Íslendingaþættir Tímans - 23.11.1974, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 23.11.1974, Blaðsíða 6
Kristján Jónsson í Skuld Þegar ég nú sendi minum góða vini Kristjáni i Skuld saknaðar- og þakkar- kveðjur, er ekki úr vegi að rekja vin- áttu minnar fjölskyldu og hans til upp- hafs sins. Litill árabátur undir seglum heldur frá Eskifirði og út Reyðarfjörð bjartan en kaldan maidag 1916 áleiðis út að Karlsskála en þar skyldi hafzt við um sumarið og róið til fiskjar. Hverjir voru þessir ferðalangar? Það vorum við hjónin, og var Sigurður maður minn formaður, en með honum ætlaði Agúst bróðir hans að róa. Þetta gekk nú allt vel. Nú myndi margur halda, að óðalsbændur og fjölskyldur þeirra, sem fyrir voru á Karlsskála, hefðu haft mest aðdráttarafl fyrir þessa litlu sjómannsfjölskyldu, en svo var þó ekki. í Smiðahúsinu, sem dvalizt var i, lá lltill stigi úr eldhúsi upp i svolitið loftherbergi. Þegar upp var komið, voru þar fyrir ung hjón með þriggja mánaða dóttur efnilega. Þarna voru þá komin Stefania og Kristján i Skuld. Frá þeim degi er ég steig upp á loft- skörina hófst vinátta okkar hjónanna við þau. Hún hélzt meöan öll lifðu, og hef ég engar manneskjur vitað vin- fastari en þau og þeirra börn. Kristján og Sigurður voru jafnaldr- ar, 24 ára þá, og Stefania á likum aldri, en ég aðeins 18 ára. Mér var þvi til mikils trausts að ná vináttu mér eldri og reyndari konu og hún skyldi taka mig sem góða og gilda vinkonu svo unga. Bjart og gott sumar leið, og um haustið hélt hvor fjölskylda til slns heima inni á Eskifiröi, en vináttan hélzt. Vorið eftir ákváðu þeir vinirnir að róa saman á bát úr Seley. Til þess að gera lifið skemmtilegra hélt ég til inni i Skuld hjá Stefaniu, og við mat- reiddum og borðuðum saman. Eg var þá með hálfs árs gamlan dreng. Nóg var að gera I stórstraumana við að þvo fiskinn og þurrka, og enginn lá á liði slnu. Fyrra striðið geisaði, og margt var þaö sem vantaði. Taka varð upp mö úti á suðurbyggö, og þangað fór Stefanla með þeim piltunum, en ég gætti barna okkar beggja. Sumariö leið og frostaveturinn mikli gekk i garð. í október fór minn 6 maður til Vestmannaeyja, var þar á vertið fram i mal, og eftir sat ég i köldu timburhúsi uppi i Mel. Kol voru af skornum skammti, en nóg olia, enda mátti heita, að primusinn suðaði nótt sem nýtan dag, og týrði á 10 ltnu lamp- anum, þegar vatnið fraus I Ljósaánni. Þá var gott að eiga slika vini að sem Skuldarhjónin. En einnig þau fengu sitt að reyna þennan vetur. Seint I mars hélt 7 tonna mótorbátur i róður frá Eskifirði i góðu veðri suður i bugt- ir. En sá róður stóð lengur en ætlað var. Báturinn hét Freyja. Einhverra. hluta vegna var Kristján vinur okkar með I þeim róðri, en ég man ekki, hvort hann var fastur skipverji á Freyju. Um þennan róður hefur áður veriðskrifað viðar en á einum stað. Er skemmst frá að segja, að á þá skall vitlaust veður með snjókomu og frosti. Hver dagurinn leið af öðrum, og ekki kom Freyja. Það voru daprir dagar fyrir vinkonu mina i Skuld og aðra, sem áttu ástvini þarna um borð, já fyrir alla á Eskifirði. Eftir nokkra daga slotaði veðrinu. Og hvað mundi þá ske annað en það, að litli báturinn sem talinn var af kemur stimandi inn fjörðinn i glaöasólskini, já og það á eigin vélarafli með alla heila innan- borös. Þvflikum gleðidegi verður ekki meö oröum lýst. En vel má þó vera, að sumir þeir, er i þessum hrakningum lentu, hafi aldrei beðið þessa langa og erfiða róðurs bætur. Vorið kom, og vonir manna um bjartari tima glæddust, er þessu hræöilega striði lauk. Þetta sumar gerðu þeir Kristján og Sigurður út tvo árabáta frá Seley og höföu sinn mann- inn hvor. Umsvifin jukust, en lifið var skemmtilegt. A þessu hausti fluttumst við hjónin utar I kauptúnið. Nú réðust þeir félag- ar I að kaupa mótorbátinn Bergþóru og gera hann út á vetrarvertið frá Hornafirði. Þeim gekk vel og sam- komulagið var gott og enn jukust um- svifin. Sumariðeftir var róið frá heimahöfn á Eskifirði og ráðnir á bátinn tveir sunnlendingar, eins og það var kallað þá, þó að þeir væru reyndar frá Vest- mannaeyjum: Björgvin Jónsson frá Úthliö, sem var til heimilis hjá okkur, og Guðjón Scheving I Skuld. Þetta voru góðir drengir og duglegir. Arið 1921 byggðum við okkur hús inni á Grundinni, og þótti okkur þar yndislegt að vera. Það er af útgerð þeirra félaga að segja, að hún stóð til 1925, og fiskaðist misjafnlega vel, eins og gengur. Sjómenn voru til heimilis hjá þeim á sumrum, einnig stúlkur, sem ráðnar voru bæði til heimilis- starfa og hjálpar við beitningu og fisk- verkun. Allt reyndist þetta úrvalsfólk, sem svo batt vináttu við heimilin. Þá var oft glatt á hjalla, margar fyndnar setningar flugu og jafnvel lausavisur, og ekki voru þau Skuldarhjón eftirbát- ar annarra við að koma manni i gott skap. Hámark ánægjunnar var þó, þegar við fengum okkur lánaða hesta og fórum riðandi norður að Sveins- stööum I Hellisfirði til að heimsækja móöur Stefaniu og bræður. Þar var fagurt um að litast og móttökur frá- bærar. Nú tóku að hlaðast skuldir á út- gerðarmenn bæði hjá bankanum og kaupmönnum. Sá bankinn það bezt ráð að gera alla gjaldþrota og taka eign- irnar, sem að sjálfsögðu voru veðsett- ar. Báturinn var tekinn og viö gátum ekki haldið okkar húsi. Uppboðsdagur- inn haustið 1926 var ömurlegur. Sem betur fór gátu hjónin I Skuld haldið húsi sinu, og mun Bogi bróðir Kristjáns hafa gengið I ábyrgð fyrir þau. Kristján hélt áfram að fara á vetrarvertiöir á ýmsum bátum, og hefi ég fyrir satt, að 30 vertiöir hafi hann veriö við sjó, áður en hann hætti. Minn maöur gerðist ýmist stýrimaður eða skipstjóri á sildveiöum eða flutninga- islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.