Íslendingaþættir Tímans - 11.10.1975, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 11.10.1975, Blaðsíða 3
grein fyrir þvi ástandi sem á hverjum tima var og er i þjóðmálum okkar, og ekki siður er á ævina leið, er vanda- málin urðu fleiri og torleystari þótt ekki verði hér um það rætt frekar. Sigurjón var Norður-Þingeyingur og fæddur skömmu eftir aldamótin, eða 10. ágiíst 1903. Hann naut þvi þeirra uppeldisáhrifa og bjó við þá háttu sem i æsku hans tiðkuðust og fram á fyrri heimsstyrjaldarárin 1914-1918. Hann þekkti af eigin raun ástand það og at- burði sem aldamótakynslóðin ólst upp við. Hann vissi um þá sjálfsafneitun og erfiðleika,sem hún átti við að glima. Hann kynntist i æsku ungmenna- félögunum og stofnun þeirra eins og þau voru fyrsta áratuginn eftir 1906 og áfram. Siðar komst hann i náin kynni við kaupfélögin, forystumenn þeirra og brautryðjendur, einmitt á þeim ár- um sem þau festu rætur viðast hvar á landinu, en nokkur kaupfélög voru þá biiin að starfa í sumum héruðum all- lengi. A þessum timum litu margir svo á aö með samvinnufélögunum væri vak- in sii hugsjón sem þjóðinni bæri að keppa að til efnalegs og andlegs sjálf- stæðis og það takmark mundi nást með sameinuðu átaki þrátt fyrir hina miklu fjárhagslegu erfiðleika sem berjast þurfti við og heimsstyrjöldin hafði leitt yfir þjóðina alla. Eitt þeirra viðfangsefna sem Sigur- jón unni heitt og lagði fé og fjör sitt til var skógræktin. Hann reisti sér sumarbústað innst við Kollafjörð og græddi þar upp stóran trjálund og blómlegan á jarðvegi sem flestum mun hafa þótt litið álitlegur áður en Sigurjón lagði þar hönd að verki. Að sumrinu bjó hann þar ásamt fjöl- skyldu sinni og þar var hann er hann tók sótt þá er varð banamein hans. A þessum stað mun hann hafa notið sannrar lifsánægju viö að sjá þær breytingar sem á landi hans urðu og voru fyrst og fremst árangur starfs hans sjálfs og fórnarlundar um nokkra áratugi. Síðasta myndin, sem heilbrigð sjón hans hefur að likindum notið og sið- ustu störfin hans hafa verið helguð þessum bletti sem hann hafði fegrað og skreytt. Ég hef þá skoðun að það sem mest hefir mótað hugsun og stefnu Sigur- jóns ævina alla hafi verið áhrifin frá þeim sem næstir honum stóðu fram til fermingaraldurs hans. Kynni hans af ungmennafélögunum og starfi þeirra. Kjörorð félaganra: Islandi allt, hlaut að ná föstum rótum i huga hans. Og i þriðja lagi kynni hans af samvinnu- félögunum og brautryðjendum þeirra. Hann var fjarri þvi að vilja vera „aktaskrifari”. islendingaþættir Kona Sigurjóns, sem lifir mann sinn, er Asa Jóhannesdóttir frá Goddastöð- um i Dölum vestur. Þau áttu fjögur börn, sem öll eru komin af æskuskeiði og hafa eignazt sin eigin heimili. Að sjálfsögðu hefir það haft hin mestu áhrif á allt lifsstarf Sigurjóns að kona hans hefur stutt hann með ráðum og dáð og gert honum heimilið að hvildar- stað þar sem safnað var nýju þreki og áhuga. Ég votta frú Ásu, börnum, tengda- börnum og öðrum vandamönnum inni- legustu samúð, með einlægri ósk um heillarika framtið. jón Ivarsson t Kveðja Enn hefur ein elfa lifs runnið út I hafdjúp hins eilifa tima. Enn einu sinni stöndum vér andspænis hinni eilífu þögn, sem nefnist dauði. Að lifa lengi og verða gamall hefur þann stóra ókost að þurfa að sjá vini sina hverfa og þá, sem manni hefur þótt vænst um. En þetta er alltaf að gerast, einnig fyrir þeim, sem ungir eru og eiga langt lif fyrir höndum. En að missa það sem manni er helgast og dýrmæt- ast, getur verið þyngsta þolraun lifsins. Ég hef átt þvi láni að fagna á langri ævi, að eignast marga einlæga og trausta vini. En engan sannari vin hef ég átt en þann, sem