Íslendingaþættir Tímans - 11.10.1975, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 11.10.1975, Blaðsíða 6
sláttumaöur, starf sem nú er að hverfa úr sögunni eða heyrir henni öllu heldur til, ötull jarðabötarmaður, fiármaður ágætur, glöggur á skepnur, og laginn með þær að fara. Hélt hann fé sinu mjög til beitar að vetrinum og stóð þá tiðum yfir þvi daglangt, ef með þurfti. Eyddi hann jafnan litlu fóðri, hafði þó fénað allan i ágætu lagi og af honum góðar nytjar. Má af þvi marka glögg- leika hans, natni og ástundun um alla umhirðu búpeningsins. Mikla ánægju hafði hann alla tið af þvi að koma á hestbak, eignaðist að nýju hross i seinni tið, brá sér allajafna á bak þeg- ar tækifæri gafst, heimsótti kannski kunningjana eða fór bara einhvern spöl sér tilyndisauka. Meðan hann var við búskap átti hann jafnan duglega dráttarhesta, sem reyndust honum gagnlegir. ■ Lengst af hefir sjór verið stundaður af Vatnsnesi. Auk þess sem róðrar voru stundaðir frá mörgum bæjum bæði vor og haust, þótti jafnan gott búsilag að skreppa með lóð eða færi fram fyrir landsteinana að sumrinu, þegar timi vannst til, og afla fiskjar i soðið. Það er augljóst að barnmargt heimili þarf mikils við, bæði með fæði ogannað. Guðjón i Saurbæ réðist oft til vor-og haustróðra og dró þannig björg i bú sitt. Hefir sjávarfang lengi hjálp- að Vatnsnesingum vel, þótt nú sé þeim þætti í búskaparsögu þeirra lokið, að minnsta kosti i bili. Einn veturstundaði Guðjón nám við alþýðuskólann á Hvitárbakka, undir stjóm og leiðsögn hins ágæta skóla- manns og alþýðufræðara Sigurðar Þórólfssonar. Þótt skólagangan væri ekki lengri, mun hún hafa komið hon- um að góðum notum, m.a. skrifaði hann mjög vel. Minnugur var hann svo að fátitt má kalla, að minnsta kosti meðal yngra fólks, og sérstaklega var hann minnugur á ártöl, jafnvel dag- setningar. Oft sagði hann frá liðnum atburðum og tilvikum af svo mikilli nákvæmni um timasetningu, að furðu vakti. Hefir vafalaust mikill og marg- háttaður fróðleikur horfið með honum að fullu og öllu, þvi ekki veit ég til að hann færði slikt i letur. Tel ég það mik- inn skaða, þvi þar hefur margt glatazt, sem betur væri geymt til fróðleiks og athugunar á komandi timum. Við félags- eða opinber störf fékkst Guðjón litt, hafði ekki heldur mikinn tfma til sliks frá búi sinu, auk þess sem hann sóttist ekki eftir sliku. Félags- lyndur var hann þó að eðlisfari, hafði gaman af aðspjalla við kunningja sina og tók jafnan þátt i góðum gleðskap, þegar þvi var að skipta. Og alla tið var gestum tekið opnum örmum á heimili hans. Um nokkur ár var hann forða- gæzlumaður i Þverárhreppi, sat um 6 Ásgeir Asgeirsson kaupmaður Hinn 14. júni siðastliðinn andaðist i Landspitalanum Asgeir Asgeirsson kaupmaður, Hjallabrekku 2 i Kópa- vogi, eftirerfiða sjúkdómslegu. Asgeir var fæddur 25.6 1920 á Korssanesi i Ar neshreppi á Ströndum. Hann ólst þar upp hjá foreldrum sinum en þau voru hjónin Valgerður Jónsdóttir og Ásgeir Guömundsson bóndi þar. Þeim varð fjögurra barna auðið og er Ásgeir fyrstur af systkinunum sem kveður þennan heim. Fyrstu árin liðu við leik og störf en snemma fór Asgeir að vinna að heim- ilinu við búskapinn eins og titt var á þeim árum. Ásgeir hvarf burt úr sveit- inni sinni um 1943, en hann gleymdi ekki gömlum vinum sinu,. Alltaf unni hann sveitinni sinni fögru. Fyrir nokkrum árum fóru þau hjónin norður og mikið hafði hann gaman af þeirri ferð, hann sagði við mig að það hefði verið ógleymanlegt að dvelja þar og láta hugann reika aftur til æskudag- anna. Siðastliðið sumar ætlaði Asgeir aftur að heimsækja æskustöðvarnar. Það mun þvi ekki hafa verið sársauka- laust fyrir hann að þurfa að snúa við vegna veikinda sinna þegar hann var kominn langleiðina norður. Asgeir var hvers manns hugljúfi öll- um sem honum kynntust, sérstaklega hjartahlýr og bar alltaf hag annarra fyrir brjósti. Eg kynntist Asgeiri fyrir rúmum 10 árum þegar ég tengdist inn i þessa fjölskyldu. Mér er það minnis- stætt hve þau hjónin tóku mér vel við fyrstu kynni og hefur sú vinátta alltaf haldizt og urðum við Asgeir fljótt góðir vinir. Sérstaklega er mér minnisstætt hve hann var hlýlegur og góður við dætur minar og þegar ég sagði þeim frá andláti hans sagði ein þeirra: Af hverju lætur guð alltaf góða fólkið deyja? 1 einkalifi sinu var Ásgeir gæfumað- ur. Hinn 27. mai 1945 kvæntist hann skeiö i sóknarnefnd, og sizt skal utan fellt að hann átti ekki minnstan þátt i stofnun slysavarnadeildarinnar Vor- boöinn, ásamt þeim Guðmundi hrepp- stjóra á Hlugastöðum og Arna bónda á Gnýstöðum . Er þessi félagsskapur enn við liði, að liðnu 31 ári og vex vonandi þvi meir fiskur um hrygg sem árin liða fleiri. Guðjón lézt að heimili sfnu á Hvammstanga þann 27. júli 1975, eftir tveggja daga legu. Hann var kvaddur af heimabyggð sinni við minningarat- höfn i sóknarkirkjunni, föstudaginn 1. ágúst, og jarðsettur frá Fossvogskap- eliu daginn eftir. Var honum búin hvíla að siðustu á sömu eða svipuðum slóð- um og hann var borinn f þennan heim. Þessi fáu minningarorð eru fátæk- legri og siðbúnari en ég hefði kosið. Hugur minn dvelur við minningar frá bernsku og siðar fullorðinsárum i næsta nágrenni við þau góðu Saur- bæjarhjón. Ég minnistágæts nágrenn- is og margra ánægjustunda frá þess- um árum. Ég get ekki látið hjá liða, þótt seint sé, að þakka veturinn, sem ég dvaldi að mestu á heimili þeirra, við hina beztu aðbúð á allan hátt. Og ég, og við hjónin bæði, þökkum syst- kinunum frá Saurbæ alla alúð þeirra og vinsemd i okkar garð. Við færum svo að lokum öllum börn- um, tengdabörnum, barnabörnum og öðrum aðstandendum Guðjóns frá Saubæ innilegar samúðarkveðjur. Ég veit að hann var öllu sinu fólki um- hyggjusamur, börnum sinum góður faðir og nærgætinn. Góðar minningar eru að leiðarlokum meira virði en allt annað. Guðjón Jósefsson islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.