Íslendingaþættir Tímans - 19.01.1978, Qupperneq 11
fædd 1932, gift Þórarni Ingimundar-
syni húsasmið frá Eyrarbakka.
Að leiðarlokum, þegar ég nú kveð
þennan frænda minn, votta ég öllum
aðstandendum samúð mina.
Ilalldór Þorsteinson.
t
„Kynslóðir koma, kynslóðir fara
allar sömu ævigöngu.”
1 þessum fleygu og hnitmiðuðu orð-
um birtist skáldinu sem i leiftursýn
lifsskeið mannsins.
Jafnan er það svo, að mann setur
hljóðan i ys og amstri i dagsins önn, er
andlátsfregn vinar berst, enda þótt
vitað væri um skeið að hverju fór og
ekkert kærkomnara en mild hönd
dauðans til að binda enda á langvar-
andi þjáningar. Það er eins og svolltil
áminning til hinna sem er lengra lif
ætlað, um örlög allra. Ósjálfrátt hæg-
ir maður á sér i kapphlaupi hvers-
dagslifsins, i hugann koma djúpt hugs-
uð snjallyrði skáldsins:
,,Að hryggjast og gleðjast
hér um fáa daga,
að heilsast og kveðjast
það er lifsins saga.”
Eitthvað svipað var mér innan-
brjósts, er andlát Kristján Þorsteins-
sonar barst mér til eyrna i lok eins
veðurmildasta vetrar sem komið hef-
ur á Suðurlandi. Ég mun ekki rekja ætt
Kristjáns né uppruna að öðru leyti en
þvi að taka fram, að hann fæddist og ól
allan sinn aldur meðan hann bjó á
Austurlandi á Löndum i Stöðvarfirði,
ættaróðali sinu og að honum stóðu
styrkir stofnar dugandi og kjarnmikils
fólks á Austurlandi.
1 fornum sögum var talin fögur
mannlýsing, ef sagt var um mann, að
hann væri drengur góður. Það myndi
vera á nútiðarmáli traustur maður og
trygglyndur, góðviljaður og greiðvik-
inn og enginn veifiskati, en einmitt
þannig reyndi ég Kristján vera eftir
löng og góð kynni. Mér er minnisstætt
eins og i gær hefði gerzt, er hann bar
fyrst á minn fund, þá nýfluttur búferl-
um til höfuðstaðarins ásamt glæsilegri
eiginkonu sinni, Aðalheiði, úr átt-
högunum eftir langt og giftudrjúgt
starf við sjósókn og búskap til aö tak-
ast á hendur ný störf, enda höfðu börn-
in þegar hleypt heimdraganum. Hann
steig fast og rösklega til jarðar,
svipurinn einarður og frjálsmannleg-
ur, það var friður maður og fönguleg-
ur, sem gekk i hlaðið hjá okkur þar
sem hann hafði kosið að búa. Þannig
kom hann mér fyrir sjónir I 12 ára vin-
samlegu sambýli.
Það er alltaf sárt fyrir skyldmenni
og vini, þegar mönnum er kippt burtu
úr lifinu fyrir aldur fram, það skapast
tóm, sem erfitt er að sætta sig við, en
samt má það vera nokkur huggun og
harmabót, þegar sá látni hefur lokið
gifturiki lifsstarfi, látið gott af sér
leiða, komið upp mannvænlegum
barnahópi og skilað þjóðfélaginu löngu
og miklu starfi. Það er sá bautasteinn,
sem hver maður má vera vel dæmdur
af. Slikum mönnum er gott að hafa
kynnzt á lifsleiðinni og væri betur, ef
Island ætti fleiri slika syni, þá væri
öðruvisi umhorfs i samfélagi okkar og
færri torleyst vandamál við að etja.
Mig grunar, að hugur Kristjáns hafi
staðið til frekari menntunar en
Héraðsskóli Austurlands gat veitt hon-
um, til þess benti greind hans og áhuga
á skáldskap og orðasöfnun sem og lif-
andi áhugi á mörgum menningarmál-
um, en skyldustörf munu hafa komið i
veg fyrir það.
Það var okkur hjónum ávallt til-
hlökkunarefni að sækja heim Kristján
og hans ágætu konu og mæta hlýlegu
viðmóti og sérstakri gestrisni á vist-
legu heimili þeirra hjóna, sem mótað
var a myndarskap, sem húsfreyjan
átti ekki minnstan þátt i.
