Íslendingaþættir Tímans - 25.08.1978, Page 1

Íslendingaþættir Tímans - 25.08.1978, Page 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR -J .. 4 _.. m Föstudagur 25. ágúst, 1978, — 23 tbl. TIMANS Katrín Maria Magnúsdóttir frá Böðvarsdal Fædd 13. Okt. 1895. Dáin 17. marz 1978. Katrin vinkona min hefur kvatt þetta »f. Löngum og farsælum starfsdegi er 'okiö. Þó hún væri á 83. aldursári, fannst ®ér hún alltaf svo ung. Þaö geröi hennar glaöa og létta lund, ásamt góöu heilsufari. Hún var friö og flnleg kona, kvik og létt I hreyfingum. Katrin var skynsöm kona og vel að sér um marga hluti. Hún var hlédræg og var ekkert fjær skapi en aö 'áta á sér bera, og var sérstaklega orövör. Aldrei heyröi ég hana mæla miöur um ookkra manneskju.Hún var sannur vinur, sem gott var aö treysta. Katrin fæddist 13. okt. 1895 i Böövarsdal * Vopnafiröi, dóttir hjónanna Magnúsar Hannessonar og konu hans Elisabetar 01- Sen frá Klakksvik i Færeyjum. Katrin ólst UPP i Böövarsdal til 16 ára aldurs. Þá r®Öst hún kaupakona aö Grimsstööum á Hólsfjöllum. Tveimur árum siöar, 14. SePt. 1913 giftist hún Ingólfi Kristjánssyni frá Grimsstöðum. Þau byrjuöu búskap á Grimsstöðum en Huttust siöar aö Viöihóli i sömu sveit og hjuggu á þessum tveim bæjum um 36 ára skeiö. Katrin og Ingólfur eignuöust fimmtán börn. Þau eru: Kristjana Hrefna, gift Pálma Jónssyni, húsett á Akureyri. Hörður drukknaöi 1932 sextán ára. Siguröur, bóndi á Smjörhóli i öxarfirði, uáinn 1954, var kvæntur Svövu óladóttur. Haldur, menntaskóiakennari i Reykja- kvæntur Kristinu H. Pétursdóttur, hökaveröi. Hagna Asdís, gift Guöjóni Eymunds- syni rafvirkja i Reykjavik. Magnús, varð úti milli Viöihóls og ngradals, sextán ára. .Stefán Arnbjörn, verkstjóri á Akureyri, ^ffur Auöi Guöjónsdóttur. kórunn Elisabet, hjúkrunarkona, gift rnari Jónssyni matreiöslumanni Reykjavik. Jóhanna Kristveig, gift Matthiasi Jóhannessen, ritstjóra og skáldi. Kristján Höröur, tannlæknir i Reykja- vik, giftur Þorbjörgu Jónsdóttur frá Akureyri. Hanna Sæfriður, gift Braga Axelssyni á Akureyri. Karólina Guöný, gift Steingrimi Sigvaidasyni vélstjóra i Reykjavik. Birna Svava, gift Aðalsteini Vestmann, máiarameistara á Akureyri. Páll, starfsmaður orkustofnunar, giftur Guörúnu Sveinsdóttur, kennara frá Akra- nesi. Hún dó 1971. Magnús, deildarstjóri i Samvinnu- bankanum á Egilsstööum, giftur Helgu Aöalsteinsdóttur. Katrin og Ingólfur fluttu frá Viðihóli aö Kaupangsbakka i Eyjafiröi. Þar andaöist Ingólfur 1954. Eftir andlát Ingólfs fluttist Katrin til Akureyrar með yngstu börnum sinum. Þar hófust kynni okkar, er viö unnum saman. Mér er enn i minni, hvaö þessi fyrstu kynni höföu sterk áhrif á mig. Katrin var sterkur persónuleiki og var gædd rikri sjálfsbjargarviöleitni. Hún kúnni betur við aö vera veitandi en þiggjandi. Þrátt fyrir * hógværö og hlédrægni átti hún gott meö aö samlagast nýju fólki. A Akureyri bjó Katrin til ársins 1962, yngstu synir hennar Magnús og Páll höföu lokiö námi I Menntaskólanum, þá fluttist hún til Reykjavikur og hélt heimili fyrir þessa syni sina meöan þeir stunduöu háskólanám. Auk þess vann hún fullan vinnudag utan heimilis, þar til hún var komin á áttræöisaldur. Siðustu árin bjó hún i ibúð sinni I Heiöargeröi 72. Það var gaman aö heim- sækja hana, enda var hún mjög gestrisin og viöræðugóð. Ekki gleymi ég handavinn- unni hennar, sem prýddi veggi stofunnar I hennar hlýlegu ibúö. Þegar mig bar aö garöi lét hún sér ekki nægja aö styöja á bjöliuhnappinn, heidur kom hún meö faðminn á mióti okkur, mér og ungum syni minum. Þetta kunnum við vel aö meta og þannig munum við hana ávallt. Hún tók að sér heimili Páls sonar sins, er hann missti konu sina áriö 1971 frá ungri dóttur. Var þaö ómetanlegur styrk- ur fyrir þau feöginin aö fá aö hafa hana hjá sér, enda dýrmætt aö hafa börnin I góöum höndum á meðan skyldustörfin eru unnin. Færi betur, aö fleiri slfkar ömmur væru á heimilunum, þá yröi kynslóöabiliö minna. Katrin var elskuö og virt af öllu sinu fólki og aldrei hef ég vitaö meir kær- leika milli móður og barna. Aö lokum sendi ég öllum ættingjum hennar samúöarkveðjur og biö Guö aö styrkja Pál og dótturina ungu, sem ekki einungis hefur misst kæra ömmu, heldur einnig ástrika fósturmóöur. Far þú I friði, friöur Guös þig blessi, haföu þökk fyrir dýrmætar samverustundir. E.S.K. t Hinn 17. marz siöast liðinn andaðist í Reykjavik Katrín Maria Magnúsdóttir, fyrrum húsfreyja á Viðihóli og Grims-

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.