Íslendingaþættir Tímans - 25.08.1978, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 25.08.1978, Blaðsíða 8
Gunnar Árnason frá Hnaukum, Álftafirði Þa6 má segja, a& örlögin hafi leitt mig undirritaðan snemma til fundar viB Gunnar Arnason. Sá atburöur geröist i ómálga bernsku minni, svo frásögnina hefi ég eftir öörum. Foreldrar hans, Árni bóndi Antoniusson i Hnaukum og Björg Jónsdóttir, tóku mig sjúkan til sin frá barnmörgum foreldrum og á erfiöleikatimum. Skyldi ég dvelja hjá þeim ótiltekinn tima. Mér mun hafa verið stungiö I gráan strigapoka, eftir tilhlýöi- lega innpökkun og bundiö fyrir opiö. A breiöu baki mannsins, fór ég þannig mfna fyrstu ferö út i heiminn, sem aö vfsu var ekki löng i þaö sinn, en samt ævintýraieg og liklegast hefur mér verið um og ó I pok- anum, þvl yfir straumþungt vatnsfall var fariö, sem trúlega hefur látiö illa I eyrum mér, þvi til þess var tekiö og lengi I minn- um haft, hve öskrin I pokanum heföu veriö há og skerandi og hversu þau heföu yfir- gnæft kliöinn I vatninu langan veg. En bóndinn varö aö láta böggulinn liggja um stund viö ána, á me&an hann bar konu sina yfir. Þar sem vatniö I ánni var mikiö og árbotninn stórgrýttur, var ekki æski- legt aö bera bæöi konu og krakka yfir, I einni og sömu ferö. En fóstri minn skildi og haföi á oröi viö mig si&ar, aö þetta heföi Ilka veriö þaö eina, sem ég hefði get- aö gert. Aö öskra. En öskur min voru fús- lega fyrirgefin og I framhaldi af þvi öll önnur ólæti mln á uppvaxtarárum, aö þvl er mig grunar. Árni I Hnaukum var mikill mannkosta- maöur, þó hrjúfur væri á yfirborði sér- staklega viö fyrstu sýn, en Björg var hins vegar hlédræg kona og bllölynd. Sameig- inlega voru þau einstaklega vönduö og góö hjón og ég veit þaö, að börn þeirra öll, erfðu i rlkum mæli hina góðu kosti þeirra. Ég tel þennan fyrsta fardag minn þvi til einstakra heilladaga og þegar komiö var á leiðarenda snaraöi fóstri minn skjótlega frá sér pokanum I hendur yngri syni sln- um Gunnari, sem giápti orölaus og undr- andi á þann einkenniiega iöandi belg, sem þau höföu meöfer&is, og sag&i hranalega: „Hana strákur, reyndu aö nota hendurnar og leysa frá opinu og sjáöu, hvaöa dáti er I þessu, og reyndu svo aö mata hann á lýs- inu I flöskunni þinni, og mundu, aö þú mátt ekki berja ’hann”. Þannig vigöist ég þessari fjölskyldu. Þetta voru fyrstu samfundir okkar 8 Gunnars, sem hér veröur minnst, en vissulega var&sambúö okkar lengri, en til mun hafa veriö ætlast i fyrstu. Orlögin láta ekki aö sér hæöa og afleiðingar atburöa reynast þessvegna oft aðrar, en ráö er fyrir gert. Reyndar minnir mig, að ég hafi einhvern tima heyrt á það minnst aö I fyrstu hafi kærleikar á milii okkar Gunnars ekki verið sérlega miklir. Hann mataöi mig nefnilega af örlæti á lýsi sfnu, sem mér féll ekki alls kostar viö. En svo má þó illu venjast aö gott þyki og a.m.k. læröist mér meö tlmanum aö taka þaö .Jinossgæti” þegjandi og hljóðalaust og vfst dafnaöi