Íslendingaþættir Tímans - 25.08.1978, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 25.08.1978, Blaðsíða 2
stöðum á Fjöllum. Katrin fæddist I Böðvarsdal i Vopnafiröi 13. október 1895, og var því komin á áttugasta og þriðja aldursár, er hiín lézt. Foreldrar Katrinar voru Magniís Hannesson, bóndi i Böðvarsdal, og Elisabet Olsen frá Klækksvik i Færeyjum. Þau Magniís og Elisabet bjuggu i Böövarsdal frá 1895 til 1904, enfluttustþá í Vopnafjarðarkauptún og áttu þar heima eftir það. Þar dó Magnús árið 1919, en Eli'sabet náði háum aldri. Hún var heimilisföst á Hofi I Vopna- ' firði hjá séra Jakobi Einarssyni og Guð- björgu Hjartardóttur mörgsiöustu ár ævi sinnar, og átti þar heima þegar hún and- aðist i ársbyrjun 1944, á áttugasta og þriöja aldursári, en fædd var hún árið 1861. Þegar Katrin Magnúsdóttir var sextán ára gömul, varð hlm kaupakona á Grims- stöðum á Fjöllum. Það var sumariö 1911. Þessi kaupavinna varð henni örlagarlk, þvi að á Grimsstöðum kynntist hún mannsefni sinu, Ingólfi Kristjánssyni Sig- urðssonar bónda á Grimsstöðum, og fyrri konu hans Aldisar Einarsdóttur. Eftir þessa fyrstu veru á Grimsstöðum fór Katrin suöur til Reykjavikur og lærði þarkarlmannafatasaum.Þegarhún hafði veriö þar i tæplega tvö ár, fór hún aftur norður i Grimsstaði árið 1913, og nú varð dvölin á Fjöllunum lengri en hið fyrra sinnið. Hinn 14. september 1913 gengu þau 1 hjónaband, hún og Ingólfur Kristjáns- son, oghófu búskap áhluta úr Grimsstöð- um árið 1914, þar sem þau bjuggu næstu tvöárin.Þáfluttust þau að Viðihóli I sömu sveit.oger nú ekki að orðlengja, að um 36 ára skeið skiptist búseta þeirra hjónanna ámilli þessara tveggja bæja, Viöihóls og Grimsstaða, og þó miklu lengur á Viði- hóli. Þó að Viðihóll sé góö jörð, eru skil- yrði til búskapar þar á ýmsan hátt ólik þvi san er t.d. á Grimsstöðum. Vetrarbeit er þar miklum mun óvissari, en engjar mikl- ar, þótt á hinn bóginn sé engjaheyskapur á Viðihóli fyrirhafnarsamur ogallerfiður. Og ræktunarskilyrði eru þar betri en við- ast hvar annars staðar á Hólsfjöllum. Þeim Katrinu og Ingólfi varð fimmtán barna auðið. Nú eru tólf þeirra á lifi. Þau eru: Kristjana Hrefna, lengi húsfreyja að Pálmholti i Reykjadal, nú búsett á Akur- eyri, Baldur, menntaskólakennari I Reykjavik, Ragna Ásdis, húsfreyja i Reykjavik, Stefán Arnbjörn, verkstjóri á Akureyri, Elisabet, hjúkrunarfræðingur og húsmóð- ir I Reykjavik. Jóhanna Kristveig, (Hanna), hár- greiöslukona, húsmóðir I Reykjavik, Kristján Hörður, tannlæknir i Reykjavik, Hanna Sæfriður, lengi húsfreyja að Asi i Kelduhverfi, nú búsett á Akureyri, Karólina Guðný, ólst upp i Hólaseli, nú húsfreyja I Reykjavik, Birna Svava, húsfreyja á Akureyri, Magnús, umboðsmaður Samvinnutrygg- inga á Egilsstöðum, 2 Páll, starfsmaður Orkustofnunar. Auk þess misstu þau Katrin og Ingólfur tvosonu, Hörð og Magnús, af slysförum, báða sextán ára gamla, og Sigurður sonur, þeirra, sem var bóndi á Smjörhóli i Axarfirði andaðist aðeins 37 ára gamall. — Afkomendur þeirra Ingólfs og Katrinar eru nú orðnir á £uinað hundrað að tölu. Ár ið 1950kvöddu þau Katrin og Ingólfur Hólsfjöllin ogfluttustaöKaupangsbakka I Eyjafirði. Sá bær stendur á bökkum Eyja- fjarðarár, um það bil 5 km fyrir innan Akureyri. Þar áttu þau heima, unz Ingólf- ur andaðist, 9. janúar 1954. Þá brá Katrin búi og fluttisttil Akureyrar, þar sem hún hélt