Íslendingaþættir Tímans - 08.03.1975, Síða 3
Auk aðalstarfs sins i Iðnaðardeild
Sambandsins gegndi Harry Frederik-
sen fjölmörgum öðrum trúnaðarstörf-
um. Hann var varaformaður i stjórn
Vinnumálasambands samvinnufélag-
anna frá stofnun þess 1951 til ársins
1955 er hann var kjörinn stjórnar-
formaður og þvi starfi gegndi hann til
ársins 1973. Þá átti Harry sæti i stjórn
ýmissa samstarfsfyrirtækja Sam-
bandsins. Hann sat i stjórn fjölmargra
opinberra og hálfopinberra stofnana,
sem starfa að málefnum islenzks
iðnaðar. Má þar nefna Iðnþróunarráð
og Iðnþróunarstofnunina, Byggingar-
nefnd sýningarhallar i Laugadal,
Vörusýningarnefnd, Sýningarsamtök
atvinnuveganna, Útflutningsmiðstöð
iðnaðarins, Iðnrekstrarsjóð o.m.fl.
Starfs sins vegna tók Harry mikinn
þátt i utanrikisviðskiptum og átti hann
þátt i gerð fjölmargra viðskipta-
samninga við erlend fyrirtæki og
stofnanir. 1 þessu sambandi má t.d.
nefna umfangsmikil viðskipti Sam-
bandsins við fyrirtæki og stofnanir i
Sovétrik junum.
Þá var Harry félagi i Lionshreyfing-
unni og formaður i fulltrUaráði Knatt-
spyrnufélagsins Fram, er hann lést, en
á yngri árum iðkaði Harry knatt-
spyrnu og lék þá með Fram og átti um
árabil sæti i stjórn þess félags.
Hér að framan hefur verið gerð
nokkur grein fyrir störfum Harrys
Fredreksen og hefur þá verið stiklað á
stóru. Harry var einn af þeim starfs-
mönnum Sambandsins, er lengstan
hafði starfsaldur. Hann mundi timana
tvenna, sendisveinsstarf 1927 á aðal-
skrifstofu er taldi aðeins 15 starfs-
menn og Sambandið i dag með hátt á
annað þUsund starfsmenn og yfir 40
þUsund félagsmenn kaupfélaganna að
bakhjalli, stóriðnað og fjölbreytta
starfsemi: samvinnuhreyfinguna i
dag sem eina af stoðum efnahagslifs
þjóðarinnar. Harry Frederiksen
mundi timana tvenna, — hann var
virkur liðsmaður i hinni míklu upp-
byggingu sl. hálfa öld.
Starfssaga og saga Sambandsins
segir þó ekki nema hluta af ævisögu
Harry Frederiksen. Það er önnur hlið
er snýr að einkalifi og fjölskyldu enda
þótt oft tvinnist saman starf og einka-
lif manna.
Harry var gæfumaður i einkalifi. 1
Sambandinu kynntist hann fallegri og
góðri konu, Margréti, kjördóttur Jóns
bónda að Saurbæ i Vatnsdal og siðarn
þingvarðar Hjartarsonar. Margrét
starfaði um árabil á skrifstofu Sam-
bandsins i Reykjavik og naut þar
islendingaþættir
trausts og virðingar fyrir dugnað i
störfum.
Þau Margrét og Harry giftu sig 19.
april 1945. Var það mikill gæfudagur i
lifi þeirra beggja. Harry eignaðist
framUrskarandi góða og velgerða
konu, perlu að manni og ekki er of sagt
að Margrét beri nafn með réttu. Þau
Margrét og Harry voru mjög samrýnd
enda hjónaband þelrra að sama skapi
farsælt. Þau eignuðust tvö börn, ólaf
og GuðrUnu, sem gift er Halldóri
Sigurðssyni, endurskoðnunarnema og
eiga þau 8mánaða gamla dóttur, Eddu
Hrund. Litla dótturdótturin var mikið
augnayndi afa sins og nU i sorg fjöl-
skyldunnar er hUn stóri sólargeislinn.
