Íslendingaþættir Tímans - 19.01.1978, Blaðsíða 14
Hallveig Jónsdóttir
Hversvegnanúenekki siöar? Hvers,
vegna kveðja ungir og fólk á mann-
dómsreki.en gamlirmenn, litslitnir og
örþreyttir, sem hafa lokið löngu ævi-
starfi, biða árum saman eftir að fá
varpað endanlega öndinni? Vafalaust
er til við þessari spurn læknisfræðileg
skýring.
En það er ekki vist allir láti sér
hana nægja, heldur æski eftir svari,
sem feli i sér lausn á ráðgátunni:
„Hvers vegna er lffiö svona?” — í
minum huga eraðeins einn staöur, þar
sem svariö viö þeirri spurn leynist, og
hann heitir fjarski.Að hitta á hann er
mérum megn,og svo mun um fleiri. —
En það aftrar ekki að spurt sé, hvers
vegna Hallveig JónsdóttÍF hefur kvatt
á hallandi miödegi, einmitt þegar á
liðstyrk hennar var meiri þörf en fyrr.
Hallveig var fædd i ólafsvik 9. októ-
ber 1921. Foreldrar hennar voru hjónin
Lára Helgadóttir og Jón Þorbergur
Jóhannesson. Lára varð fyrir þeirri
sáru sorg að missa son sinn, kornung-
an mann, þegar linuveiðarinn öminn
fórst9.ágúst 1936, og litlu siðar eöa 30.
ágúst lézt bóndi hennar á sóttarsæng.
Eftir voru systumar: Helga, Hallveig
og Björg. Lára virtist bilin þeim eðlis-
kostum að geta tekið miklum hörmum
með karlmennsku og var jafnan hlý og
hýr i viðmóti sem f viðræöu. Ekki
duldist, að margt var llkt meö þeim
mæðgum. Lára Helgadóttir andaöist
13. jUli 1958.
Mörg þekki ég systkinatengsl, en
állka samhygð og var á milli systr-
anna Helgu, Hallveigar og Bjargar
mun fremur fágæt Þær voru fljótar til
aö aðstoða hver aðra, ef öðm fremur
lá meira við, og hirti þá ekki hægri
höndin um, hvað sú vinstri gjörði.
min, af alhug okkar dýrmætu sam-
verustundir, sendi ég og fjölskylda
minkveöju til niðja þinna, sérstaklega
til hjónanna og barnabarnanna á
Gunnlaugsstöðum, sem voru þér svo
hjartfólgin. Heima vildir þú vera og
hvergi annarsstaðar. Viö eigum öll á
bak að sjá ástkærri ættmóöur, sem
öðlaðist sfna lifshamingju i hinum ein-
falda sannleik: að gleyma sjálfri sér
og lifa fyrir aöra. Hún kom öllum til
nokkurs þroska.
Svanfrlður S. óskarsdóttir.
14
Hallveig réðst niu ára gömul sem
barnfóstra tilhjónanna I Hjaröarholti I
Ólafsvlk, Láru Bjarnadóttur og Jóns
Gislasonar. Þar var mikið myndar-
heimili, annálað fyrir látleysi, en jafn-
framt rausn og gestrisni. Engin reynd-
ist það skyndiráðning. Þótt hún full-
tlða hefði orðið fast starf, hvarf hún
ekki þaðan fyrr en samtimis og hún
festi ráð sitt. Enda varð raunin
sú, að Hjarðarholtshjónin litu á hana
sem eitt barna sinna. Hún reyndist
ekki einungis verkfús, væn og við-
mótsþýð húsbændum sinum og börn-
um þeirra, þvi að eigi áttu gamal-
menni, er dvöldu þar á heimilinu, slð-
urhaukihorni, þar sem Hallveig var,
ekki slzt ef eitthvað bjátaði á,
Minnisstætt er frá kvöldum I
Hjarðarholti, ef litiö var inn I svefn-
herbergi barnanna, þar sem Hallveig,
þá um fermingu, var að koma þeim I
ró. Ýmist sagði hún þeim sögur eða
raulaði vísur, en aldrei skyldi bregð-
ast, aö hún heföi ekki samtfmis milli
handa annaðhvort hekl eða prjón.
Árið 1946 lauk Hallveig prófi I ljós-
móðurfræöi og geröist þá samtimis
ljósmóðiráþvisvæði.sem takmarkast
af öndverðarnesi og Búlandshöfða.
Þvi starfi sinnti hún I 15 ár og tók á
móti 400 börnum. Hún reyndist ekki
einungis lagvirk og happasæl ljósmóð-
ir, heldur jafnan sem hugur þess, sem
• hún var aö liösinna, enda dáð af öllum,
sem til hennar þurftu að leita.
Haustið 1960 hringdi til min gamall
skólabróðir úr Kennarskólanum,
Theodór Danielsson úr Hvallátrum á
Breiðafirði, en hann hafði þá lengi ver-
iö kennari norðanlands. Erindi hans
varaðtjá mér, aö eftir því væri leitað
við sig aö gerast skólastjóri i Ólafsvik.
Ég átti reyndar ekki að ráða fyrir
hann, en segja honum mitt álit á þvi,
semi'boðiværi.Þetta máltaldi égmig
ekki þurfa aö ihjuga lengi og réð honum
eindregið að sitja sem fastast kyrr fyr-
ir norðan. En Theodór mun hafa talið
hentast að hafa sama háttinn á og
Ólafur Bergsveinsson, fóstri hans, I
Hvallátrum að fara fyrst og fremst
eftir þvi, sem honum sjálfum byöi I
grun. Skemmst er af þvi að segja, að
hann tók viö stjórn ólafsvikurskóla
haustið 1960 og stýrði honum með
þeirri aðgæzlu og festu, sem honum
var lagin.
Sumum finnst Ennið grimmt og
grettiö I dimmu skammdegisins, en
hversu nálægt þvl það hefur verið, sem
laust saman tveimur tinnum þennan
vetur, veit ég ekki, en vist er, að af
varð svo snarpur og myndarlegur
neisti, aö þjóöhátiöardaginn 1961 gift-
ust þau Hallveig og Theodór. Um
haustið settust þau aöiReykjavIk þar
sem hann varö kennari viö Breiöa-
geröisskóla. — Þau eignuöust eina
dóttur barna, Láru Mariu, fædda siðla
sumars 1962, og sem nú er nemandi I
Kvennaskóla Reykjavikur.
Fár veit á hvaöa stundu mælt er og
sizt aö séð veröi íyrir, til hvers sögð
orð kunna að draga. „Forlögunum
forða má, en fyrir þau komast eigi”.
Vitaskuld fannst mér þetta visubrot
sannast á mér, þegar ég i fyrsta sinn
heimsótti Hallveigu og líieodór á
heimili þeirra i Heiðargeröi. Þar
þurfti enginn aö vera kulvis I varpa,
þvi að bæði höfðu þau lag á að fagna
gestum meö hóglæti og innileik. Nú
kynntist ég Hallveigu sem bústjóra og
leyndist hvorugt, að til þess starfa
hafði hún rika eölishneigö og vega-
nestiö úr Hjarðarhölti varö henni nota-
islendingaþættir