Íslendingaþættir Tímans - 02.11.1974, Blaðsíða 3
leysu er athugaður, mun það verða
fyrst fyrir flestum, sem hlotið hafa
ræði á sama aldarfarinu og hann, að
hugsa til þeirrar gifurlegu byltingar,
sem gerst hefur á þvi skeiði. Hann og
jafnaldrar hans, sem oft eru með full-
um rétti nefndir aldamótakynslóðin,
eru fæddir undir erlendum yfirráðum.
Þeir settust að leifum verzlunaráþján-
ar, þótt i orði kveðnu væri verzlunin
gefin frjáls fyrir fáum áratugum, þeg-
ar þeir sáu daginn fyrst.
Ungmennafélögin risu á legg, með-
an Þorsteinn var enn á unglingsaldri,
hrifnæmur og dreyminn svo af bar. Þá
þætti átti hann rika og ræktaði i fari
sinu til leiðarloka. Hann gekk i hrifn-
ingu hugsjónum þeirra á hönd þegar i
öndverðu, og brást þeim aldrei. Lik-
legt er, að islenzka æsku hafi aldrei
dreymt fegurri né djarfari drauma en
þá, þótt nú séu þeir vegnir og léttvægir
fundnir. En þá gleymist að leggja fá-
tækt þjóðarinnar á metaskálarnar.
Skaphitinn og hrifnæmið setti svo sinn
sérstæða menningar- og mannræktar-
svip á Þorstein, hvar sem hann kom
fram, að athygli vakti. Það skipaði
honum ætið i fremstu röð, hvort sem
um sókn eða vörn fyrir félags- og
framfaramál var að ræða, eða setið
var á gleðifundi.
Hann var glæsimenni, fullhugi til afls
og áræðis, ágætur ræðumaður, is-
lenzkan hrein og myndrik, röddin
hrein, þýð og björt, og þó gædd þeim
þrótti, sem nægði til að fylla sali. Hann
var kappgjarn, ef honum fannst vegið
að hugðarmálum sinum, og gat þá
sviðið undan vopnaburði hans, ef hann
var i sókn eða vörn. Auðshyggja setti
aldrei svip sinn á hug hans né háttu.
Hún var fjarri eðli hans.
Þorsteinn kvæntist 18. nóv. 1922
Agústu Jónsdóttur frá Gröf i Bitru.
Þeim varð niu barna auðið, og eru átta
á lifi. Það mun alþjóð ljóst, að maður,
sem til svo margs er kvaddur i félags-
málum samtiðar sinnar, muni ekki
alltaf nærtækur, þegar heimastörf
heimta. Þeim mörgu, sem komið hafa
að Vatnsleysu undanfarna áratugi,
mun flestum ljóst, að heimaannir hafa
ekki að jafnaði staðið forsjárlausar i
fjarvéru hans, jafnvel þótt langdvöl-
um væri. Þeim, sem risnu þeirra nutu,
var og ljóst, að hún hlóð borðin, þótt
rausnin væri beggja. Hún tendraði eld-
ana á arni þeirra hlýja og bjarta heim-
ilis. Það voru þeirra sameiginlegu eld-
ar gleði og vinhlýju, sem fögnuðu gest-
unum svo innilega. En þegar litið er
yfir svo langan veg við þessi leiðaskil,
má það ekki gleymast, að hún bar niu
börn undir brjósti, nærði þau ósjálf-
bjarga og klæddi, vakti við vógguna,
leiddi þau fyrstu skrefin, að þvi þó
íslendingaþættir
ógleymdu, sem æska og óstýrilæti
heimtuðu i sinn hlut af móðurást og
móðurönnun,, þegar aldur og þroski
gelgjuskeiðsins hösluðu sér völlinn. En
æskan og ærslin urðu lika stundum að
höfuðstyrk heimilisins, undir stjórn
hennar. Það má heldur ekki gleymast,
að Þorsteinn var flestum mönnum
fágaðri i háttum og ytri gerð. Sú fágun
var að drjúgum hluta flutt að heiman
og ræktuð þar, enda vist, að hún átti
sameiginlegar rætur I sálum beggja.
Þegar ég virði þessi mál fyrir mér,
þótt úr nokkurri fjarlægð sé, hygg ég
að það sé fyrst og fremst hjónabandið,
sem gerði Þorstein á Vatnsleysu að þvi
hamingjubarni, sem hann mun hafa
verið sina löngu og annríku ævi.
