Íslendingaþættir Tímans - 19.01.1978, Síða 10

Íslendingaþættir Tímans - 19.01.1978, Síða 10
Kristján Þorsteinsson frá Löndum Fæddur 19. febrúar 1905 Dáinn 19. aprfl 1977 Það er lognkyrr sumarmorgunn, við sölarupprás, við keyrum út Stöövar- fjöröinn. Við erum að fara i róður. Svo langt sem augað eygir stafar sólin geislum sínum á spegilsléttan hafflötinn. Við nálgumst þorpið, hæst ber Sel, Ekru, Hól, Borgargarð. Flestar trillurnar eru rónar, við sjá- um til þeirra út úr fjarðarmynninu,aör- ar eru að leggja úr vör. Landavikin opnast, enginn bátur i vörinni, Kristján er róinn. Við keyrum fyrir Landatanga, við höfum ákveðið að fara út i Brún, þar fengum við hann i gær. Svo langt sem sér, er hafið sem spegill — en hvað er þetta i stefnu framundan? — Svart strik á haffletin- um sem fjöl fljóti. — Þetta er Landa- trillan drekkhlaðin, aðeins hálft borð fyrir,sjó,eraðkoma úr róðri, hún hef- ir tviróiö og er að koma að i annað sinn á sama sólarhring. Litiðferfyrirhásetunum, þeir liggja útaf á þóftunum og láta fara vel um sig i steikjandi sólarhitanum, en for- maðurinn Kristján Þorsteinsson, ligg- ur afturábak við stýrið ofan á fiskkös- inni i skutnum og veifar til okkar um leið og þeir renna fram hjá. Þetta er aðeins ein myndin af mörgum i endur- minningunni, þegar ég nú minnist Kristjáns frænda mins — táknræn fyr- ir lif hans og starf, flest hans mann- dómsár. Eg held að það fari ekki á milli mála, þótt fjarlægðin geri stundum mennina mikla, að Kristján hafi veriö einn með alglæsilegustu ungum mönn- um mönnum I þá tið, er ég man fyrst, og ekki laust viö, að ég liti nokkuð upp Þóreyjar, þvi hún var með afbrigðum mikil húsfreyja og stjórnsöm. Efnahagurþeirra hjóna mun i fyrstu hafa verlð þröngur, en þdtt úr litlu væri aö spila, þá kunni Þórey þá fá- gætu list aö gera mikið Ur litlu. Þórey var alla tið mjög glaövær og léttlynd og allt hugarvil var henni fjarri skapi, þótt við erfiðleika og raunir væri að etja. Alexander Jóhannsson 10 til hans, enda ekki að ástæöulausu, þvi almennt mun hann hafa verið talinn ungum mönnum til fyrirmyndar. Ungur að árum eða 22 ára gamall tók Kristján við formennsku á Landa- bátnum af Sveini Björgólfssyni, orö lögðum dugnaðar- og aflamanni, eftir að hafa róið með honum lengst af allt frá mermingu. Mun það hafa reynzt Kristjáni góöur skóli, þvi jafnan var hann aflahæstur á trillu sina viö Stöövarfjörð, enda stytzt á miðin og formaðurinn sækinn og harðger. Það fór fyrir Kristjáni einsog svo mörgum öðrum, sem gert hafa garö- inn frægan úti á landsbyggðinni, aö hann hlaut að flytjast til Reykjavikur, en hér starfaði hann við afgreiðslu i mörg ár, unz hann kenndi þess sjúk- dóms, sem flestir falla fyrir, en hann gekk móti örlögum sinum af mikilli karlmennsku, þar til yfir lauk. Kristján Þorsteinsson var fæddur 19. febrúar 1905, elzti sonur hjónanna Guölaugar Guttormsdóttur prests að Stöð og Þorsteins Kristjánssonar bónda að Löndum i sömu sveit. Kristján ólst upp i stórum systkina- hópi á fjölmennu heimili við fjölbreytt störf, bæði til sjós og lands, þvi hvort tveggja var, að I Löndum voru beztu skilyrði til útræðis við Stöðvarfjörð og landkostir góðir. Við þessi skilyrði mótaðist Kristján til manndóms. 18 ára gamall fór Kristján á Eiða- skóla, sem þá og enn er aðalmennta- setur Austurlands og lauk þaðan prófi eftir tvo vetur eða 1925, þá tvitugur að aldri, gerðist siðan kennari á Stöðvar- firði veturinn 1925-1926. Og nú er komið að hinni stóru stund i llfihans, það mun enginn hafa láð hon- um, þótt hann iéti ekki úr hömlu drag- ast að ganga að eiga eina alfallegustu stúlku þar um slóðir, Aðalheiði Sigurðardóttur Bergsveinssonar frá Urðarteigi. Á síðasta ári, þann 29. maí, áttu þessi heiðurshjón 50 ár hjúskaparaf- mæli, geri aörir betur, nú á siðustu og verstu timum. Arið eftir að þau giftu sig, Aðalheið- ur og Kristján, veröa þau umskipti, að Sveinn Björgólfsson flytzt inn i Stöðvarþorp og hættir þvi formennsku á Landabátnum. Tekur þá Kristján viö formennsku á bátnum og helgar krafta sina sjónum i samfleytt 30 ár, og var happasæll formaður, eða þar til hann flyzt suður alfarinn. Það er stór kapituli útaf fyrir sig og segir sina sögu, þött mér sé hún litt kunn, þar sem ég fluttist ungur að heiman hingað suður og hef ekki dval- ið þar siðan, en aðrir munu þar betur kunna frá að segja. Arið 1929 byggir Kristján sitt eigið ibúðarhús á sléttri grund undir háum hömrum, nýbýli úr Landatorfunni, myndarlegt og fallegt hús, sem stend- ur enn sem minnisvarði um smekkvisi og dugnað þessara hjóna, þvi jafn- framt þvi sem Kristján var afburða sjómaður og aflasæll skipstjóri, var honum viðbrugðið sem sérstöku snyrtimenni og óviða betur haldið við Ibúðarhúsi eða bát og tilheyrandi sjávarhýsum. Börn þeirra hjóna eru öll á lifi, myndar- og atgervisfólk eins og þau eiga kyn til. Þorsteinn fæddur 1927, kvæntur Guðbjörgu Jónsdóttur úr Reykavik, sölumaður hjá Sveini Egilssyni, Guö- rún, fædd 1929, gift Bent Jörgensen deildarstjóra, Sigurður, fæddur 1931, kvæntur Jónínu Elisdóttur alþingism. frá Þingeyrum, Brynhildur Guðlaug, Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.