Íslendingaþættir Tímans - 25.08.1978, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 25.08.1978, Blaðsíða 5
Guðjón Armann Skorrastað, Norðfirði F. 21. maf 1886 D. 13. nóv. 1977 Nú þegar Guðjón Ármann á Skorrastað er látinn, og skrifa á um hann stutta minningargrein, þá er vandinn ekki sá, hvaö þar megi vera, heldur hinn hve mik- ið verður ósagt af hrifandi fallegum lífs- ferli. Hann var svo hlaðinn mannkostum, að ekki er ofsagt að hann væri glæsimenni áð allri gerð á öllum aldri. Þó i þessum orðum felist allt það, sem um Guðjón veröur sagt, þá er freistingin svo mikil aö minnast þessa mæta manns, að nokkur atriði úr ævi hans veröa tiltekin. Dugnaður við að vinna hörðum höndum °g trúrækni voru öðru fremur uppistaðan 1 þeim krafti, sem best dugði þjóð vorri til að þola harörétti, sem hnattstaða Jandsins bauð upp á. Misjafnlega hefur þó mönn- úm tekist að finna hin réttu hlutföll. Guð- jóni á Skorrastað tókst, svo til velfarnað- ar leiddi að finna hvern hlut hvor þessara dyggöa skyldi hafa. Þó halda mætti þegar litið var til hins ofurkappsmikla dugnaðar hans viö vinn- una, aö annað hefði þar aldrei komist aö, Þá vita aliir, sem honum voru kunnugir, að svo var ekki. Þaö er rétt mælt, að Guöjón hafi engum Uma til ónýtis eytt. Hann var stórvirkur erfiðisvinnumaöur. Þá hafði hann svo gott *ag á að hvilast á stuttum tíma, aö undrun s®tti, gleðimaður svo mikill aö lengi mun ' minnum haft. Lengi mun hans einnig •úinnst fyrir hina miklu og fallegu söng- rödd. Guöjón kom aö Skorrastaö, barn aö v®r hann kosinn heiöursfélagi Iönaöar- niannafélags Akraness. ingimar var gæfumaöur f einkalifi, átti Böða konu og mannvænleg börn, sem öll elskuöu hann og virtu. Meölngimari Magnússyni er til moldar hniginn heilsteyptur og vandaöur maöur, sön var grandvar f allri breytni svo ekki varð á betra kosið. Honum fylgja yfir ^úööuna miklu kærar kveöjur og þakkir hiargra vina og vandamanna. Dóthildi Jónsdóttur, tengdamóöur Júinni, vil ég votta samúö mina meö þakk- ®tiog viröingufyrir allt gott á liönum ár- Ég óska þess aö ókomnir ævidagar erði henni sem léttbærastir. Is>endingaþættir Ilalldór Jörgensson. aldri, til Jóns Bjarnasonar fööurbróður sins og Mariu konu hans og ólst þar upp. Þá var á heimilinu amma hans, Guðrún frá Viöfiröi. Alls þessa fólks minntist hann af svo miklum hlýhug og viröingu, aö samjöfnuö var varla aö finna. Það kom snemma i ljós að Guðjón var hneigöur til búskapar, enda búhöldur mikill þegar fram i sótti. Hann byrjaöi að hafa skepnur út af fyrir sig löngu áður en almennt geröist og kom þar að, eftir sex ára búsetu i Fannardal, að hann eignaöist Skorrastað á móti fóstra sinum. Þó Guð- jón nyti þessa góöa fósturs, þá var aldrei muliö undir hann, svo segja má aö hann hafi gengiö hinn grýtta veg og aldrei hnot- iö. Eins og aö likum lætur, hlaut hann aö vinna viö bústörf alla ævi, og var oft sem ekki væri hann einhamur viö þau störf. Þeir sem sáu Guöjón bera ljá i gras gleyma þvi aldrei. Ræktunarmaður var Guöjón mikill og haföi áhuga fyrir nýjungum á öllum sviö- um landbúnaðar.Sem dæmi má nefna, aö þegar hann var 85 ára fór hann til Reykja- vikur og keypti eitt glæsilegasta tæki við heyhiröingu.sem komiö hefur, þá nýkom- iö á markaöinn. Um svipaö leyti tók hann sér ferö á hendur, landleiöina, vestur á Firöi. 1 þeirri ferö þótti honum þeim mun meira til koma eftir þvi sem bú- sældarlegra var. Þegar farið var framhjá ólafsdal á vesturleiö þótti honum hliöar dalsins berangurslegar og undraöist hversu Torfa mátti búnast þar meö bændaskólann. í bakaleið fór hann svo heim i Ólafsdal og sagöist ekki heföi viljaö missa af þvi. Mikiö af framkvæmdum þar 1 byggingum og ræktun voru hand- verk Torfa og piita hans og þótti Guöjóni mikib til koma. Þá fór hann margar fleiri ferðir og á annan hátt sögulegar meöan samgöngur voru á frumstigi. Þaö var eitt sinn er hann bjó i Fannardal að hann brá sér til Reykjavikur meö skipi um mánaðamót nóv.-des. Ekki skipaöist svo um feröir heim aftur sem hann haföi ætlaö. Hann tók sér far meö gamla Sterling þegar hálfur mánuöur var til jóla. Skipiö hreppti hiö versta veöur alla leiöina og var út af Noröfiröi á aöfangadagsmorgun. Atti aö fara án viökomu til Eskifjarðar. Guðjón fékk þó skipstjórann til aö skjóta sér inn á Norðfjörö og varö það til þess aö hann komst heim aö Fannardal á aðfangadags- kvöld. Frostaveturinn 1918 feröaöist hann fót- gangandi frá Reykjavík vestur á Snæ- fellsnes og lika austur i Arnessýslu. Guö- jón var fljótur aö búa sig aö heiman og hraus ekki hugur viö löngum dagleiöum. Hér eru ónefndar feröir hans heima i hér- aöi, bæöi fótgangandi og á hestum, þvi hann var hestamaöur i þess orös fyllstu merkingu, og var unun aö sjá hann taka hest til gangs. Mest dálæti haföi Guöjón á fyrsta hestinum, sem hann eignaðist og taldi hann hafa veriö mestan gæöing allra sinna hesta. Sá hét Smyrill. Voriö 1976 veiktist Guöjón hastarlega, þá staddur á Akranesi hjá dóttur sinni. A sjúkrahúsinu þar dreymdi hann aö Smyrill beiö hans meö öllum reiötygjum viö vatnsmikla á. Hugöist Guöjón setjast á bak og riða yfir ána, en hætti við á siöustu stundu. Þennan draum sagöi hann dóttursyni sinum, nú þegar hann lá banaleguna. Ætla má aö Guöjón hafi nú siðast á sjúkrahúsinu I Neskaupstaö beöiö eftir slikum fyrirboöa um hvaö framundan væri. Voriö, sem Guöjón varð niræður var hann sæmdur riddarakrossi hinnar is- lensku fálkaoröu. 17. júnf þaö vor veitti hann henni viötöku I Reykjavik. Hafa orð þeirra heimamanna, sem um þessa orðu- veitingu hafa talað öll fallið á þann veg, aö hann væri vel aö henni kominn. 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.