Íslendingaþættir Tímans - 08.03.1975, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 08.03.1975, Blaðsíða 4
lagi, sem mikið traust var borið til. Nýlega hafði hann boðað stjórn félags- ins á sinn fund til að ræða fjáröflunar- leiðir vegna þeirra byggingafram- kvæmda, sem félagið stendur i um þessar mundir. 1 þeim efnum var hann stórhuga. Þaðkemur nú i hlut annarra að taka við merkinu. En áreiðanlega verður áfram unnið i anda Harrys 0. Frederiksen. Um leið og stjórn Knattspyrnufé- lagsins Fram þakkar þessum látna forystumanni ómetanleg störf og órofa tryggð við félagið, er fjölskyldu hans vottuð dypsta samúð. Aifreð Þorsteinsson. t Sú harmafregn barst mér sunnudag- inn 2. febrúar, að Harry Frederiksen, fraökv.stjóri Iðnaðardeildar Sam- banas isl. samvinnufélaga, hefði látizt þá um morguninn, nykominn i fri suð- ur i lönd. Harry Frederiksen var fæddur i Reykjavik 15. marz 1913 og þvi aðeins 61 árs, er hann lézt. Foreldrar hans voru hjónin Aage M.C. Frederiksen og Margrét Halldórsdóttir. ' Hann byrjaði snemma að vinna, seldi blöð i Reykjavik, var smali i sveit, fór á sildveiðar fyrir Noröur- landi meö fööur sinum, var sendill o.s.frv. Hann var heldur ekki gamall, þegar hann byrjaði að vinna hjá S.Í.S., aðeins 14 ára. Það vantaði þvi ekki mikið á, að hann hefði unniö 50 ár fyrir Samvinnu- hreyfinguna. Á þessum langa starfs- aldri var Harry búinn að kynnast mörgum störfum Sambandsins, bæði innanlands og utan, þannig að fáir munu hafa þekkt starfsemi þess betur. Þegar Iðnaðardeild Sambandsins var stofnuð, var Harry falið að byggja hana upp og stjórna henni. Var hann framkvæmdastjóri hennar frá upphafi til dánardags. Þær voru orðnar margar ferðirnar, sem Harry fór milli Reykjavikur og Akureyrar frá þvi að Iðnaðardeildin var stofnuð, en á Akureyri eru verk- smiðjur S.l.S. aöallega staðsettar. Undir stjórn Harrys hafa verk- smiöjurnar margfaldast að stærð og afköstum. Allar hafa þær verið endur- byggðar á timabilinu og flestar frá grunni, og er hver þeirra stærst sinnar tegundar á lslandi. Leiðir okkar Harrys lágu fyrst sam- an i árslok 1949, er ég réðst til starfa hjá honum i Iðnaðardeildinni. Alla tið siðan höfum viö haft mikil samskipti og ævinlega góð. Harry Frederiksen var einstaklega samviskusamur og vandvirkur viö öll 4 sin störf. Hann var mikill iþróttamaö- u® á yngri árum og unnandi iþrótta- mála til hinsta dags. Hann var sivinn- andi, enda störfum hlaðinn eins og gef- ur að skilja. Harry kunni þá list að segja frá. Oft, þegar hann kom norður til okkar á Akureyri, var sest niður að loknudagsverkiogspjallað saman. Þá var gaman og fróðlegt að heyra hann segja frá ýmsu, sem á dagana hafði drifiö. Væri óskandi, að margt af þvi væri til prentað, þar sem lýsingar hans voru bæði lifandi og ýtarlegar. Harry Frederiksen var kvæntur Margréti Jónsdóttur, Hjartarsonar frá Saurbæ i Vatnsdal, mikilli ágætiskonu. Voru þau hjónin mjög samhent um að skapa fallegt menningarheimili, þar sem gott var að koma, enda bæði gest- risin og elskuleg. Börn þeirra eru tvö Olafur útvarpsvirki og Guðrún, gift Halldóri Sigurðssyni, endurskoðanda. Nú er Harry genginn fyrir aldur fram. Enginn getur um það dæmt, hvaðbugar heilsu manna, en sennilegt er, að ofreynsla hafi átt þar mikinn hlut að. Ábyrgðarþungi erilsams starfs, samviskusemi og ósérhlifni, sem eng- in takmörk eru sett, geta bugað heilsu hvers manns. En þótt ævi Harrys Frederiksens yrði styttri en maður hefði