Íslendingaþættir Tímans - 19.01.1978, Blaðsíða 13

Íslendingaþættir Tímans - 19.01.1978, Blaðsíða 13
ist. Segist hann hafa veriö að ferðast um Borgarfjörð og þá hafi bær sá, er heitir Gunnlaugssfaðir i Stafholtstung- um, vakið mjög eftirtekt sina. Mun stiklaö á stóru. Skrifaöi hann orðrétt: ,,Ég fór þar hjá fyrir tuttugu og tveim- ur árum (1911) og virtist mér þá, að hér væri um regulegan kotbæ að ræða. Bæjarhús voru óálitlegir moldarkofar og óvistlegir sem mest mátti vera, að þvi er mér virtist til aö sjá, en innan- húss var mér sagt, aö jafnan hefði ver- iðstakur þrifnaður. Sama var að segja um útihúsin. Ofurlitill túnbleöill var kringum bæjarhúsin, en hann var ekki aöeins li'till heldur lika gryttur og þýfður og á allan hátt mjög óálitleg- ur... NU er bærinn Gunnlaugsstaöir svo breyttur, aö hann er alveg óþekkjan- legur frá þvi sem áöur var. Þar er nú allt öðruvísi umhorfs heldur en var fyrir tuttugu og tveimur árum. Fyrir neðan bæinn er kominn góöur akvegur og inaður verður ekkert var viö forar- fenið, er. ég lentiþar iforðum. Einnig er nú kominn góður akvegur heim aö bænum og moldarkofanir, sem fólkið . bjó i áður eru horfnir, og i þeirra stað er komið mjög laglegt hUs úr stein- steypu, og virtist þar vel frá öllu geng- ið. Fjárhúsin eru lika nýlega byggð, öll I einu lagi, góðan spöl frá bænum og viö þau járnvarin heyhlaöa. Fjós og hesthús, hvort tveggja i einu lagi, er skammt frá bænum. Nýrækt er mikil og falleg og nú er túnið oröið allstórt. Var mér sagt, að engin jörð i þvi ná- grenni iiefði tekið slikum stakkaskipt- um siðustu 5-6 árin....” Þrátt fyrir sérstaklega erfiðar ytri aðstæður, tókst hjónunum að skila af sér sliku dagsverki, aö fágætt mun vera. Lifþeirra erhetjusaga,sem gæti orðiö mörgu nútlmafólki óþrjótandi umhugsunarefni. Þau eru glöggt dæmi um það, hve miklu má til vegar koma, þegar manndómur, óbilandi kjarkur, umhyggja og ráðdeild fylgjast að. Börnin urðu alls sextán. Fjórtán þeirra voru alin upp heima án þess að nokkurn tima væri þegin opinber að- stoð á nokkurn hátt. Tvö voru að nokkru leyti Ifóstriannarsstaöar. Eru systkinin öll enn lifandi. Mun slíkt sjaldgæft, ef ekki einsdæmi á Islandi. Barnalán sitt þakkaöi Jófriöur guði, sjálfri sér ekkert. 1 hógværö sinni og litillæti beygöi hún sig fyrir vilja guös. Einlæg trú reyndist henni traustur förunautur i erfiöri lifsbáráttu og speglaðist frekar i athöfnum en orð- um. Segir sig sjálft, aö oft hefur móöirin átt langan og strangan vinnu- dag við að halda öllum hópnum sinum og öllu innanhúss I hinum lélegu húsa- kynnum jafn snyrtilegu og raun bar vitni. Ekki voru þá þægindi nútimans nema siður væri. Hún kunni að koma ull i fat og mjólk i mat, hver flik unnin heima og marga munna aö fæða. Að- dáunarvert er, hversu vel var meö litil efni farið. Heimilishald allt mun hafa borið vott um hagsýni. Þótt miklu væri afkastaö, var littá henniað sjá. Á gull- brúðkaupsaginn hefði hún getað mælt sig við margar þær konur á likum aldri, sem að ytri sýn áttu við betri kjör að búa. Þó að gestsauganu þætti moldarkofarnir ljótir, bjó þar aldrei óhreinsál. Einmitt þar varð hetjusag- an til. 1 þessum litlu moldarþúfum fæddust börn Jófriðar. Þegar gestinn bar aftur að garöi eftir tuttugu og tveggja ára fjarveru, var afreksverk- inu lokið. Nýbyggð hús og ræktuð tún blöstu við, flest börnin orðin stálpuð, sum fulloröin og drógu björg i bú. A heimilinu rlkti