heimili með yngstu börnum sinum. Siðustu sextán ár ævinnar var Katrin búsett i Reykjavik. Þar átti hún jafnan sitt eigið heimili, en létti mjög undir með börnum si'num um lengri eða skemmri tima, eftir þvi sem þörfin var hverju ■ sinni. Auk þess vann hún fullan vinnudag utan heimilis þangað til hún var komin talsvert á áttræðis aldur. Hún undi hag sinum vel, bæði á Akureyri og I Reykja- vik, enda var hún sjálf viðsýn, félagslynd og skemmtileg, og kunni jafnan betur við sig i fjölmenni en fámenni. Sambúð þeirra Katrinar og Ingólfs var meðeindæmum góö. Svo hafa nákunnugir menn sagt, að naumast muni nokkru sinni hafa farið styggðaryrði á milli þeirra hjónanna, þau útkljáðuekki vandamál sin "með þeim hætti. Ingólfur var hinn dag- farsprúðasti maður og hvers manns hug- ljúfi og húsfreyjan kjarkmikil, áræðin, skapföst ogtrygglynd, en jafnframt glað- lynd og félagslynd. Þegar verulega blés á móti hjá henni sjálfri eöa öðrum, sagði hún oft: ,,Þetta hefur vist átt aö fara svona”. Slfkt var æðruleysi hennar og kjarkur. Þó að gott sé undir bú á Hólsfjöllum, þarf enginn aðhalda, að auður hafi veriö I garöi á Víðihóli á þeim árum, þegar fimmtán börn voru að vaxa þar úr grasi,. En ald rei heyrðist sagt á þeim bæ, að ekki væri hægt að gera þetta eða hitt fyrir fá- tæktrar sakir. Börnin voru ævinlega vel og smekklega klædd, og kom þar sér vel hæfni og lærdómur húsfreyjunnar að sauma föt og halda þeim við. — Viðihóll var og er kirkjustaður. Ekki var þar starfandi kirkjukór, heldur sungu þeir sem söngrödd höfðu. Vitanlega var söng- fólkið nákunnugt innbyrðis og kunni að stálla saman krafta sina i þvi starfi sem öðrum. Þar var Katrin á Viöihóli ein styrkasta stoðin. Og hún lét ekki við það sitja að syngja i kirkjunni. Eftir messu var þaðsjálfsagður hlutur, að allir kirkju- gestir, og presturinn auðvitaö lika, stönz- uðu hjá þeim Katrinu og Ingólfi og drykkju þar kaffi. Þar þurfti enginn að biða eftir góðgerðum, þó að húsmóðirin hefði verið teppt við kirkjusöng siðasta klukkutimann. Allt var tilbúiö og stóð á borðinu, þegar komið var úr kirkjunni. Þaö er, ásamt mörgu öðru, tU vitnis um kjark og viðsýni þeirra Viðihólshjóna, Þeir sem skrifa minningar- eða afmælisgreinar í Isiendingaþætti, eru eindregið hvattir til þess að skila vélrituðum handritum, ef mögulegt er hversu ódeig þau voru aö hvetja börn sín til þess að hleypa heimdraganum og leita sér menntunar, þótt þau vissu það bæði, aö brottför barnanna úr foreldra húsum táknaði óhjákvæmilega meira erfiði og dauflegra líf hjá þeim sem heima sátu og héldu búskapnum i horfi. 1 þessu efni var Katrin ekki siöur hvetjandi en bóndi hennar, svo kjarkmikil og úrræöagóð sem hún var i eðU sínu. Katrin Maria Magnúsdóttir hélt andleg- um og likamlegum kröftum sinum til hinztu stundar. Hún fylgdist vel með öllu sem gerðist og naut samvistanna við sem hún umgekkst. Starfsdagur hennar var orðinn bæði langur og farsæll, hún var sátt viö lif», fuUkomlega ánægð og reiðu- búin að kveðja, hvenær sem það kall kæmi, og kveiö ekkert fyrir vistaskiptun- um. Hún trúði þvi staöfastlega, að dauð- inn væri aðeins él eitt.i rauninni einungis vistaskipti og var sannfærð um að eftir sér væri beöiö og að á móti sér yrði tekiö handan landamæranna. SamferðafóUc hennar kveður hana meö virðingu og þökk. íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.