Íslendingaþættir Tímans - 25.08.1978, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 25.08.1978, Blaðsíða 4
Ingimar Kr. Magnússon Þann 8 ágúst s.l. andaöist á sjúkrahúsi Akraness Ingimar Kristján Magnússon hús asmiöa m eistari. Hann var fæddur aö Eyri i Mjóafiröi i Noröur-lsafjaröarsýslu 20. sept. 1891. Foreldrar hans voru hjónin Steinunn Magnúsdóttir og Magnús Brynjólfsson. Þau hjónin eignuöust 2 syni Ingimar og Steinþór, sem var yngri. Steinþór var mikOl efnismaöur, en lést á besta aldri og var hann bróöur sinum mikUl harmdauöi. Ingimar missti móöur sina þegar hann var barn aö aldri og fór hann þvi aö mestu á mis viö móöurlega umhyggju. Eftir lát hennar óist hann upp á vegum fööur sins og áttu þeir þá heimili aö Arnardal i Noröur-Isafjaröarsýslu. Ingimar fór svo fljótt sem kraftar leyföu i vist til vandalausra til aö vinna fyrir sér, eins og þá var titt. Munu þau ævikjör oft hafa veriö honum þungbær, þvi hann var aö eölisfari tilfinninganæm' ur og viökvæmur i lund. A uppvaxtarár um sinum vandist Ingimar allri algengri vinnu, bæöibústörfum ogsjóróörum, eins og þeir voru stundaöir viö Isafjaröardjúp upp úr aldamótum. Hann var góöur liös- maöur aö hver ju sem hann gekk. Hugöar- efni hans voru þó einkum hverskonar smiöar, þvi allt sllkt lék I höndum hans. Hvert tækifæri, sem gafst notaöi hann til aösmiöa ýmsa hluti og þóttu þeir bera vott um meöfæddan hagleik. Svo var þaö áriö 1912 aö Ingimar fór til Reyjavlkur og geröist nemandi i húsa- smiöi hjá Geiri Pálssyni byggingameist- ara og vann hjá honum sem nemi i 3 ár og siöan i nokkurár aö námiloknu. Siöustu 2 árin sem Ingimar átti heimili I Reykjavik vann hann sjálfstætt viö húsabyggingar. Þann 26. des. 1916 kvæntist Ingimar eftirlifandi eiginkonu sinni Bóthildi Jóns- dóttur. Hún er ættuö úr Borgarfiröi fædd 24. ágúst 1892. Fullyröa má aö þá hafi Ingimar stigiö sitt mesta gæfuspor, þvi Bóthildur er góö og vel gerö kona og hefur hún veriö mannisinum frábær llfsfórunautur i nærri 62 ára sambúö. Þau hjónin Ingimar og Bóthildur hófu sinn búskap i Reykjavik á erfiöum tima og þurfti fólk þá aö leggja hart aö sér tii aösjá sér ogsinum farboröa. En þau voru samhent, hert i skóla lifsins — létu þröng- an efnahag ekki buga sig, og voru þvi bjartsýn og hamingjusöm. Sumariöl922 fluttu þau hjónin búferlum hingaö til Akraness meö 4 börn sin, þaö yngsta á 1. ári. Ariö 1925 fhittu þau hjónin fyrst I eigiö 4 húsnæöi. Þaö ár lauk Ingimar viö aö byggja stórthús, sem hann skýröi Arnar- dal. Þetta hús var heimili fjölskyldunnar á 2. áratug og viö þaö var hún kennd uppfrá þvi. Arnardalur siöar Kirkjubraut 48 var siöan i mörg ár, til ársins 1978 dvalarstaö- ur aldraöra á Akranesi. A heimili þeirra hjóna rikti góöur andi. Þau voru gestrisin og skemmtileg heim aö sækja, var þar mannmargt og gesta- koma mikil. Ingimar var heimiliskær, bar mikla umhyggju fyrir eiginkonu, börnum og öörum vandamönnum, enda mjög velviij- aöur og b-ygglyndur. Fengu margir, sem honum kynntust, aö hjóta gdövilja hans og margs konar fyrir- greiöslu. A Akranesi