Íslendingaþættir Tímans - 11.10.1975, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 11.10.1975, Blaðsíða 4
sinum og tryggur 1 lund. Hann hafði sina sannfæringu og sina trú. En hann predikaði ekki. Hann var hógvær og hljóðlátur. Trú hans var fólgin i lotningu fyrir tjáningu lifsins i hinni lifandi náttúru. Trú hans var hljóðlát. Og I hljóðleik hjartans birtist hans andlega reisn. Andleg reisn birtist ávallt I þögn. Aldrei komst maður i nánari snertingu við sál Sigurjóns, hans innra lif en þegar maður gekk með honum um landið, sem hann ræktaði og gerði skógivaxið, þá fannst hversu innilega hann gladdist að sjá lltinn trjásprota verða að hávöxnu tré, sem teygði laufkrónu sina til himins. En Sigurjón hreykti sér ekki af þessu afreki sinu aö græða landið. Hann naut erfiðisins. Hann naut þess vegna þess aö hann var að skapa lif og fegra. Þetta verk veitti honum hljóðláta fullnægju og hvild frá veraldaramstrinu, og andi hans óx upp I andans hæðir eins og trjágróðurinn hans vex og leitar til ljóssins. Sigurjón skildi að náttúra og lif er eitt og hið sama. Og verk það, er hann vann I náttúrunnar riki verður aldrei afmáð. Þar mun andi hans einnig lifa. Eitt sinn las ég þessi orö I gamalli bók: Lærdómur er góður, en hann veitir ekki allt. Maður verður að eignast sanna vizku. Sönn vizka ávinnst eingöngu fyrir iðkun. Iðkaðu þann sannleik, að bróðir þinn sé þú sjálfur. Fetaðu hina háleitu braut rétt- lætisins, og þá muntu skilja, að þótt I sjálfinu felist dauði, þá felst ódauðleiki I vizku allifsins. Þetta skynjaði Sigurjón, þótt aldrei hafi hann lesið þessi orð. Nú hefur hann kvatt. Dánargjöf hans til konu og fjögurra barna og raunar til allra vina hans er andans ljómi göfugmennis. Farðu sæll vinur! Ljós þinnar þöglu vizku mun lýsa lifsbraut mina til hinztu stundar. Farðu sæll! s- Sörenson. t Það gleður augu ibúa þessa stór- brotna, hrjóstruga lands að sjá gróð- urvinjar á stöku stað, og litill kjarr- gróður ber sums staðar skógarnafn. Við Kollafjörð, i suðurhliðum Esjunnar, mætir augum sjón, sem leiðir hugann til fornra sagna um land norður ihafi, skógi vaxið milli fjalls og fjöru. Á nokkuð stóru svæði má sjá hliðar hins sviphreina fjalls skógi klætt. Skógihárra og beinvaxinna trjáa, sem ýmist standa I röðum eða bera villtara svipmót, svipmót sjálfsáinna skóga. Það er þó augljóst af umftverfi öllu, að skógur þessi er ekki leif fomra tíma 4 eða náttúrufyrirbæri, sem torvelt er að skýra. Hérmá glöggt sjá, að óþrjót- andi starf, natni og þolinmæði hefur að verki verið. Maður sá, sem i áratugi hefur af elju ræktað skóg þennan, hét Sigurjón Guð- mundsson, og nú i haust fylgir hann leið laufanna i skógi sinum. Slys skipta sköpum i li'fi manna. Umferðarslys kippir liðlega tvítug- um pilti skyndilega út úr hinu bjarta og iðandi lifi. Hann er nýkominn úr sveit sinni, staldraði stutt við I höfuð- stað heimabyggðar, en er nú I höfuð- stað landsins og fjarri sinum nánustu. Hann liggur sólarhringum saman milli heims og helju, meðvitundarlaus. En vandalausir geta lika verið vinir Iraun. 