ég af þvf, og varð hraustur og sterkari, en menn höföu yfirleitt taliö aö ég myndi verða. t ööru lagi læröist mér smátt og smátt að kalla fósturforeldra mina pabba og mömmu og uppeldissyst- kynin bræöur mlna og systur og ber það gleggstan vott um þaö atlæti, sem ég fékk aö njóta hjá þessu góöa fólki. Og þótt siðar meir ætti ég þess kost, aö snúa til fööur- húsa og mætti sjálfur ráöa þeirri ákvörö- un og þætti vissulega vænt um mina réttu foreldra og systkini, þá sló ég jafnan frá mér ákvörðuninni á diplómatiskan hátt „meö frestun” og vitaskuld I þeim tii- gangi, aö fá aö vera þarna dulitiö lengur. Og eftir aö Gunnar tók við búi föður sins, aö honum iátnum, en þaö var á fermingarári minu, dvaldi ég áfram hjá honum og fóstru minni, eöa þar til ég fór I burtu til náms. Gunnar Árnason var fæddur að Hnauk- um I Geithellahreppi h. 14. júlí 1915 og var þvi tæplega 63ja ára er hann lést, hér á Borgarsjúkrahúsinu f Reykjavik. Siðustu ár haföi hann átt við vanheilsu aö strlöa og orðiö aö þola nokkrar erfiöar sjúk- dómslegur, þótt hann fengi aö fara heim til fjölskyldu sinnar á milli, með stundar- bata. Hann ólst upp I foreldrahúsum, en var nokkur unglingsár sin hjá vina og frændfólki að Flugustööum I sömu sveit, en þar bjuggu þá Ingólfur Arnason frá Markúsarseli, sem er látinn fyrir nokkr- um árum og Stefánla Stefánsdóttir, frá Tunguhllð, Hún býr á Flugustöðum, meö sonum slnum. Hún og Gunnar voru syst- kinabörn og hygg ég aö hann hafi litiö ö hana sem eldri systur og allt Flugustaöa- fólkið var honum mjög kært. Foreldrar Gunnars voru, sem fyrr segir Arni Antoniusson, ættaöur úr sveitinni og Björg Jónsdóttir, frá Krossalandi I Lóni- Hún var m.a. afasystir Stefáns Jónssonar alþingismanns. Onnur börn þeirra hjóna voru þessi: Guöbjörg Hólmfriður, gift Karli Lúð- víkssyni frá Melrakkanesi. Þau búa nú á Steinsstööum viö Ðjúpavog. Kristmund- ur, sem er verkstjóri hjá Oliufélaginú Skeljungi I Reykjavik, en er búsettur f Kópavogi. Kona hans Guöfinna Magnús- dóttir er Iátin. Yngsta bam þeirra Arna og Bjargar hét Kristrún, en hún lést á þrítugsaldri ógift og barnlaus. Þá ólu þau upp tvö fósturbörn, Stefán, frá Starmýri i Álftafiröi, sem þetta ritar- Hann býr I Kópavogi og er kvæntur Mattheu Jónsdóttur listmálara, Margréti Reimarsdóttur, frá Fossárdal I Berufiröi. Hennar maöur er Olafur Halldórsson, stýrimaöur og búa f Hafnar- firöi. Að fööur slnum látnum geröist Gunnar Arnason ráðsmaður móður sinnar, eins og fyrr er getiö og bjuggu þau áfram Hnaukum nokkur ár, I sambýli v" Guðbjörgu og mann hennar. Sföar fluttus þau aö Kambseli í sömu sveit, en þá jöro keyptu þau Karl og Guðbjörg. Þar mun Gunnar hafa verið heiníilisfastur a mestu, á meðan móöir hans liföi. AB henn1 látinni settist hann aö á Ðjúpavogi og fc®*1 þar ráð sitt. Eftirlifandi kona hans ®r Hólmfrl&ur Jónsdóttir frá Meiöavöllum Framhald á 7- sf®u' Tslendingaþaett,r

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.