Íslendingaþættir Tímans - 08.05.1976, Qupperneq 10
Karl Valdimar Eiðsson
skipstjóri
Vinur minn Karl Valdimar Eiðsson
skipstjóri og útgerðarma&ur er horf-
inn héðan i blóma lifsins frá konu og
tveimur ungum börnum og öllu þvi,
sem slikir dugnaðar- og athafnamenn
eiga jafnan eftir ógert.
Helfregn þessi barst mér til eyrna er
ég hringdi til systur minnar þann 17.
marz sl. héðan frá Massawa í Eritreu
(Eþiópiu), þarsem ég er nú staddur á-
samt fjölskyldu minni, en hér er ég
með bát þann, sem ég er skipstjóri é, i
slipp. Ekki er auðvelt að trúa slikum
fregnum og sizt af öllu hvarflaði að
mér, er ég átti við hann simtal hress-
an og kátan að vanda heima á Fróni i
byrjun janúar sl., að það yrði okkar
siðasta simtal, en óveður hamlaði þá
þvi, að við gætum hitzt, eins og við
vorum búnir að ætla okkur. Að vanda
vaf Valdimar kátúr og leit björtum
augum á komandi vertið. Hann var
meðal annars að segja mér frá ýmsu,
sem hann var nýbúinn að gera við
bátinn sinn til að auka öryggi, t.d.
kaupa nýjan radar og var bátur hans
mjög vel útbúinn til að mæta átökun-
um á komandi vertíð, þó vist aldrei sé
nóg að gert gegn islenzku óveðri.
Valdi Eiðs, eins og hann jafnan var
kállaður meðal vina og kunningja,
fórst með skipi sinu m/b Hafrúnu frá
Eyrarbakka ásamt allri áhöfn i fár-
viðri við SV-strönd tslands þann 2.
marz sl.
Valdimar var fæddur á Akureyri 5.
júni 1943 og ólst þar upp i stórum syst-
kinahópi oft viö erfiö skilyrði, þvi
fööur sinn missti hann ungur, en móð-
irin vann hörðum höndum til aö koma
öllum barnahópnum upp, enda einstök
dugnaðarmanneskja. Snemma var þvi
farið aö vinna til að létta undir með
móður sinni, fyrst i sveit á hyerju
sumri að Stóra-Dunhaga i HörgáVdal,
en svo lá leiðin á sjóinn og upp frá þvi
var sjórinn hans vettvangur. Kynni
okkar hófust i Barnaskóla Akureyrar,
siöan vorum viö saman fjóra vetur i
Gagnfræðaskólanum á Akureyri og út-
skrifuðumst viö þaöan árið 1960. Einn-
ig vorum við samferöa i Stýrimanna-
skólanum i Rvik. veturínn 1964—1965.
Þann þriðja júni 1958 byrjuðum viö
báðir á sjó rétt um fimmtán ára að
aldri, var það á b/v Norðlendingi ÓF-
4. Þetta var ógleymanlegt sumar og
margs var siðar minnzt frá þessum
bernskutimum okkar á sjónum, bæði i
gamni og alvöru. Valdi varð siðar
meir mjög eftirsóttur i skipsrúm fyrir
dugnað og mjög góða sjómennsku, og
hafði hann orðið mjög góða og fjöl-
breytta reynslu af sjómennsku við ís-
landsstrendur, enda aldrei við annað
unnið frá unga aldri. Jafnan var Valdi
lengi i sama skipsrúmi og með sömu
skipstjórunum ár eftir ár og sýnir það
bezt hve eftirsóttur hann var i skips-
rúm.
Allt nám lá mjög opið fyrir honum
og þurfti hann ákaflega litið fyrir lær-
dómi að hafa, enda mjög vel gefinn
maður. Valdimar var einn af fáum
sem fékk bókaverðlaun úr minningar-
sjóði Páls Jónssonar við slit Stýri-
mannaskóians i Rvik, árið 1965 fyrir
afbragðs námsárangur. Einnig var
hann mjög vel lesinn og viða heima,
einstaka frásagnarlist hafði hann til að
bera og hrein unun að heyra hann
segja sögur af ýmsu, sömu sögur
duttu alveg niðurog uröu harla litlar i
munni annarra.
