Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 08.03.1975, Qupperneq 6

Íslendingaþættir Tímans - 08.03.1975, Qupperneq 6
Halldór Ásgrímsson kaupfélagsstjóri og alþingismaður Fæddur 17. april 1896. Dáinn 1. desember 1973. I. Gamla myndin 1 sextiu ár hefi ég átt og haft með mér, hvar sem ég hefi haft heimili, mynd af tveim ungum mönnum, sem mér var annt um að vita, hvernig farnaðist i lifinu. Samtimis og jafnlengi hefir annað heimili haft annað eintak af sömu mynd i heiðurssæti uppi á þili hjá sér, hvar sem það hefir búið sér stað. Hús- bóndinn á þessu heimili var annar maöurinn á myndinni, Halldór As- grlmsson, sem siðar varð kaupfélags- stjóri, alþingismaður, bankastjóri og margt fleira i þagu hins islenzka mannfélags. Hinn er sá, sem þessar linur skrifar. Myndin var tekin á Akureyri 1915 Vor- um við þá skólapiltar i gagnfræða- skólanum þar og vel til vina. Nú er Halldór Asgrimsson allur. Hann lézt 1. des. 1973 Um hann hafa verið rituð skilmerkileg eftirmæli og vinsamleg i Islendingaþáttum Timans (4. og 20. tölubl. 1974) og með þeim birt mynd af honum öldruðum. Mér finnst sú mynd ekki nógu góð, til þess að geyma svip hans. 1 hana vantar æskuna, sem mér er svo minnisstæð og geðfelld. Ég bið þess vegna Is- lendingaþætti fyrir gömiu myndina, sem heimili okkar hafa varðveitt og gefið sérstakt gildi með þvi. Ekki óraði okkur Halldór Asgrims- son fyrir þvi, þegar leiðir skildu á Akureyri eftir skólaslit 1916, að við mundum starfa saman siðar. Þá var i meðvitund manna miklu lengra milli Austurlands og Norðurlands en nú er oröið.- Eg vona að mér verði ekki lagt það út til ofmetnaðar, þótt myndin af mér, sem ennþá á að heita ofan moldar, fylgi mynd hins látna vinar mins. Hún er eins og sönnun þess, að viö vorum félagar meira en i orði. Ég sé ástæðu til þess að geta þess, að okkur H. A. hugkvæmdist, þegar hálf öld var liöin frá töku myndarinnar, að gripa tækifæri hjá myndasmiðog láta 6 taka af okkur mynd i sömu steliingum og á æskudagamyndinni. En okkur brá i brún, þegar við sáum nýju myndina. Voru þetta sömu mennirnir? Nei, þetta var misheppnað verk hjá smiðnum! Við urðum að sitja fyrir aftur! En okkur var ráðlagt að reyna það ekki. Meðal annarra ráölögöu konur okkar þetta. Þær létu brosmildar i ljós að við mættum vera ánægöir með niðurstöðuna. En við vildum ekki hlusta á það! En samt gerðum við ekki aðra tilraun. Létum það svona hávaðalaust farast fyrir. En dálitið vorum við gramir undir niðri. En við hvað gramir? Gramir yfir þvi, að vera orðnir aldurslegnir eftir þessa hálfu öld, sem liðið hafði? Auövitaö höfðum við bæði tapað og grætt. En það, sem tapast, liggur venjuiega meira i augum uppi við samanburðinn en hitt, sem græðist. Ég geymi seinni myndina lika, en birti hana ekki hér. Hygg að hún mundi frekar verða til truflunar þvi, sem ég vil koma á framfæri. II. Fyrstu kynnin. Fyrstu kynni okkar Halldórs Ás- grimssonar urðu fyrsta kvöldið mitt i heimavist gagnfræðaskólans á Akur- eyri haustið 1914. Margir skólasveinar höfðu komið i vistina þann dag. Eftir kvöldmat söfnuðust þeir saman úti á skólalóðinni. Dimmt var, nema þar sem geisla lagði frá gluggum. Blóðið ðlgaði af fjöri til átaka. Menn fýsti að vita, hvað I öðrum byggi. Allt i einu hófust almenn áflog á stóru svæði. Hver hafði þrifið til þess næsta. Ég letni á Halldóri — eða hann á mér. Hvorugur dró af sér. Ég var talsvert vanur tuski og islenskri glimu. Halldór hafði ekki iðkað glimur. Ég naut þess. Það er mikill aðstöðumunur milli viðfangsmanna, ef annar kann glinu, en hinn ekki. Halldór tók mjög vask ' lega á móti, en spurði svo: Hvað ertu gamall? Ég ságði aldurinn. Hann mælti hressilega: ,,Nú, þú ert ári eldri en ég — þá gerir þetta minna!” Alloft minntumst við Halldór siðar á ævinni á þennan fyrsta fund okkar. Fannst eðli beggja hafa komið þar fram, — og ævilöng vinátta vel mátt grundvallast á þessum kynnum. Strax eftir þetta kvöld mat ég. Halldór mikils og sakna þess nú inni- lega að geta ekki lengur gengið til funda við hann. III. Uppruni og starfasvið Halldór Asgrimsson var fæddur 17. april 1896 að Brekku i Hróarstungu i N-Múlasýslu. Faðir hans var Ásgrim- ur bóndi þar, siðar bóndi á Grund i Borgarfirði eystra, Guðmundsson bónda i Snotrunesi þar i firði, As- grimssonar. Móðir hans, kona föður hans, var Katrin Helga Björnsdóttir bónda i Húsey i Hróarstungu, Halls- sonar. Halldór stundaði nám i unglinga- skóla i Borgarfirði eystra einn vetur 1910-1911. Gerist nemandi i gagn islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.