vænst og óskað, var hann gæfumaður. Honum holtnaðist sú gæfa að eiga góöa konu og börn og leysa af hendi mikið og vandasamt lifsstarf og unna þvi starfi sinu og ganga að þvi af alúð og dugnaði. Viö Norðanmenn kveðjum Harry Frederiksen með miklum söknuði og virðingu. Fjölskylda min og ég vottum frú Margrétí og bömunum þeirra okkar innilegustu samúð. Hjörtur Eirfksson t Þriðjúdaginn 18. febrúar, fór fram frá Dómkirkjunni útför Harry Frede- riksen, en það var siðla sunnudags- kvöldsins 2. febr. sl., að okkur hjónun- um barst sú sorgarfregn að minn kæri frændi og húsbóndi heföi orðið bráð- kvaddur suöur á Kanarieyjum þá fyrr um daginn. Fljótt skiptast veður i lofti og var þetta óvænt harmþrungin fregn.en tveim dögum áður höfðum við kvaðst á skrifstofunni hans og Harry var svo hress og ánægður yfir þvi að vera nú að fara i þriggja vikna fri til sólar- landa með konu sinni og syni. Harry Frederiksen var fæddur 15. marz 1913 i Reykjavik, en foreldrar hans voru Aage C. Frederiksen vél- stjóri og Margrét Halldórsdóttir Frederiksen, en Harry var næstelstur af sjö systkinum, sex bræðrum og einni systur. Harry hóf ungur að árum störf hjá Sambandi isl. samvinnufélaga og helgaði hann samvinnuhreyfingunni alla sina starfskrafta um nær 50 ára skeiö. Innan samvinnuhreyfingarinn- ar og út á við gegndi hann mörgum ábyrgöar- og trúnaðarstörfum sem ég ætla ekki að rekja hér, þar sem það verður gert itarlega af öðrum. Þau eru oröin nokkur mörg árin sem ég hefi starfað meö Harry i Iðnaðar- deild Sambandsins og minnist ég nú þessa ágæta samstarfs með söknuði og þakklæti. Harry var góður og réttsýnn húsbóndi, enda virtur af sinu sam- starfsfólki. Hann var ákveöinn i skoðunum og vissi hvernig hann vildi láta vinna og standa að hinum ýmsu verkefnum fyrir sina deild, jafnframt þvi sem hann var ætiö tilbúinn til að hlusta á tillögur og rök sinna sam- starfsmanna ef svo bar undir. Þeir urðu oft langir vinnudagarnir hjá Harry, en starf hans var geysi um- fangsmikið og erilsamt. Margar urðu ferðirnar hans til Akureyrar til þess að sinna málefnum verksmiðja Sam- bandsins þar, en á Akureyri er islenzk- ur samvinnuiðnaður hvað blómlegast- ur. Oft fór Harry til útlanda i við- skiptaerindum og mætti þar sérstak- lega nefna margar ferðir hans til Moskvu i sambandi við ullarvöru- samninga fyrir Gefjun og Heklu og til Finnlands vegna sölusamninga á skinnum og skinnavöru fyrir Iðunni og Heklu. Fyrir utan dagleg stjórnunar- störf á skrifstofu sinni hér, þá voru undir yfirstjórn hans hé.r i Reykjavik fyrirtækin Fataverksmiöjan Gefjun, Verzlunin Gefjun, Lager Iðnaðardeild- ar og Jötunn hf., og svo Verksmiöjan Höttur i Borgarnesi. Margvisleg nefndar- og fundarstörf tóku einnig drjúgan tima i hans daglega starfi. Harry var mikið fyrir iþróttir á yngri árum og starfaði mikið fyrir félag sitt Fram og gegndi þar trúnaðarstörfum til æviloka. Er hon- um gafst timi til frá sinum störfum, þá hafi hann yndi af að geta komist i lax- veiði eða útreiðatúr, en hann og sonur hans áttu saman hina ágætustu gæð- inga. Harry átti þvi láni aö fagna aö vera kvæntur góðri konu, Margréti Jóns- dóttur Frederiksen, sem stóð við hlið hans i starfi og sá um hið myndarlega heimili þeirra. Börn þeirra eru tvö: ólafur sem er útvarpsvirki og Guðrún sem er húsfreyja og gift Halldóri Sigurðssyni. Dóttir Guðrúnar og Hall- dórs er Erla Hrund á fyrsta ári og var islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.