Íslendingaþættir Tímans - 19.01.1978, Síða 9

Íslendingaþættir Tímans - 19.01.1978, Síða 9
hún þessi 9 ára gamla stUlka, sem álengdar stóö? Þaö var fósturdóttir þeirra Hólmfriöar og Friðbjörns og hét Ingibjörg og var Amadóttir. Hún var fædd að Hóli á Upsaströnd 21. dag ágústmánaöar árið 1888. Strax ný- fædda tóku þau Efstakotshjdn hana I fóstur, þvi foreldrar hennar, þau Sigrlður Hallgrimsdóttirog Arni Jóns- son, voru fátæk vinnuhjú á Hóli og gátu ekki haft dótturina hjá sér.Þau Efstakotshjón gerðu engan mun á fósturdótturinni og sinum börnum, og hún leit á þau sem foreldra sina og kallaði þau pabba og mömmu. Alltaf varhenniminningin um fdsturforeldra sina mjög kær, og til marks um þaö má geta þess að tvö barna sinna lét hún bera nöfn, sem tengd eru Efsta- kotsfólkinu, son, sem ber nafn fóstur- foreldranna og dóttur, sem ber nafn fóstursysturinnar Þóreyjar. — Einnig var henni bersnku- og æskuheimili sitt Efstakot mjög hugstætt, og sagði hún — „Heima i Efstakoti” er um þaö heimili var rætt. 1 Efstakoti átti hún heima til 16 eöa 17 ára aldurs, e.n þá varö það hlutskipti hennar að hverfa úr foreldrahúsum og fara að vinna fyrir sér hjá vandalaus- um, en að vissu leyti var hún heppin með vistaskiptin, þvi hún lenti hjá mjög góðu fólki, prestshjónunum aö Tjörn i Svarfaðardal, þeim Kristjáni E. Þórarinssyni og Petrinu Hjörleifs- dóttur. Þessi 9 ára gamla stúlka, sem stödd var i baðstofunni i Efstakoti er Þórey fæddist, varð siðar móðir min. Eins og áður er frá greint var Þórey þriðja barn foreldra sinna. Systur hennar tvær, sem fyrir voru, hétu Kristrún og Petrina, en fimm árum eftir fæðingu Þóreyjar fæddist þeim hjónum sonur, sem hlaut nafnið Sveinn og hefur hann allan sinn aldur átt heima i Efstakoti. Sveinn er smiður góður og hefur lagt gjörva hönd á margt um dagana. Sveinn er valin- kunnursæmdarmaður. Kristrún systir Þóreyjar, mun einnig hafa átt að mestu heima f Efstakoti allan sinn ald- ur og skipaði þar langa tið húsfreyju- sætiö meö heiðri og sóma. Maður hennar var Þorsteinn Antonsson frá Hrisum. Kristrún andaöist áriö 1973 og var þá búinað vera ekkja i nokkur ár. Lifssaga Petrinar er mér ekki vel kunn, en veit þó að hún átti heima á Siglufirði i f jölda ára, en er nú búsett i Reykjavik. Auk barna þeirra hjóna og fósturdóttur, ólu þau einnig upp fóst urson, sem hét Stefán. Var hann sonur Kristins bróður Friðbjörns bónda. Stefán var lengst gjaldkeri viö útibú KEA á Dalvik. Stefán var heiðursmað- ur ihvivetna, en hann er nú látinn fyrir nokkrum árum. Kvæntur var Stefán Þóru Antonsdóttur frá Hrfsum, systur islendingaþættir Þorsteins i Efstakoti. Sonur þeirra Þóru og Stefáns er hinn kunni skip- stjóri Aki Stefánsson, sem lengi hefur verið skipstjóri á togurum útgerðar- félags Akureyrar. 11 Eins og frá er greint hér að framan var móöir min fósturdóttir hjónanna i Efstakoti. Það kom þvi oft I hennar hlut aö annast um litlu fóstursysturina Þóreyju á meöan hún gat ekki séð fót- um sínum forráð, eða á meðan hún var að stiga sin fyrstu skref út i hinn stóra heim. Þórey var ekki nema 7 eða 8 ára gömul er stóra systir hvarf að heiman til að vinna fyrir sér hjá vandalausum. Með söknuði kvöddu þær hvor aöra Þórey og Ingibjörg, og má vera aö tár hafi blikaö i augum beggja á kveðju- stund. En stóra systir kom ööru hvoru iheimsókn heiml Efstakotog var þaö nokkur raunabót. Þórey dvaldist i foreldrahúsum öll sin bernsku- og æskuár. Efstakot var taliö allgott byli á þeirra tima mæli- kvarða. öllum búskap þar var stýrt af hyggindum og stjórnsemi. Friðbjörn I Efstakoti hafði þó nokkurt bú, bæöi kýr og kindur, en einnig stundaði hann eða þeir Efstakotsmenn töluverðan út- veg frá sinni fjöru. Snemma eignaðist hann árabát, sex- æring, og stuðlaði sú eign að bættum efnahag