
i öslandshliö, f. 18. sept 1908.
Foreldrar hennar voru Nielsina
Kristjánsdóttir, Gislasonar frá Ytra-
Krossanesi við Eyjafjörð og Jón Sig-
urðsson, Arnasonar frá Grimsgerði í
Fnjóskadal. Jón stundaði trésmiðar
meira en búskapinn, og var hann um
skeið smiðakennari við Bændaskólann
á Hólum.
Sambúð þeirra Þóru og Friðriks
varð ekki löng, tæplega þrjú
hamingjurik ár, en 13. april dó Þóra af
barnsförum, en barnið, sem var
drengur lifði. Hlaut hann nafið Þórir,
og er nú húsasmíður i Reykjavik,
kvæntur Þórdisi Þorbergsdóttur frá
Neöra-Núpi i Miðfirði.
Eftir lát Þóru festi Friðrik ekki yndi
aö Höfða, en fluttist til Reykjavikur og
gerðist tollvörður við tollstjóra-
embættið þar, og varð það atvinna
hans, þar til hann lét af störfum fyrir
aldurs sakir.
12
Fyrstu árin hér syðra voru Friðrik
mjög erfið að ýmsu leyti. Hann var
viðkvæmur i lund og tók sér mjög
nærri missir konu sinnar. Að Höfða er
óvenjulega mikil náttúrufegurð, og
þar er gott land undir bú. Þar hafði
Friðrik ætlað sér að lifa og starfa, þó
að forlögin sneru þvi á annan veg.
Þegar frá leið undi hann þó betur sinu
hlutskipti, einkum vegna vináttu
margra ágætra samstarfsmanna viö
tollstjóraembættið.
Hinn 23. júni 1945 kvæntist Friðrik
öðru sinni og þá Guðriði Hjaltesteð f. 8.
sept 1914. Foreldrar hennar voru
Stefania Anna fædd Bentzen og Bjarni
Björnsson, Péturssonar, Hjaltesteð,
en Bjarni var dómkirkjuprestur i
Reykjavik 1903-1909, og siðar kennari
við ýmsa skóla i Reykjavik.
Guðriður reyndist Friðrik einstak-
lega nærgætin og umhyggjusöm eigin-
kona, og glaðlyndi hennar og ástriki
var honum ómetanlegt. Hún bjó
heimili þeirra að Stórholti 22 og siðar
að Karfavog 52 af listfengi og alúð, og
frábær gestrisni og höfðingsskapur
mætti þar ávallt hinum mörgu gestum
og frændliði, sem þangað vandi komur
sinar.
Þau Guðriður og Friðrik eignuðust
tvo syni, Þórleif Valgarð f. 30. nóv.
1948 nú prentsetjari, kvæntur Karen
M. Mogensen, og Friðrik Þór f. 12. mai
1954 nú nemandi I menntaskóla.
Þau Karen og Þórleifur eiga eina
dóttur unga, sem ber nafn afa sins og
heitir Friðrika. Siðasta myndin sem
tekin var af Friðrik er þegar hann
heldur á henni i skírnarkjólnum, og
eftir svip hans þar, virðast honum
hafa verið i hug ljóðlinur Stefáns frá
Hvitadal:
„Eitthvað himneskt og hlýtt,
kom við hjartað i mér.”
Friðrik frá Höfða var með hæstu
mönnum. Ungur var hann fremur
grannur og beinvaxinn, en með aldrin-
um þrekinn og nokkuð lotinn, en þó
eigi til lýta. Hann var friður sinum og
vel farinn i andliti. A yngri árum ljós-
skolhærður, hærðist snemma, en hélt
þykku, liðuðu, silfurlituðu hári til
hinztu stundar. Augum grá og svip-
mikil og skiptu mjög svip eftir skapi.
Mátti i þeim finna, svo sem i skaphöfn
Friðriks allri, allt frá djúpri og mildri
hlýju yfir I ósveigjanlega hörku.
1 þjóðmálum sem öðru hafði Friðrik
mjög ákveðnar skoðanir, og var hann
alla tið eindreginn framsóknar- og
samvinnumaður.
Ekki var hann þó alltaf ánægður
með stefnu flokksins, einkum I utan-
rikismálum, og siðastl. vetur sagði
hann eitt sinn við mig, að hann
vonaðist til þess, að hann ætti eftir að
lifa þá stund, þegar allir útlendir her-
menn væru horfnir af landi burt.
Þeir, sem Friðrik batt vináttu við,
voru fyrir honum vinir eftir það, og
breytti þar engu um, þótt langt liöi
milli endurfunda. Frændrækinn var
Friðrik með afbrigðum og sparaði
hvorki fé né fyrirhöfn til þess að greiða
götu vandamanna sinna.
Frá móður sinni mun Friðrik hafa
erft þá gáfu að hafa yndi af ljóðum.
Las hann þau jafnan og kunni ótrúlega
mikið utanbókar. Eftirlætisskáld hans
var Stefán frá Hvitadal, en hin
viðkvæma einlægni i ljóðum Stefáns
hreif hann mjög, og einnig ást Stefáns
á islenzkri náttúru, en Friðrik unni
henni mikið, og þá einkum æsku-
stöðvum sinum i Skagafirði, og ekki
islendingaþættir