Íslendingaþættir Tímans - 08.03.1975, Page 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR
Laugardagur 8. marz 1975—8. tbl. 8. árg. Nr. 199. TIMANS
Harry Frederiksen
framkvæmdastjóri
Fæddur 15. marz 1913.
Dáinn 2. febrúar 1975.
„Fótmál dauðans fljótt er stigið”.
Harry O. Frederiksen fram-
kvæmdastjóri Iðnaðardeildar Sam-
bands islenzkra samvinnufélaga varð
bráðkvaddur á ferðalagi erlendis 2.
febrúar s.l., nær 62 ára að aldri. Otför
hans var gerð 18. febrúar s.l. frá Dóm-
kirkjunni i Reykjavik.
Harry Oluf Frederiksen, en svo hét
hann fullu nafni, var fæddur i Reykja-
vik 15. marz 1913. Hann var sonur
Aage M. Frederiksen vélstjóra og
konu hans Margrétar Halldórsdóttur.
Aage M. Frederiksen var danskrar
ættar, en fluttist út hingað ungur að
aldri og staðfesti hér ráð sitt. Þau hjón
eignuðust sex syni og eina dóttur. Var
Harry næst elstur þeirra systkina.
Harry Frederiksen átti að baki langt
og gifturikt starf hjá Sambandi is-
lenzkra samvinnufélaga, er hann lézt
fyrir aldur fram. Segja má. að hann
hafi helgað Sambandinu starfskrafta
sina alla og átti að baki nær hálfrar
aldar starf fyrir islenzka samvinnu-
hreyfingu.
Aðeins 14 ára að aldri gekk hann i
þjónustu Sambandsins og þá sem
sendisveinn. bað var haustið 1927, en á
þvi ári voru liðin 10 ár frá þvi aðal-
skrifstofa Sambandsins hafði verið
sett á stofn i Reykjavik og mun starfs-
liðið hafa talið um 15 manns. Sigurður
Kristinsson var þá forstjóri Sam-
bandsins en hann tók við þvi starfi, er
Hallgrimur bróðir hans féll frá árið
1923, langt um aldur fram.
Arið 1927 mun deildaskipting Samb.
hafa verið komin i fast form.
Innflutningsdeild undir framkvæmda-
stjórn Aðalsteins Kristinssonar og Út-
flutningsdeild undir framkvæmda-
stjórn Jóns Arnasonar siðar Lands-
bankastjóra. Það mun hafa verið Að-
alsteinn Kristinsson, sem réð Harry til
starfa i Sambandið.
1 annálum Sambandsins fyrir arið
1927 er m.a. tekið fram, að á þvi ári
hafi verið ákveðið, að Sambandið
skyldi óska inngöngu i Alþjóðasam-
vinnusambandið. Þá var á þessu ári
sett á stofn skrifstofa i Hamborg og á
árinu var mikið rætt um að koma á fót
ullariðnaði og kornmyllu á vegum
Sambandsins. Á aðalfundi þetta ár
voru menn samdóma um, að á sviði
iönaðar biðu Sambandsins stór verk-
efni á komandi árum. Umræður um
iönað á þessu ári voru út af fyrir sig
ekki óeðlilegar, en það má telja það
sérstaka tilviljun, að það skuli gerast á
árinu, sem 14 ára gamall sendisveinn
er ráðinn, sá hinn sami er siðar átti
eftir að veita forstöðu iðnaði Sam-
bandsins um aldarfjórðungsskeið og
sjá hann vaxa i stóriðnað á islenzkan
mælikvarða og taka forystu i útflutn-
ingi iðnaðarvara framieiddum úr is-
lenzkum landbúnaðarafurðum.
„Verk mér af verki, verks leitaði”.
Með sendisveinsstarfinu 1927 hefst
hinn langi og margbreytilegi starfs-
ferill hjá Harry i Sambandinu. Leiðin
lá 1 Samvinnuskólann haustið 1929 og
þaðan lýkur hann prófi vorið 1931. Þá
situr Jónas Jónsson i ráðherrastóli, én
kennir þó við skólann, en skólastjóri
þessa vetur er dr. Þorkell Jóhannes-
son, siðar háskólarektor. 1 sumarleyfi
milli skólaára starfar Harry i Bók-
haldsdeiid, en að loknu prófi 1931 ger-
ist hann fyrsti starfsmaður Inn-
heimtudeildar, sem sett var á stofn i
mai það ár. Siðari hluta ársins 1932 tók
Harry vuð forstöðu Saumastofu Gefj-
unar i Reykjavik og verzlunar i tengsl-
um við hana, er þá var til húsa að
Laugavegi 10. Gegndi Harry þessu
starfi fram á árið 1934, jafnframt þvi
að hafa umsjón með afreikningum i
Útflutningsdeild og um tima að hafa
eftirlit með kjötbúð, sem Sambandið
starfrækti á Vesturgötu 16. Harry
starfaði siðan við ýms störf i útflutn-
ingsdeild til ársins 1936, en tók þá aftur
til Saumastofu Gefjunar, sem hann
flutti i byggingu Hótel lslands við
Aðalstræti. Verzlunin var þá stækkuð
og saumastofunni breytt i hraðsauma-
stofu.
1 maimánuði 1938 ræðst Harry til
starfa á skrifstofu Sambandsins i
Kaupmannahöfn Þar var þá fram-
kvæmdastjóri Oli Vilhjálmsson, sem
nú er nýlátinn. Með störfum erlendis
hefst nýr og merkur þáttur i starfs-
sögu $arrys. Ný reynsla og aukin
þekking á alþjóðaviðskiptum leggur