heimilisins en á þeim tima mátti segja að þeim heimilum væri borgið, sem árabát eignuðust. I Efsta- koti var á uppvaxtarárum Þóreyjar yfirleitt til nægur matur, sem var undirstaöan þá, ef fólk átti að lifa sæmilegu lifi. En ekkert fæst án fyrir- hafnar. Hver timi var notaður til hins ýtrasta og fristundir voru þvi fáar. Snemma mun Þórey hafa vanizt á vinnusemi, enda féll henni sjaldan verk úr hendi. Hún mun á sinum bernsku- og æskuárum hafa unnið öll þaustörf, sem til féllu á heimilinu, svo sem i sambandi viö landbúnaö t.d. við heyskap, þvi rakstrarkona var hún með afbrigðum góð. Einnig vann hún talsvert við sjávarútveginn, t.d. við aögeröá fiski o.fl. Ef fristundir gáfust þá voruþærnotaðar vel, t.d. viö leik aö fjörusteinum og með legg og skel. Frá Efstakoti sést vel út á sjóinn, og oft gat verið yndislegt að horfa út á spegilsléttan sjóinn, horfa á þegar árabátum var ýtt úr vör, og knáir sjó- menn reru þeim frá landi og fylgjast með er þeir komu heim aö kveldi knúnir með árum af vöðvaafli hraustra manna, og þá ef til vill hjálp- að til við að setja skip til En oft gat lika sjórinn verið ægilegur á að lita, er hvitfyssandi öldur skullu á brimsorf- inni strönd. Ef svo var ástatt var oft staðið við glugga og skyggnazt út á sjóinn i von um að koma auga á litinn bát I öldurrótinu. Bát, sem bar innan- borðs föður, frænda, bróður, góða vini og kunningja. A meðan þeir, sem f bátnum voru börðust hetjulegri bar- áttu við öldur hafsins, var ótti I augum þeirra, sem á horfðu, en er báturinn hafði náð landi með alla áhöfn heila, þá breyttist óttinn I fögnuö og gleðitár blikuðu á hvarmi. Þetta mun Þórey og hennar fólk oft hafa reynt, eins og svo margir aðrir. A uppvaxtarárum Þóreyjar var lítið um skólagöngu, en þó munu þau Efstakotssystkin hafa notið einhverr- arskólagöngu I bernsku. Ef tilvill hef- ur hugur margra sveina og meyja á þeim árum staöið til meiri mennta en völ var á og mun Þórey hafa verið ein i þeirra hópi. Þórey var hins vegar góö- urnemandií skóla lifsins og hlautfyr- ir það viðurkenningu og lof samferða- fólksins, þvi alla tið var hún forkur dugleg og hh'föi sér lítt við vinnu og auk þess var hún rik af samkennd og velvild til samferðafólksins og beitti þeim eiginleikum óspart. Um tima hleypti Þórey þóheimdraganum og fór i klæðskeranám til Stefáns Jónssonar klæðskera á Akureyri. Er heim kom frá námi þá stundaði hún þessa iðn talsvert og þótti hún einkar lagin viö aö snlða og sauma, einkum karl- mannaföt. Arið 1927 veröa straumhvörf i llfi Þóreyjar, þvi það ár festi hún ráö sitt, sem svo er nefnt, er hún giftist Kristj- áni E. Jónssyni frá Nýjabæ á Dalvlk. Kristján var einu ári eldri en Þórey, fæddur 24. sept. 1896. Foreldrar hans voru hin kunnu dugnaöar og sæmdar hjón Rósa Þorsteinsdóttir og Jón Stefánsson, sem telja má með nokkr- um rétti, aö hafi verið frumbyggjar Böggvisstaðasands, sem nú heitirDal- vlk. Þau hjón keyptu um 1890 litiö hús á Böggvisstaðasandi og hófu þar bú- skap. Jón var smiður og hann byggði fyrsta ibúöarhúsið á Dalvik eða Böggvisstaðasandi, sem reist var nær eingöngu úr timbri og járni, og nefndi Nýjabæ.ÞauÞórey ogKristján keyptu þetta húsog varþaö heimiliþeirra alla tiðá meðan bæði lifðu. Sambúð þeirra hjóna var með ágætum. Kristján maö- ur Þóreyjar var sjómaður að atvinnu og dvaldi þvi oft langdvölum fjarri heimili sinu eins og tftt var um þá, sem stunduðu sjómennsku á fyrri hluta þessarar aldar. Kristján var dugnaðarmaður i hvivetna og góður sjómaður. Var hann þvi mjög eftir- sóttur I skipsrúm og á sínum sjó- mannsferli var hann búinn að vera há- seti, stýrimaður og skipstjóri. En þótt heimilisfaðirinn væri oft víös fjarri, var heimilinu vel borgið 1 höndum 9

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.