Íslendingaþættir Tímans - 08.03.1975, Side 2

Íslendingaþættir Tímans - 08.03.1975, Side 2
grundvöll að auknum ábyrgðar- störfum siöar meir. Dvöl Harrys i Höfn hefði trúlega orðið lengri, ef ekki hefði komið til seinni heimsstyrjaldarinnar 1939. Þá verða miklar breytingará viðskiptalifi Norðurálfu. Viðskipti Islands beindust fljótlega svo til öll til Bretlands og Ameriku. Eftir að Þjóðverjar her- námu Danmörku 1940, leggst starf- semi Hafnarskrifstofu að mestu niður. Sex manns störfuðu þá á skrifstofunni, þar á meðal Harry Frederiksen. Við þessar aðstæður snýr Harry heim til Islands Það var þó ekki heiglum hent að komast yfir hafið vegna ófriðarins. Kafbátar og herflugvélar sátu um skip og einskis var svifist i þeim hildarleik. Það heppnaðist þó fyrir atbeina is- lensku rikisstjómarinnar og sendiráðs íslands i Kaupmannahöfn að fá leyfi frá Þjóðverjum, að m/s Esja mætti sigla óáreitt með islenska farþega frá Petsamo i Finnlandi til Islands. Ferð þessi var talin hin mesta ævintýraferð. Lagt var af stað frá Kaupmannahöfn 26. september og farið um Sviþjóð og Finnland til Petsamo (við Hvitahaf). Hinn 16. október 1940 leggst m/s Esja að bryggju i Reykjavik. Harry Frederiksen er einn i hópi 258 ls- lendinga, sem komnir eru af hafi Ur hinni nafntoguöu Petsamoferð. Hefur þvi stundum verið haldið fram, að is- lenzkt skip hafi ekki i annan tima flutt dýrmætari farm um hafsins vegu. Eftir heimkomuna hverfur Harry aftur til starfa i útflutningsdeild. Heimsstyrjöldin er nU i algleymingi. Bretar hafa hernumið lsland og Bandarikin leysa þá siðar af hólmi. Þótt íslendingar losni að miklu leyti við hörmungar styrjaldarinnar, færist hildarleikurinn nær Islandi og mann- tjón Islendinga verður tilfinnanlegt, er kafbátar og flugvélar Þjóðverja sökkva og laska islensk skip. Striösástandið setur hins vegar nýjan svip á efnahagslif þjóðarinnar. At- vinna er mikil og gott verð er á Ut- flutningsafurðum. Umsvif Sambandsins i útflutningi fara vaxandi og Sambandið setur á stofn skrifstofu i New York árið 1940 og viðskipti við Bandarikin aukast nU mjög. Harrys Frederiksen biða nU ný störf og er ekki að efa að reynsla hans frá tveggja og hálfsársstarfi i Kaupmannahöfn hafa komið honum að notum við hin f jölbreyttu störf, sem nU biöu hans hjá Jóni Árnasyni i Út- flutningsdeild. A striðsárunum fór Harry marg- sinnis umhverfis landið sem lestunar- 2 stjóri með islenskum og erlendum skipum, er verið var að lesta Ut- flutningsvörur á vegum Sambandsins. í einni slikri ferð varð skip það er Harry var með fyrir sprengjuárás þýskrar flugvélar Ut af Vestf jörðum og skall þar hurð nærri hælum að ekki hlytist manntjón af. Að lokinni heimsstyrjöldinni 1945 verða miklar breytingar á viðskiptalifi tslendinga. Þjóðin átti gildan gjald- eyrisvarasjóð i striðslok og gerðar voru áætlarnir af hálfu alþingis og stjórnvalda um uppbyggingu atvinnu- lifsins. Hjá Sambandinu verða forstjóra- skipti i byrjun árs 1946. Sigurður Kristinsson lét þá af störfum, eftir 22ja ára starf i Sambandinu, sem forstjóri og við tók Vilhjálmur Þór. Gerðar eru áætlanir um stóraukin umsvif Sam- bandsins og félaganna og var ýmsum nýjungum hrint i framkvæmd hjá Sambandinu strax á árinu 1946. Það auöveldaði sókn i uppbyggingu, að lausafjárstaða Sambandsins var mjög góð á þessum tima. Félögin áttu veru- legar innstæður i Sambandinu og Sam- bandið innstæður i Landsbankanum. Stóraukning iðnaðar var m.a. á fram- kvæmdaáætlun Sambandsins. Hinn 17. jUni 1947 fór Harry til Kaupmannahafnar og tók þar við