Þorsteinn verður mörgum minnis-
stæður sem hrókur alls fagnaðar, þeg-
ar til sliks var efnt. Hann var söngvinn
svo af bar og átti ungur yfir að ráða
björtum tenór. Hann var svo sjálfkjör-
inn forsöngvari i fagnaðarhófi, að
hann átti visan þjóðkór, ef hann veif-
aði tónsprota, enda þurfti þess ei ætið
við. Þá valt það ekki á neinu, þótt hann
stæði með „tvær hendur tómar”. Hann
stjórnaði Karlakór Biskupstungna um
alllangt skeið. Heimili kórsins varð á
Vatnsleysu. Þangað var komið til
söngnáms og æfinga. Þarf ekki djúpt
að grafa, svo ljóst verði, að ekki hefur
önn húsfreyjunnar létzt á höndum við
þær heimsóknir. En þær fluttu gleði I
bæinn og samhug um sveitina. Söngur
inn var Þorsteini lifsnautn — svölun.
Hann kvaðst taka af heilum hug undir
með Björnstjerne Björnson:
Söngurinn göfgar, hann lyftir i ljóma
lýðanna striðandi þraut.
Söngurinn vermir og vorhug og blóma
vekur á köldustu braut.
Sönguiinn yngir, við ódáins hljóma
aldir hann bindur og stund,
hisminu breytir i heilaga dóma
hrjóstrinu i skfnandi lund.
1 haust voru 54 ár liðin siðan við
Þorsteinn hittumst fyrst. Ég dróst
þá þegar að þessu óvenju drengilega
og glaða glæsimenni og fannst þá, að
ég mundi frekar kjósa fylgd hans en
flestra annarra. Nú virðist mér að
ævireynslan hafi sannað, að hrifningin
var ekki aðeins tengd þvi augnabliki.
Hún hefur sannað, að samferðamenn-
irnir hafa kosið — ekki aðeins fylgd
hans, heldur og lika forystu hans á
mörgum og löngum samferðalögum.
Við sáumst siðast við kaffiborð starfs-
félaganna við Búnaðarfélag íslands,
örskammri stund áður en saga hans
var öll. Við hentum enn á milli okkar
gamanyrðum, eins og norður á öræf-
um fyrir meira en hálfri öld. Við
kvöddumst þar við borðið trúlega báð-
ir grunlausir um, að sú kveðjan yrði
hin siðasta. Nú endurtek ég mina i
hljóðri og hlýrri þökk.
Guðm. Jósafatsson
— frá Brandsstöðum
f
Það verða ekki talin ný sannindi,
þótt ég segi, að heimilið sé grððurreit-
ur einstaklingsins og hornsteinninn i
þjóðfélagsbyggingunni. Það er einnig
minnsta, en áreiðanlega mikilvægasta
samfélagið, sem lifað er I. Þó getur
þetta samfélag orðið stærra, traustara
og betra, ef tvö heimili verða eins og
eitt. Þannig hefur það verið á Vatns-
leysu i meira en 50 ár.
Hinn óumflýjanlegi förunautur lifs-
ins hefur með stuttu millibili vitjað
heimilanna á Vatnsleysu og kallað
burt systkinin Kristinu.sem lézt hinn
30. júni s.l., og Þorstein, er andaðist
hinn 11. otkóber. Þar standa nú tvö auð
rúm. A hugann leitar tregablandinn
söknuður. En lifsins mikla sigurverk
segir okkur, að maður komi i manns
staö og af rótinni vaxi sprotinn.
Þeim, sem eftir lifa, er ætlað að
hefja merki hins fallna og bera það
fram á við. Það verður þó ekki vanda-
laust að þera merki hins mikilhæfa
foringja og baráttuglaða félags-
hyggjumarths, Þorsteins á Vatsnleysu.
Þorsteinn fæddist að Vatnsleysu 2.
desember 1893, einkasonur og elztur
fjögurra barna Sigriðar Þorsteinsdótt-
ur og Sigurðar Erlendssonar, bónda á
Vatnsleysu. Að allra dómi voru þessi
heiðurshjón traust, æðrulaus og um-
fram allt trú i lifsstarfi sinu. Mér er
sagt að þau hafi lagt mikla áherzlu á
það að ala börn sin upp I guðstrú og
góðum siðum. Þau munu hafa vænt sér
mikils af syninum, og fengu bæði að
lifa það að sjá upphafið að starfsferli
hans.
Þorsteinn var sem drengur einráð-
inn i að yrkja þann reit, sem feðurnir
skópu honum, og fórna siðan þeirri
stétt, sem hann, og reyndar islenzka
þjóðfélagið voru sporttin úr, bænda-
stéttinni, öllum kröftum sinum. Hann
vissi I upphafi, að viðskiptin við jörð-
ina eru hægfara, en örugg, sé að þeim
unnið af trúmennsku. Starf bóndans
var ekki, og er ekki enn, vænlegt til að
safna veraldarauði, enda var auðsöfn-
un aldrei á stefnuskrá Þorsteins á
Vatnsleysu, heldur miklu fremur hitt,
3