geröist Ingimar umsvifa- mikill byggingameistari. Hann teiknaöi °g byggöi hér mörg hús, var eftirsóttur og viöurkenndur afbragös smiöur. Hann haföi næmt feguröarskyn og bera verk hans þess glöggan vott. Þó aöalstarf Ingi- mars væri húsabyggingar, smiöaöi hann jafnframt húsgögn og aöra muni þegar timi vannst til. Á öllum smiöisgripum hans er fallegt handbragö. Ingimar var mikill afkastamaöur viö verk, úrræöa- góöur og hugkvæmur, svo segja mátti aö allt léki i höndum hans. Glaöur var hann og ánægöur þegar hann fékkst viö aö leysa vandasöm verkefni. Hann virtist alltaf fljótur aö koma auga á bestu úrræö- in. Ingimar tók marga nema i húsasmiöi og var ég sem þessar linur rita einn þeirra. Hann var nemum sinum um- hyggjusamur og góöur kennari. Var hann fremur félagi þeirraen yfirboöariog þótti þeim öllum vænt um hann og virtu hann mikils. Þau hjónin Ingimar og Bóthildur eign- uöust 7 börn, sem talin eru I aldursröö og eru 5 þeirra á lifi. Steinunn fædd 1917 var búsett á Akranesi dáin 1962, Lilja fædd 1919 búsett á Akranesi. Magnús húsa- smiöur fæddur 1920 til he im ilis aö Miöhús- um i Innri-Akraneshreppi. Bergdis fæd<i 1922 búsett i Kópavogi, Guöjón Sigurgeir fæddur 1923 dáinn 1925. Steinþór Bjarni, bóndi og bifvélavirki, fæddur 1925, búsett- ur aö Miöhúsum i Innri-Akraneshreppi- Guöjón Sigurgeir húsasmiöameistari bú- settur I Borgarnesi. Barnabörnin eru orö- in 28 og barnabarnabörnin 35. Þegar kraftar Ingimars og Bóthildar tóku aö þverra og aldur færöist yfir fóru þau til Liljudóttur sinnar og manns henn- ar Arna Ingimundarsonar sem önnuöust þau og veittu þeim aila umhyggju, svo sem best varö á kosiö. Semeinn af vandamönnum gömlu hjón- annavil égfæraþeim Arnaog Lilju mlnar bestu þakkir fyrir þá umönnun og aö- hlynningu sem þau veittu þeim þegar þau þurftu þess mest meö. Arið 1977 fóru Ingimar og Bóthiidur aö eigin ósk á elliheimiliö Arnardal. Húsiö sem þau byggöu og bjuggu i á blómaskeiöi ævinnar, var aftur oröinn dvalarstaöur þeirra. t febrúar á þessu ári fiuttu þau ú Dvalarheimiliö Höföa hér I bæ, glæsilegt nýtt elUheimili, sem þá var byrjað aö starfrækja, svo sem kunnugt er. Þá var Ingimar farinn aö heilsu og kröftum. Sfö' ustu 2 vikurnar var hann á sjúkrahúsi Akraness og andaöist þar svo sem fyrr er getiö þann 8. þ.m. tæplega 87 ára aö aldri- Ingimar var hár maöur vexti, friöur sýnum, mikiö snyrtimenni og prúöur I allri framgöngu. Hann var dulur aö eölis- fari, en glaöur i góöra vina hópi. Hann var i reynd mjög félagslyndur, en meöfædd hlédrægni hélt aftur af honum á þeim vettvangi. Ariö 1951 stofnuöu iönaöarmenn hér á Akranesi meö sér fagfélag sem var skfrt Iönaöarmannafélag Akraness. Þaö starf- aöi til ársins 1967 en þá var þaö lagt niöur. Ingimar var kosinn fyrsti formaður fá- iagsins ogkom þaöi hanshlutaö stýra þvi fyrstuárin. Hannlétsér alla tiö mjög annt um þennan félagsskap og var boðinn og búinn til aö vinna honum ailt þaö gagn sem hann mátti. Þegar Ingimar varö sextugur áriö 1951 islendingaþættit'

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.