Íslendingaþættir Tímans - 11.10.1975, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 11.10.1975, Blaðsíða 7
Þórunn Björg Jónsdóttir frá Ytri-Kleif Fædd 25. október 1905 Dáin 18. ágúst 1975. dalinn ljúfa i austurátt, — þar átti hún mamma heima. Þegar okkur berst frétt um, að hjarta einhvers ættingja eða vinar sé hætt að slá, snertir það okkur alltaf á sérstakan hátt. Þárunn Björg Jónsdóttir var fædd að Ytri-Kleif i Breiðdal, og var komin fast að sjötugu, þegar kallið kom. Foreldr- ar hennar voru Jón Ámason, bóndi þar, og Rósa Sighvatsdóttir, kona hans, frá Brekkuborg. Er sú ætt fjöl- menn um Breiðdal og Berufjarðar- strönd. Þórunn var ein i hópi sjö syst- kina og yngst þeirra. Þau eru nú öll látin. Þórunn var bráðþroska og gull- falleg ung stúlka, þegar hún fór út i heiminn að leita gæfunnar. Hún var fyrst i vistum á Eskifirði og i Reykja- vik, unz hún giftist Karli Guðmunds- syni, myndskera, frá Þinganesi í Hornafirði árið 1929, og þá stofnuðu þau eigið heimili. Karl var glæsilegur, ungur maður, listamaður i höndunum og söngmaður góður. Hafði hann lært myndskurð hjá Rikarði Jónssyni, en hafði siðar sina eigin vinnustofu. En hjónaband þeirra Þórunnar og Karls varð ekki langvinnt. Hún missti Karl með sviplegum hætti 1950. Það var þungt áfall fyrir Þórunni. Þau eignuðust einn son, örn Þór Karlsson, skrifstofuvélameistara i Reykjavik, sem hefur verið stoð og ánægja móður sinnar hin siðari ár. fjann er kvæntur Soffiu Zophoniasdóttur og eiga þau tvo drengi, Karl Friðjón, heitir sá eldri, en Olfar Snær sá yngri. En lif Þórunnar var ekki alltaf dans eftirlifandi eiginkonu sinni, Gróu Jónsdóttur. Betri og traustari lifsföru- naut held ég að hann hafi ekki getað fundið. Á milli þeirra rikti vinátta, kærleikur og tryggð. Fyrstu hjúskap- arár sin bjuggu þau á Akranesi. Þar vann Ásgeir meðal annars að sjó- mennsku og má geta þess þegar hann var á vélbátnum Sigrúnu AK 71 var báturinn talinn af. Hafði ekki heyrzt til hans i tvo sólarhringa, og var seinna altalað hve sérstakan dugnað Asgeir sýndi i þeim sjávarháska. Siðan sneri hann sér að verzlunarstörfum en grun hef ég um það að sjómannsblóðið hafi alltaf runnið i æðum hans. Árið 1954 fluttust þau hjón suður i Kóþavog og þar vann Asgeir að verzlunarstörfum, fyrst hjá öðrum. En fyrir um það bil 2 árum opnaði hann glæsilega matvöru- búð i nýju húsnæði sem hann byggði. 1 sama húsi voru þau búin að koma sér islendingaþættir upp nýju vistlegu heimili, sem var eins og þau sjálf, hlýtt og öllum opið. Þeim var þriggja barna auðið: Valgerður, sem er gift Ómari Ólafssyni og eiga þau tvo syni, vinna þau nú að rekstri verzlunarinnar. Yngri börnin eru As- laug Dis, 11 ára, og Asgeir Már 8 ára, og eiga þau nú öll um sárt að binda. Ég vil ljúka þessum fátæklegu orð- um minum með þvi að þakka Asgeiri eilifa tryggð og góðvild við mig og mina fjölskyldu. Siðustu mánuðirnir voru honum erfiðir en hann ætlaði ekki að gefast upp, enda stóð hann meðan stætt var. Ég veit, að hann hefur feng- ið góða heimkomu. Gróa min og börn, ég bið algóðan guð að styrkja ykkur öll á þessum erf iðu stundum, en minningin um slikan eiginmann og föður verður ykkur allt- af björt og fögur. S.P. á rósum. Auk ástvinamissis lá hún langar legur á sjúkrahúsum og var hún þar skorin upp oftar en einu sinni. En kjarkur hennar og lifsþróttur var mikill og hún lét veikindin ekki buga sig. Siðustu árin naut hún þeirrar á- nægju að hafa fjölskyldu sina hjá sér i húsinu, og dró það úr einmanaleikan- um. Litlu drengirnir voru henni eins og ljós i lifinu hin siðari ár, enda dvöldu þeir oft hjá ömmu sinni og hafði hún mikla ánægju af þeim. Hún lézt á Landakotsspitala eftir stutta legu þann 18. ágúst s.l. Þetta er i stuttu máli hinn ytri rammi um líf Þórunnar. Hitt er vandasamara að segja innri sögu okk- ar mannanna barna.Bezt er að ganga þar um með varúð, ef allt á að vera satt og rétt. Presturinn lét svo ummælt i kveðju- ræðu sinni, að Þórunn hefði verið i eðli sinu trygglynd og vinföst. Þetta fer saman við þau kynni, sem ég hafði af henni. ,,Það tekur tryggðinni i skóvarp, sem tröllum er ekki vætt.” Þær ljóðlinur áttu við skapgerð Þór- unnar. Oft hef ég notið gestrisni á heimili Þórunnar einkum og er mér ljúft að þakka það. Gestrisni var henni i blóð borin og margir hafa gist á heimili hennar i Sigtúni 37. Þó átti hún oft erf- itt meö að sinna gestum vegna heilsu- brests á siðari árum. En tryggð hennar við vini sina var fölskvalaus og einlæg. Sá, sem eitt sinn hafði öðlazt vináttu hennar átti hana ævilangt. Þetta hygg ég að hafi verið ættararfur. Rósa, móðir hennar, var þekkt fyrir tryggð og ræktarsemi. Þórunn átti alltaf fagurt og smekk- legt heimili. Hún hafði unun af að hafa fagurt umhverfis sig. Það var ánægju- legt að heimsækja hana og rabba við hana um liðna daga. Eru nú senn liðin sjötiu ár,siðan litil ljóshærð stúlka lék sér við bæinn á Ytri-Kleif í skjóli undir brekkunni. Dalnum sinum og þessum bletti unni Þórunn alla ævi. Nú hefur andi hennar kvatt þetta tilverusvið, og við vinir hennar minnumst samverustundanna með hlýhug og óskum henni guðs blessunar i nýju umhverfi. Eirikur Sigurðsson. 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.