Það verða margir sem sakna Harrys
Fredereksen, bæði hér heima og er-
lendis, Samstarfsmenn hans i Sam-
bandinu minnast vinar og góðs félaga 1
framkvæmdastjórn Sambandins er nU
autt sæti. Hópurinn þar hefur undan-
farin ár verið sérstaklega samstæður,
að minu mati. Það eru einhver ósýni-
leg bönd vináttu, sem tengja menn þar
saman. Þótt skoðanir geti verið skipt-
ar, þegar mál þarf að brjóta til mergj-
ar eða ráða fram Ur stórum
vandamálum, er fyrir hendi sU tilfinn-
ing að menn séu i sama báti menn beri
sameiginlega mikla ábyrgð á framtið
Sambandsins og samvinnuhreyfingar-
innar. Þ.að er mikilsvert fyrir Sam-
bandið að þessi samábyrgð sé fyrir
hendi, þvi hUn leggur grundvöll að
sterkri framkvæmdastjórn. Þá tel ég,
að vissar tilfinningar sem við i
framkvæmdastjórn Sambandsins ber-
um gagnvart hver öðrum eigi dýpri
rætur i hjörtum okkar en við gerum
okkur grein fyrir dags daglega og
tengi okkur enn sterkari vináttubönd-
um. Þess vegna verður söknuðurinn
meiri, þegar félagi fellur frá. Minning-
in um Harry Frederiksen er minning
um góðan dreng. Hann hafði djUpan
skilning á þeim hugsjónum sem sam-
vinnustefnan byggist á. Hann var
gæddur persónuleika, sem bjó yfir sér-
stakri fágun, og prUðmennsku, hóg-
værð en glaðværð og hann átti gott
með að blanda geði við fólk, þótt
hlédrægur væri að eðlisfari. Harry var
sérlega iðjusamur og skyldurækni og
samviskusemi voru förunautar hans.
Mér eru sérstaklega minnisstæðir þrir
mannkostir Harrys: Að verða ætið
tilbUinn að hlýða kalli, þegar óskað
var eftir að hann tæki að sér ákveðin
störf eða leysti ákveðin verkefni: hve
verkefni voru fljóttt af hendi leyst: og
hve pössunarsamur hann var i starfi.
Þessir mannkostir, sem hér hafa
verið nefndir og aðrir ónefndir liggja
að baki þeirrar giftu, sem Harry átti
til að bera i störfum. Hann gegndi
mjög erfiðu og umfangsmiklu starfi
innan Sambandsins en bar gæfu til
þess að leysa það farsællega af hendi.
Slíkan dóm hlýtur Harry Frederiksen
að fá þegar hann er allur.
Ég vil að lokum flytja Harry þakkir
frá Sambandinu og samvinnuhreyf-
ingunni fyrir hálfrar aldar starfið. Ég
þakka honum persónulega vináttu og
góð kynni um nær 30 ára skeið.
Megi blessun guðs fylgja honum i
nýjum heimi, þar sem lifsins ljós lýsir
á eilífðarbraut.
Við hjónin sendum Margréti konu
Harrys, börnunum, tengdasyni og litlu
dótturfótturinni og öðrum ættingjum
okkar innilegustu samUðarkveðjur.
Guð gefi ykkur styrk i sorg.
Erlendur Einarsson.
f
Kveðja frá Knattspyrnufélaginu
Fram.
Harry 0. Frederiksen var einn
þeirra, sem tóku þátt i að endurreisa
Fram seinast á þriðja áratugnum. Þá
hafi félagið verið i mikilli lægð um
nokkurt skeið. Svo öflugt var þetta
átak, að það var likt og nýir vindar
blésu á brott deyfð og drunga. Og nU
voru segl þanin til djarflegrar sigling-
ar. Með öllu er óvist, að Fram væri við
lýði i dag, ef átak þessara manna hefði
ekki komið til á réttu augnabliki. Þess
vegna standa Framarar i mikilli
þakkarskuld við Harry O. Frederiksen
og þá mætu menn, sem reistu félagið
við og héldu merki þess hátt á loft á
næstu árum.
Harry O. Frederiksen var ekki að-
eins virkur i félagsstörfum heldur einn
af beztu kappliðsmönnum Fram á
þessu timabili. Hann lék með
meistaraflokki og jafnframt gegndi
hann störfum i stjórn Fram, ýmist
sem ritari eða gjaldkeri, unz hann
réðst til starfa erlendis fyrir Samband
islenzkra samvinnufélaga 1937. Þá
rofnaöi samband hans við félagið, þótt
hann fylgdist ætið með þvi Ur fjarlægð.
Það var svo fyrir aðeins þremur ár-
um, að Harry kom til starfa aftur hjá
Fram. Og aftur tók hann þátt i endur-
reisnarstarfi. FulltrUaráð félagsins
var endurvakið, og vart var hægt að
hugsa sér ágætari mann en Harry til
að veita þvi forystu. Var hann kjörinn
formaður fulltrUaráðsins og gegndi
þvi starfi til dauðadags. Fyrir störf sin
að iþróttamálum hlaut hann margvis-
legan heiður, m.a. var hann sæmdur
gullmerki 1S1.
NU er skarð fyrir skildi. Af sjónar-
sviðinu er horfinn góður og gegn fé-
3