A árinu 1964 flyzt Valdimar austur
að Eyrarbakka og kvænist þar eftirlif-
andi konu sinni Bryndisi Kjarlansdótt-
ur. Upp frá þvi rær hann mest þaðan á
ýmsum bátum en þó mest með tveim-
ur skipstjórum oft bæði sem mat-
sveinn og stýrimaður i einu, en þó
mest sem stýrimaður eftir aö hann
öðlaðist til þess réttindi.
Ariö 1971 ræðst Valdi ásamt félaga
sinum Ragnari Jónssyni vélstjóra i
það stórvirki að kaupa eigiö skip,
keyptu þeir m/b Hafrúnu AR-28 af
Hraðfrystístöð Eyrarbakka h/f.'m/b
Hafrún var 65 lesta eikarbátur og var
ætið hið mesta happafley, sem ávallt
gekk mjög vel á og vetrarvertiðina
1974 var Valdimar aflakóngur á Eyr-
arbakka. En um haustið 1974 verða
þeir fyrir þvi óhappi aö missa þann bát
i bruna skammt austur af Vestmanna-
eyjum, en allri áhöfn var bjargað af
bát frá Eyjum.
Ekki lagði Valdi Eiös árar i bát við
þetta óhapp heldur ræðst á ný og nú
einn i bátakaup og kaupir m/b Ólaf KB
um 80 lesta stálbát, sem hann siðar
skirir Hafrúnu. Þetta var um áramót-
in 1974—75. Flestum fannst heldur
mikið færzt i fang með þessum kaup-
um, en svona eru jafnan dugnaðar-
menn. Ætið mun ég minnast þess, er
Valdi leiddi mig stoltur um hinn nýja
bát sinn til að sýna mér hitt og þetta
allt frá stefni og aftur i skut, enda
mátti hann vera stoltur. Þetta var
mjög fallegt fley og vel útbúið skip. En
jafnan er stutt á milli skins og skúra
hjá sjómönnum. Á sl. hausti, er ofsa-
veður af SV eyddi skipastól Eyrbekk-
inga, eða svo til, var Valdi svo forsjáll
eða veðurglöggur, að hann sigldi bát
sinum daginn áður út i Þorlákshöfn i
örugga höfn. Þá var m/b Hafrún eini
sjófæri báturinn á Bakkanum, en nú
svo skömmu siðar er allt búið. Geysi-
legt áfall fyrir smápláss, góður bátur
með topp áhöfn og jafnvel að mestu
menn frá Eyrarbakka, dugandi og
góðir sjómenn ásamt vönum og að-
gætnum formanni.
A siðast liðnu hausti flutti fjölskyld-
an i nýtt hús sem þau hjónin höfðu
reist af miklum dugnaði og bjartsýni.
Samveran i þessu glæsilega húsi var
alltof skammvinn, en það mun ætið
verða gott minnismerki um dugnað
Valda, þar sem hann eyddi öllum sin-
um fritima frá annars erfiðu og anna-
sömu starfi. Mikil og góð fjölskyldu-
tengsl voru með okkar fjölskyldum,
ótaldir eru þeir dagar, sem við eydd-
um saman i útilegum á fallegum stöð-
um á okkar landi eða i heimsóknum
hvor hjá öðrum. Jafnan var Valdi
hrókur alls fagnaðar á góðum stund-
um og ógleymanlegur persónuleiki,
sem maður veröur ávallt þakklátur
fyrir aö hafa kynnzt, þó þau yröu alltof
stutt.
Ég læt nú þessum fátæklegu orðum
minum skrifuðum héöan frá Rauða-
hafinu úr um 9000 km fjarlægð senn
Iokiö, enda veit ég að vini minum var
Iitiö gefið um hól og sizt af öllu um
sjálfan sig.
Ég og fjölskylda min sendum Bryn-
disi og börnunum tveim, Kjartani og
Drifu, og öðrum ættingjum okkar inni-
legustu samúðarkveðjur og vonumst
til að þeim megi auðnast styrkur til að
10
íslendingaþættir