framkvæmdastjórastörfum Hafnar- skrifstofu, en Óli Vilhjálmsson hafði fengiðfri frá störfum um stundarsakir til þess að leita sér heilsubótar. í árs- lok 1948 kom Harry heim frá Kaupmannahöfn og tók þá við fram- kvæmdastjórn Iðnaðardeildar Sam- bandsins, er stofnsett var hinn 1. janUar 1949. Þegar hér er komið sögu hefur Harry starfað hjá Sambandinu i rUm 20 ár. Sendisveinninn frá 1927 er orðinn framkvæmdastjóri fyrir þeirri deild Sambandsins er telur flesta starfs- menn. Eins og þegar hefur verið vikið að hér að framan, fékk Harry Frederiksen að reyna hin margbreyti- legustu störf, frá þvi hann réðst sem sendisveinn 1927. Er ekki að efa að sU reynsla, sem Harry fékk á þvi 20 ára timabili þar til hann tekur við for- stöðu Iðnaðardeildar, hefur reynst honum ómetanleg. Nýrri reynslu bætti svo Harry við starfsferil sinn, er hann gegndi störfum framkvæmdastjóra Hamborgarskrifstofu frá þvi i árs- byrjun 1962 og til ársloka 1964. Hinn 1. janUar 1974 gat Harry Frederiksen litið yfir 25 ára starf Iðnaðardeildar. Sem framkvæmda- stjóri hafði hann með lifi og sál unnið að uppbyggingu iðnaðarins á vegum Sambandsins. Nýjar verksmiðjur höfðu risið af grunni og siaukin vélvæðing hefur stöðugt aukið fram- leiðnina. útflutningur iðnaðarvara frá Sambandsverksmiðjunum hófst i nokkrum mæli árið 1961 og hefur Ut- flutningur stöðugt farið vaxandi. Á þessu ári hafa verið gerðir samningar um Utflutning frá Sambandsverk- smiðjunum, sem eru stærri en nokkru sinni fyrr. Það gefur auga leið, að mikil ábyrgð og vandi hefur hvilt á herðum Harrys Frederikssen, sem framkvæmda- stjóra Iðnaðardeildar. A.mk. 9 verk- smiðjur heyra meira eða minna undir Iðnaðardeild Sambandsins og starfs- mannafjöldinn er 7-800 talsins. Hin tiðu og miklu sjávarföll efna- hagslifsins á Islandi, hafa oft valdið hinum unga islenska iðnaði þungum bUsifjum. Ýmsir hafa þá þurft að leita skjóls hjá opinberum aðilum. Iðnaður Sambandsins hefur hingað til staðist efnahagsélin, þegar á heildina er litið, þótt stundum hafi ekki reynst unnt að klæða af kuldann. Hér hefur þvi oft reynt á þrautseigju, raunsæi og ekki ósjaldan hæfilega varfærni. Að sjálf- sögðu hefur framkvæmdastjóri Iðnaðardeildar borið hér stærsta byrði, þótt verksmiðjustjórarnir hafi hver og einn þurft að bera sina bagga. Vandi framkvæmdastjóra iðnaðar- deildar hefur verið meiri vegna þess, að deildin er fjárhagslega sjálfstæð einning innan Sambandsins og fjárUt- vegun þvi lagst með þunga á herðar hans. Við lok lifdaga, sem voru langir, mældir i vinnu, en alltof stuttir i árum taldir, gat Harry Frederiksen fagnað farsælu ævistarfi. Ég hefi sterkan grun um það, að ein af hans heitustu óskum i lifinu hafi verið sU, að geta. skilað iðnaði Sambandsins traustum og öflugum til næstu kynslóðar, þegar hann félli frá. Ef þessi tilgáta min er rétt, hefur Harry Frederiksen fengið þessa ósk sina uppfyllta. Iðnaður Sam- bandsins hefur aldrei verið sterkari og öflugri en einmitt nU, þrátt fyrir vandamálin, sem við er að glima. 1 aldarfjórðung helgaði Harry iðnaðin- um starfskrafta sina og saga sam- vinnuiðnaðar á tslandi og starfssaga Harrys Frederiksen eru samofnar með þeim hætti, að þar verður ekki á milli greint. Harry Frederiksen tók sæti i fram- kvæmdastjórn Sambandsins árið 1956 og átti þar sæti til dauðadags. Ritari framkvæmdastjórnarinnar var hann frá 1967. Þegar hann lést hafði hann gegnt framkvæmdastjórastörfum hér heima og erlendis i tuttugu og sjö ár og hálfu betur. islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.