1 höfuðstað heimabyggðarinnar starfar kaupfélag með blóma. Þar hefur nýlega tekið við stjórn ungur, dugandi maður, litlu eldri en pilturinn sjúki. Hann fylgist með heilsu hins ókunna pilts, en vonir manna um bata eru daufar. Þar kemur, að nauðsynlegt þykir að pilturinn verði sendur utan til lækninga, eigi að verða bata von. Slik ferð er kostnaðarsöm, piltinum og fjöl- skyldu hans ofviða, en skjótt þarf að bregða við. Kaupfélagsstjórinn ungi tekur drengilega ákvörðun. Pilturinn skal utan á minn kostnað, segir hann. Ferðin er undirbúin, en rétt áður en lagt skal af stað, verður þeirra bata- merkja vart, sem menn höfðu hætt að vænta, og ferðin reynist óþörf. Sigurjón Gu'ðmundsson hlaut að eigin sögn nokkurn heilaskaða af slysi þessu, þött þess yrði sá aldrei var, er við hann ræddi. En virðing hans og vinátta I garð Vilhjálms Þór stoð æ siðan, enda þótti Sigurjóni drengskaparbragð þetta jafn mikils virði og um lífgjöf hefði verið að tefla, og þakkarskuld sin aldrei greidd. Eg tel þessa tvo stuttu þætti lýsa Sigurjóni Guðmundssyni vel. Hann var eljusaniur og nákvæmur, honum þótti vænt um vini sina og fjölskyldu. Kynslóðabil er orð, sem mörgum hefur orðið tamt hin siðari ár. Það var er ég vann við fyrirtæki Sigurjóns á menntaskóla- og háskóla- árum, sem ég kynntist honum. Áttum við oft einlægar samræður, og var nær hálfrar aldar aldursmunur ekki fyrirstaða rökræðna og skoðanaskipta. Ég furðaði mig á þvi að maður i æðstu stjórn stjórnmálaflokks skyldi vera svo ómyrkur um gagnrýni á sina eigin flokksmenn, byði sannfæring honum annað viðhorf en flokksins. Einnig mat ég það i stjórnmálastarfi hans, hve laus hann var við að sækjast eftir frama — málefnin voru á oddin- um. Eftir að stefnur stjómmálaflokk- anna urðu likari hver annarri, hygg ég, að þeir sem ábyrgðarstöður flokk- ana skipa, hafi æ meiri persónuleg á- hrif á það, hvaða stjórnmálaflokk menn aðhyllast. Sigurjón Guðmundsson var einn þeirra manna, sem áhrif höfðu á mig i þessa átt. Þar sem hann óskaði að starfa, þótti mér liggja i augum uppi að hverjum manni gæti vel likað. Ég mun sakna þess að Sigurjóns er ekki von á skrifstofu mina framar, en hann leit iðulega til min, þegar hann átti leið i erindum fyrirtækis sins. Ég mun einnig sakna þess að geta ekki rætt við hann um þau áhugamál, sem okkur voru sameiginleg. En von mln er sú, að af lifsstarfi hans og framkomu megum við, sem kynntumst honum, draga nokkurn lærdóm. Verði svo, mun honum vel llka. . Ég votta fjölskyldu hans og vinum innilega samúð mina. Beinvaxin tré i skógarlundi við ræt- ur Esju munu varðveita minningu um góðan mann og starf hans. Leó E. Löve. t A kveðjustund reikar hugurinn aftur I timann og fyllist þakklæti fyrir liðnar samverustundir. En það eru góðar minningar sem geymast frá æskuár- unum, þegar ég var með ykkur Ásu og börnunum á fyrstu árum þeirra, minn- ingar sem geymast en gleymast ei. Það gladdi mig mjög, að ég skyldi hitta ykkur glöð og hress fyrir stuttu siöan i hinum yndislega gróðurreit I Kollafirði, og rifjaðist þar upp timi fyrstu áranna, þegar hönd var lögð á plóginn og framtiðaráformin gerð. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, enda ber Kollafjörður þess merki. Það er góð minning að hafa séð þig þarna i hinzta sinn, glaðan og hressan við þitt fagra minnismerki. Þér, Asa min og börnunum öllum sendi égmi'nar dýpstu samúðarkveðj- ur og veit ég að minningin um góðan eiginmann og föður mun styrkja ykkur ogstyðja. „Æja” islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.