Íslendingaþættir Tímans - 22.03.1975, Page 10

Íslendingaþættir Tímans - 22.03.1975, Page 10
Guðrún Matthildur K j artansdóttir F. 19. jan. 1891 D. 6. des. 1974 Gu&rún Matthildur Kjartansdóttir, ekkja Guðbrandar Magnússonar, fyrr- verandi forstjóra Áfengisverzlunar rlkisins, andaðist á Borgarspitalanum í Reykjavik 6. des. síðastliðinn. Matthildur (en hún gekk ætið undir þvi nafni) fæddist 19. jan. 1891 á Fossi i Staöarsveit. Foreldrar hennar voru Kjartan hreppstjóri Þorkelsson prests Eyjólfssonar að Staðarstað og kona hans Sigriður Kristjánsdóttir, bónda i Arnartungu Þorsteinssonar. Matthildur ólst upp með foreldrum sinum og systkinum, lengst af að Búð- um I Staðarsveit. Hún stundaði nám I Kvennaskólanum i Reykjavik og út- skrifaöist þaðan vorið 1913. Næstu ár var hún simamær hjá Landsimanum, fyrst i Reykjavfk, en sfðan i Vest- mannaeyjum. Þann 25. ágúst 1918 giftist hún Guð- brandi Magnússyni. Þau hjónin fóru i brúökaupsferð tíl útlanda, en áttu heima I Laufási til vors 1919. En þar alfarin til móður sinnar, sem þá var búsett i Reykjavik, en Guðrún bjó þar mest alia ævi sina. Guðrún var faglærð iðnverkakona á karlmannafatasaum, og vann við þá iðn að mestu óslitið frá 20 ára aldri, eða i um það bil hálfa öld. Hún starfaði fyrsthjá Stolzenwald i Vestmannaeyj- um og á Hellu, siðar i Reykjavik hjá Áiafoss h.f., og siðast i 16 ár hjá Fata- verksmiðjunni Gefjun. — 1 Kvenna- skólanum var hún jafnframt húsvörð- ur árin 1945—1953. Guðrún var skarpgreind kona, en hafði ekki tækifæri til að menntast. Dóttur sinni skapaði hún möguleika til menntunar og hvatti hana til að sinna hugðarefni sinu, jarðfræðinni. Guðrún var á yngri árum glæsileg kona og alla tið svipmikil að yfir- bragði. Hún var félagslynd og trygg- lynd að eðlisfari og hörkudugleg til vinnu. — Mikil samheldni er i fjöl- skyldu hennar, og hjálpsemi viö nán- 10 hafði Matthildur átt heima frá þvi hún kom frá Vestmannaeyjum 1917. Með þeim hjónum og Laufásfólki, bömum Þórhallar biskups Bjarnason- ar og f jölskyldna þeirra skapaðist ævi- löng vinátta. Þau hjónin eignuðust fimm börn: Kjartan, er lézt 1952, Hallfriði,gifta I Bandarikjunum, Magnús, flugmann i Reykjavik Sigriði, húsfreyja i Reykja- vik og Helgu, gifta i Bandarikjunum. Arið 1920 urðu merkileg þáttaskil I lifi þeirra Matthildar og Guðbrandar. Aðdragandi þess álit ég að einkuin hafi verið sá, að eftir að fyrri heims- styrjöldinni lauk 1918 og fullveldið var fengið, rikti mikill áhugi fyrir að stofna kaupfélög þar sem þau eigi voru fyrir. Menn voru bjartsýnir á framtið- ina, einkum bændur. Aukin véltækni var á byrjunarstigi. Bilainnflutningur fór vaxandi, þótt þá væri litið um ak- færa vegi. Það var i undirbúningi að leggja járnbraut frá Reykjavik austur I sveitir. Almennur áhugi var fyrir breyttum búnaðarháttum og aukinni ustuog náungann einkenndi Guðrúnu. A fertugsaldri varð Guðrún fyrir þvi áfalli að missa heyrn á öðru eyra, og fór heyrn hennar hrakandi jafnt og þétt siðustu 10 árin. Guðrún hætti störfum árið 1971, að loknum löngum og farsælum starfs- ferli. — Heilsa hennar var þá farin að gefa sig, og átti hún við mikla van- heilsu að striða siðustu æviárin. Hún bjó frá árinu 1969 hjá dóttur sinni og tengdasyni og tveimur barnabörnum sinum, Vilmundi 9 ára og Guðrúnu Láru 7 ára, sem voru bæði eftirlæti ömmusinnar. — Betri umönnun i veik- indum sinum hefði Guðrún hvergi getað fengið en á heimili dóttur sir.nar, og hafði hún oft orð á þvi, hve vel væri við sig gert. Við á Háteigsvegi 38, sem vorum tengd Guðrúnu, þökkum henni góð kynni og vottum ástvinum hennar samúð okkar. Svava Stcfánsdóttir. ræktun. Ný landnámsöld var i sjónmáli. Séra Jakob Ó. Lárusson sóknar- prestur i Holti undir Eyjafjöllum, ásamt nokkrum áhugasömum bænd- um, gekkst fyrir stofnun Kf. Eyfell- inga 1919. Seinna á sama ári var samþykkt að færa út kviar félagsins. Séra Jakob og Guðbrandur voru aldavinir og hugsjónabræður. Guðbrandur var mjög áhugasamur um málefni bænda, ræktun og sam- vinnumál. Hafði verið bóndi i Holti ár- in 1914-17. A þessum tima var hann ekki fastbundinn störfum i Reykjavik. Séra Jakob fékk þvi Guðbrand i lið með sér við stækkun félagsins. Stofn- fundur hins nýja félags var haldinn að Miðey, Austur-Landeyjum 20. nóv. 1919. Stofnendur voru einkum úr lág- sveitum Rangárvallasýslu. Félags- svæöiö frá Þjórsárósum aö Skóga- sandi. Aðalstöðvar þess ákveðnar i Hallgeirsey, en útibú i Þykkvabæ og við Holtsós. Nafn þess varð nú Kf. Hallgeirseyjar. Guðbrandur var ráð- inn kaupfélagsstjóri. Félagið hóf störf I Hallgeirsey vorið 1920 og þá fluttu þau Matthildur og Guðbrandur austur. Guðbrandi kynntist ég fyrst 1918 en Matthildi ekkert að ráði fyrr en íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.