Að lokum er skylt og ljúft að minnast
þeirra kærleiksriku umönnunar, sem
Kristján átti að mæta i veikindum sin-
um af hálfu Aðalheiðar unz yfir lauk.
Hún stóð við hlið hans alla tið i bliðu og
striðu af mikilli trúmennsku og
myndarbrag.
Um leið og Kristján Þorsteinsson er
kvaddur með þökk fyrir löng og góð
kynni sendum við hjónin eftirlifandi
eiginkonu, börnum og öðrum vanda-
mönnum samúðarkveðju okkar. Það
má vera þeim öllum huggun i söknuði
og sorg að minnast hins mæta dreng-
skaparmanns.
Hermann Guöbrandsson.
t
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlauztu friðinn,
og allt er orðið rótt.
Nú sæll er sigur unninn .
og sólin björt upp runnin
á bak við dinima dauðans nótt.
(V.B.)
Ég sem þessi minningarorð rita hef
fylgzt með hinni löngu baráttu sem
vinur minn Kristján Þorsteinsson
hefur háð á nýliðnum vetri og nú er til
lykta leidd. Ég bjóst við þvi að dauðinn
kæmi langtum fyrr en raun varð á. En
lifsþróttur og lifsvilji lögðust á eitt
gegn ofurvaldi banvæns sjúkdóms
lengi vel. Allt fram til hinztu stundar
talaði Kristján um að komast heim til
sin. Já, nú er hann kominn heim, heim
til hinna eilifu bústaða.
Kynni okkar Kristjáns hófust fyrir
fáum árum. Hann vann þá hjá
Afengis- og tóbaksverzlun rikisins og
hafði gert allt frá þvi að hann brá búi á
Stöðvarfirði. Hann átti heima að Lönd-
um, i þeirri sveit þar sem hann fæddist
og ól aldur sinn allt til fimmtugs-
aldurs. Foreldrar Kristjáns voru
Guðlaug Guttormsdóttir (Vigfússonar
prófasts þar) og Þorsteinn Kristjáns-
son. Kristján ólst upp á Löndum I hópi
fimm systkina. Var hann elztur þeirra.
Nám stundaði Kristján við Alþýðu-
skólann á Eiðum skólaárin 1923-24 og
1924-25. Var þar þá skólastjóri öðling-
urinn Asmundur Guðmundsson siðar
biskup. Mátti segja um Asmund að
hann kæmi öllum til nokkurs þroska.
Kristján var góður námsmaður og
námið þarna þótt ekki væri það lengra
varð honum notadrjúgt. Að skólanámi
loknu tókst Kristján á hendur kennsiu
einn vetur við barnaskólann á
Stöðvarfirði.
Kristján kvæntist ungur árið 1926
eftirlifandi konu sinni Aðalheiði
Sigurðardóttur frá Urðarteigi i Beru-
firði. Reyndist hún manni sinum vel i
löngu hjónabandi og ekki sizt nú undir
lokin. Þeim varð fjögurra barna auðið
sem öll lifa og komizt hafa vel af. Mun
þeirra nánar getið af öðrum en skrifa
eftir Kristján sáluga.
En hvað var það sem mér fannst
einkenna Kristján öðru fremur? Hann
var ljóðelskur, minnugur og unnandi
fróðleiks. Bar bókasafn hans þvi
glöggt vitni. Mér var jafnan mikii
ánægja að heimsækja þau hjón að
Kleppsvegi 118, en þar bjuggu þau
nokkur siðustu árin i vistlegri fbúð.
Alúð þeirra beggja er minnisstæð. Þau
kunnu vel að taka á móti gestum. Já,
það er mikil hamingja að kynnast góðu
fólki.
Hér er kvaddur öðlingsmaður. Það
eru min lokaorð.
Auðunn Bragi Sveinsson
t
1 Löndum sem er yzta byggð i
Stöðvarfirði við f jarðarmynnið
austanvert, er sérkennilega fallegt
byggðarstæði i vel gróinni hvilft undir
skjólriku klettabelti, en i suðaustri
blasir við óravidd hafsins.
A þessum stað fæddist Kristján Þor-
steinsson og ólst þar upp hjá foreldr-
um sinum Guðlaugu Guttormsdóttur
frá Stöð og Þorsteini Kristjánssyni út-
vegsbónda i Löndum.
Frá bernsku kynntist Kristján öllum
islendingaþættir
11