Íslendingaþættir Tímans - 21.08.1976, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR
Laugardagur 21. ágúst 1976 — 28. tbl. 9. árg. Nr. 262. TIMANS
Arnfríður Karlsdóttir
Sólbakka á Húsavík
F. 26. jlíni 1905
D. 7. júni 1976
Á öndverðum sólmánuði, þegar vor-
ið og sumarið bera fegursta daga árs-
ins við Skjálfanda saman á lyftum
höndum um sæ og land, og sólvagninn
ekur himinleiöina um lágnættið yfir
Grimsey fyrir Gjögur og Tjörnes,
kvaddi Arnfrlöur á Sólbakka og tók sér
far til betri heims. Með henni hvarf af
sjónarsviði okkar mikilhæf öndvegis-
kona, sem bar birtu á veg allra, er
kynntust henni, og var sinum nánustu
gyðja sjálfrar lifshamingjunnar.
A þessari kveðjustund lauk i senn
bjartri lifssögu og langri þrautasögu,
sem þó endaði við sigurmark. Lifssigri
Arnfriðar á Sólbakka i harðleiknu
sjúkdómsstriði áratugum saman,
auönast aðeins fáu afreksfólki aö ná.
Hún lézt á heimili Ingiriðar dóttur
sinnar á Húsavik nær 71 árs að aldri.
Otförin var gerð frá Húsavikurkirkju
12. júni að viöstöddu fjölmenni.
Arnfriður Karlsdóttir fæddist i
Túnsbergi á Húsavik 26. júni 1905. For-
eldrar hennar voru hjónin Anna Maria
Arnadóttir úr Mývatnssveit og Karl
Einarsson, útgerðarmaður á Húsavik.
Jónas, föðurfaðir Karls, var bróðir
Sigriðar móður Þórhalls Bjarnasonar
biskups.
Anna og Karl i Túnsbergi voru vel
metin myndarhjón. Auk Arnfriöar
voru börn þeirra Þórhallur og
Hansina, sem bæði eru á lifi á Húsa-
vik. Karl I Túnsbergi —■ eins og hann
var ætið nefndur — var annálaöur
gerðarmaður og höfðingi I sjón og
raun, enda setti hann með atgervi sinu
verulegan svip á þennan vaxandi at-
hafnabæ á fyrstu áratugum aldarinnar
og var á efri árum kjörinn heiðurs-
borgari Húsavikur.
Karl byggöi sér fallegt og stórt hús'i
bezta skjólreit bæjarins upp meö
Búðaránni, og þar mótaði húsmóöirin
heimili, sem orð fór af fyrir rausn og
myndarbrag. Systkinin i Túnsbergi ól-
ust þar upp við önn og aga I ástriki og
mótuðust til manndóms.
Arnfriður naut á barnsárum venju-
legs skólanáms þeirra ára, en fór sið-
an á kvennaskólann á Blönduósi um
tvitugsaldur. En 26. júni 1927 giftist
hún Þóri Friðgeirssyni frá Þórodds-
stað, siðar gjaldkera Kaupfl. Þingey-
inga og bókaveröi Bókasafns Þingey-
inga á Húsavík. Fyrsta hjónabandsár-
iöbjuggu þau á Þóroddsstað i Kinn, en
1928 fluttust þau til Húsavikur og sett-
ust fyrst aö i Túnsbergi hjá Karli, en
þá var Anna kona hans látin. Þar voru
þau fimm ár, en keyptu þá húsið Sól-
bakka, sem nú ber númerið 4 við
Höfðaveg. Sólbakki var óvenjulega
myndarlegt og vandað steinhús á
þeirri tið, byggt af Guðmundi Guö-
jónssyni, bilstjóra, sem þá fluttist
brott frá Húsavik. Sólbakki stendur
enn með sama myndarsvip á bakka-
brúninni og hefur með góðri umhyggju
haldið allri reisn sinni og staðizt tim-
ans tönn betur en mörg önnur hús. Þar
hefur heimili þeirra Arnfriðar og Þóris
staöiö fulla fjóra áratugi, og með sanni
mátt kalla það hamingjureit og
rausnargarö, og fór það þó ekki var-
hluta af áföllum lifsins.
Arnfriöur og Þórir eignuðust sex
börn. Tvö þeirra misstu þau. Fyrsta
barnið, stúlka, dó við fæðingu, og
dreng, Friögeir Karl, misstu þau á
öðru ári 1939. Fjórar dætur þeirra eru
á lifi og bera glögg manndómsmerki
ættar sinnar og uppeldis.
Anna Maria.f. 24. okt. 1929, stúdent
frá M.A. 1951, gift Sigurði Sigfússyni,
verkfræðingi, búsett i Reykjavik. Þau
eiga þrjú börn. Anna er óvenjulega vel
ritfær kona og hefur ritað, ort og þýtt
margt, sem athygli hefur vakið.
Kristbjörg Hildur, f. 31. jan. 1933,
stúdent frá M.A. 1952, gift Inga
Kristinssyni skólastjóra i Reykjavik.
Þau eiga þrjú börn.
Ragnheiður Grima, f. 2. júni 1939,
gift Sigurði Friðrikssyni. Þau eru
búsett i Keflavik og eiga tvö börn.
Ingiriður.f. 4. ágúst 1945, gift Aðal-
steini Skarphéöinssyni, húsgagna-
smið. Þau eru búsett á Húsavik og eiga
þrjú börn.
Ég var svo lánsamur, er ég hóf
kennslustörf á Húsavik 1939, að hljóta
húsvist á Sólbakka hjá þeim Arnfriði
og Þóri. Þar kynntist ég heimili, sem
var sannkallaður kastali, ekki aö ytri
virkjum heldur innri gerö. Ég naut þar
ekki aðeins alúðar og frábærrar um-
hyggju, heldur einnig sálufélags við
heilsteypt og gott fólk. Þessi kynni og
síðan skuggalausa vináttu viö Sól-
bakkahjónin hef ég jafnan talið meðal
beztu gjafa á lifsleiðinni.
Arnfriður á Sólbakka var gædd
mörgum hinum beztu eiginleikum.
Hún var frið kona og gjörvuleg, búin
góðum gáfum og styrkri og stilltri
skapgerð. Hún var jafnan glöð og nær-
gætin i öllum samskiptum viö aðra, og