nú er kvaddur. Tryggð hans og staðfesta var sem bjargið, sem bifast ei. Góðvild hans og gæska skein út úr hverju hans orði og athöfn. Hann vildi ávallt vera að hjálpa og gleðja. Þannig maður var Sigurjón Guðmundsson. Ég minnist þess enn er ég kynntist Sigurjóni. Það var á björtum vordegi fyrir rúmum þrátiu árum. Hann kom til min með sina andlegu birtu vors. Við urðum þá þegar vinir, og hefur sú vinátta okkar varað til þessa dags. Og hvenær sem Sigurjón kom, hvort heldur þaö var að vori eða vetri, þá kom hann ávallt með vorið. Einhver vitur maður hefur sagt, að I hinum opnu lófum dauðans séu þær einu gjafir að finna, sem hinn látni gaf af góðvildargnægð sins hjarta. Ég vil trúa þvi, að sannar hugsanir, kær- leiksrik orð, góðvild til orðs og æðis liði ekki undir lok, heldur lifi. Ég vil trúa þvi, að þetta beri eilífan ávöxt i hjörtum ættingja og vina, og i hjörtum kynslóða. Ég vil trúa þvi að göfugt mannlif eins og það birtist I lifi Sigur- jóns, efli og auðgi siðgæðisvitund manna, að minnsta kosti þeirra, sem sliku hafa kynnzt. Og það eru hinir göfugu eðlisþættir mannsins að óska þess, að framtiöin verði fegurri og fyllri af auðlegð ástúðar en liðna tiðin. Hin þögla hugsjón Sigurjóns var að gera gott, bæta mannlifið. A þeim for- sendum var áhugi hans á stjörnmálum reistur. Hann barðist ekki fyrir eigin hagsmunum. Hann baröist til að bæta og fegra. Hann unni lifinu, hann unni náttúrunni og hann unni heimili sinu. Hann var maður arineldsins, hann trúði á helgi heimilislifsins. Og kona hans tók þátt i þessu með honum. Yfir heimili þeirra hvildi friður, fegurð og samræmi. Að njóta gestrisni þeirra hjóna voru stundir, sem gleymast eigi. Sigurjón var hamingjusamur maður I lífi sinu. Hann var alinn upp I fagurri náttúru, þar sem engin var mengun, hvorki I mannlifinu né náttúrunni. Norður-Þingeyjarsýsla, þar sem hann var fæddur og uppalinn, gaf honum i veganesti þá sýn, aö hafa lif og fegurö náttúrunnar ávallt fyrir augum, enda unni hann ætið sinni gömlu sveit. En lifshamingja Sigurjóns var ekki I þvi fólgin að hafa alizt upp á allsnægtum. Allsnægtir nútimans þekktust ekki þá. Fjórtán ára að aldri missti hann föður sinn. Hann dó frá stórum barnahópi og fátæku heimili. Sigurjón og systkini hans urðu fljótt að fara að hugsa um framtið sina sjálf. Með hógværum dugnaði tókst Sigurjóni að komast á Eiðaskóla og ljúka þar námi. Það var afrek fyrir fátækan pilt á mælikvarða þess tima. Þar fékk hann þann undir- búning að komast á samvinnuskólann. Að honum loknum opnaðist honum leið, ekki til þess að verða rikur og voldugur i veraldarinnar augum, held- ur til þess að geta sinnt þörf sinnar sálar til að rækta lif og fegra fyrir sjálfan sig og aðra. Hann sóttist ekki eftir vegtyllum og heiðursmerkjum. Hans sómi var hvernig hann var sjálf- ur. Þegar ég kynntist Sigurjóni fyrst var hann nýkvæntur. En eigi leiö á löngu, unz hann bauð okkur hjónum heim til sin svo viö mættum kynnast konu sinni. Mér var þá strax ljóst, að timinn, sem liðinn er, hefur sannað það, að Sigurjón hafði fundið sér sannan, trúan og tryggan lifsförunaut, sem skildi hann og mat fyrir hans and- legu eiginleika en ekki fyrir þaö, hversu stór og voldugur hann gæti orðið á veraldarvisu. Þar var að finna það, sem kalla mætti samhljóm sálna. Konan hans, hún Ása, hefur aldrei leitazt við að sveigja llfshugsjón mannsins sins inn á kappakstursbraut veraldargæða. Hún skildi hans and- legu þarfir frá fyrstu tið. Og fyrir þvi var heimili þeirra þrungið hlýleik og elsku. Yfir þvi hvildi yndisleiki vors- ins. Sigurjón var staðfastur i hugsjónum 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.