ávallt samheldni, sem engan skugga bar á. Allir voru sem einn maður og lögðu hönd á plóginn, jafnt börn sem fullorðnir. Upp úr fermingaraldri fóru sum börnin aö vinna fyrir sér annars staðar. Er þau fóru ung úr föðurgaröi, fylgdi þeim móðurhugurinn, varö án efa þeirra verndarengill og bezti skjöldur, sú bjarta brynja sem þau varði. Móðirin vakti si'fellt yfir þeim 1 bænum sinum og skildi hjartans þagnarmál. Jófriður var að upplagi harðgerö, baröi aldrei lóminn, ósérhlifin meö eindæmum, ávallt létt I máli, hrein- skilin og djörf. Hispurslaust sagði hún áiit sitt við hvern sem var. Hún var alltaf eins, haggaðist aldrei. Engan hef ég þekkt, sem sýndi meiri snilld og þolinmæði viö uppeldi barna Sagði hún mér oft, að aldrei hafi sér liðið betur en þegar hún sinnti börnum sinum og hugsaði um þau.Börnin áttu hug henn- ar óskiptan. Hún fór aldrei langt, var heima og rækti sin störf af kostgæfni. Ekkert var hennif jærenaö láta berast á og ryðja sjálfri sér braut, öllum hóg- værari. Jón var virkur starfsmaður i safnaðarmálum. Sóknarnefndarfor- maður og meðhjálpari Siðumúlasókn- ar var hann um langt skeið. Gunn- laugsstaðahjónin nutu óskiptra vin- sælda sveitunga sinna og annarra, sem þeim kynntust. Yfir heimilinu hvildi heiðrikja og heyrði ég hjónin aldrei hnýta i nokkurn mann. Var heimilið ætið umvafið kærleik góðra nágranna á alla vegu. Mig brestur orö til að lýsa þeim anda er þar sveif yfir vötnum og svifur enn. Þegar siminn var ekki kominn, var nágranninn heimsótturog náin samskipti mynduð- ust milli heimila. Ekki alls fyrir löngu heyrði ég einn son Jófriðar segja, aö nágrennið þarna hefði verið margfalt meira virði en allt tryggingarkerfið er I dag. Hinn lifsglaði systkinahópur sýndi ætið foreldrum sinum og gamla heimilinu mikla ræktarsemi. Var þvi oft gestkvæmt og glatt á hjalla á Gunnlaugsstööum. Til dæmis má geta þess, aö fyrir mörgum árum létu 6 systkinanna ferma börn sin saman i Siðumúlakirkju og héldu fermingar- veizluna á Gunnlaugsstööum. A einu merkisafmæli foreldra sinna komu systkinin upp aö Gunnlaugsstöðum með giröingarefni og trjáplöntur og hófu skógrækt við túnfótinn. Vex nú fallegur skógarlundur skammt frá bænum. Barn að aldri átti ég þvi láni aö fagna að dvelja þarna í ti'u sumur samfleytt. Fæ ég þaö aldrei fullþakk- að. Hamingjusamara heimili hef ég aldrei kynnzt, sem ekki er undarlegt, þegar á er litið, hve heilsteyptir hús- ráðendur voru. Ögleymanlegar eru þærstundir, er öllsystkinin barnabörn og sveitungar komu saman á Gunn- laugsstööum. Var þá tekið lagið, svo aðundir tók i húsinu og dansaö fram á nótt, þótt baöstofugólfið svignaði. Já, þar var oft samkomustaður fólks, enda óviða betra aö koma, þvi aldrei virtist Jóni og Jófriöi liða betur en inn- an um ungmenni að leik og tóku fullan þátt i glaðværð þeirra. Sumarið 1964 stofnuöu systkinin og fjölskyldur jieirra niöjasamtök. Nú munu afkom- endurnir vera orönir 165 að tölu. Þrátt fyrir háan aldur og langan vinnudag var Jófriði hlift við langvar- andi veikindum. Hún var alla tið hraust, sivinnandi og kvik i hreyfing- um fram á siðustu ár, augun skir og full af lifsþrótti. Minnið gott og haföi hún vakandi auga með öllu, sem fram fór, fylgdist vel með til hinztu stundar. Hafði hún fótavist þar til nú siðla sum- ars, en þá var stutt eftir. Um leið og ég þakka þér, amma islendingaþættir 13

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.