Íslendingaþættir Tímans - 25.11.1978, Side 1

Íslendingaþættir Tímans - 25.11.1978, Side 1
ÍSLEIMDINGAÞÆTTIR Laugardagur 25. nóvember 1978 — 32. tbl. TIMANS Stefán Eggertsson prófastur Fæddur 16. sept. 1919 Dáinn 10. ágúst 1978. A6 morgni 10. ágUsts barst okkur Þing- eyrarhreppsbúum sú fregn, aö þá um nóttina heföi andast á Landspitalanum i Reykjavik sóknarprestur okkur, séra Stefán Eggertsson. Stefán var fæddur og uppalinn á Akur- eyri sonur hjónanna Eggerts Stefánsson- ar heildsala og frú Yrsu Jóhannesdóttur. Stefán varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1940 og guðfræðiprófi frá Háskóla Islands lauk hann 1944, hélt hann þá utan til frekara náms i guöfræðum, og lagði stund á helgisiðafræði og kenni- mannlega guðfræði i Englandi og Dan- mörku, og siöan hélt hann til Uppsala þar sem hann kynnti sér ýmislegt varðandi byggingu og búnað kirkna. Um tima var Stefa'n settur sóknarprest- ur i Staðarhraunsprestakalli á Mýrum, en árið 1950 varhonum veitt Sandaprestakall i Dýrafirði með aðsetri á Þingeyri. Þegar eftir komuna til Þingeyrar hóf Stefán virka þátttöku i félagsstarfi. Sat hann i mörg ár þing og héraðsmálafundi Vestur-lsafjarðarsýslu, var i stjórn Prestafélags Vestfjaröa, prófastur Vestur-ísafjarðarsýsluum skeiðog nií hin siðustu ár prófastur i Vestf jarðaumdæmi. Auk þeirra starfa sem nú hafa verið nefnd gegndi séra Stefán og fjölmörgum trun- aðarstörfum hérá Þingeyri. Má þar m.a. nefna setu hans i skólanefnd um 25 ár og þá lengst af sem formaöur,hannátti sæti i barnaverndarnefnd, sýslunefnd, og ýms- um öðrum nefndum og ráðum, i stjórn Kaupfélags Dýrfirðinga átti hann sæti i mörg ár. En þrátt fyrir það, að Stefán gegndi þannig fjölmörgum störfum sam- kvæmt borgaralegri skyldukvöö, þá gafst honum samt timi til að vinna að sinum sérstöku áhugamálum, sem þó voru þess eölis að þau snertu okkur ibúa þessa byggðalags, mjög mikiö. Er þar fyrst að nefna afskipti hans af björgunar- og sysavarnarmálum og siðan hið mikla og óeigingjarna starf varðandi það að tryggja á sem allra bestan hátt samgöng- ur við Þingeyri með flugvélum. Hætt er við að ekki nyti hér á Þingeyri nú 1100 metra langrar flugbrautar, ef Stefáns hefði ekki notið viö, þvi það vita allir sem honum kynntust, að þau vérk sem hann tók að sér voru i öruggum höndum, og engin hætta á að hlaupið yrði frá þó á móti blési. Að siðustu vil ég svo lltillega drepa á starf Stefáns að loftskeytamálum, en þau störf tengdust mjög áhuga hans á slysa- varnamálum. 1 gegnum hinar ýmsu tal- stöðvar og fjarskiptatæki, sem hann hafði á heimili sinu, fylgdist hann með vest- firska flotanum á hinum hættusömu miö- um jafnt nótt sem dag, og ég veit að ég mæli fyrir munn allra sjómanna á Vest- fjöröum, er ég færi honum þakkir fyrir þau störf. Að lokum við ég svo fýrir hönd okkar sóknarbarna séra Stefáns þakka honum hin fjölmörgu störf, sem hann vann fyrir byggðarlag okkar á þeim liölega 27 árum, sem hann þjónaði hér sem sóknarprestur. Eftirlifandi konu hans Guörúnu Sigurö- ardóttur frá Vogi á Mýrum, og börnum hans, tengdasyni og barnabarni færi ég minar og okkar alira sóknarbarna hans I Þingeyrarsókn innilegar samúðarkveðj- ur. Guö veröi með ykkur um ókomna tima. Þórður Jónsson, oddviti, Múla. t Sr. Stefán Eggertsson prófastur tsa- fjarðarprófastsdæmiandaöist i Lands- spitalanum i Reykjavik 10. ágúst s.l. Hann var fæddur á Akureyri 16. september 1919, sonur Eggerts verslunar- manns, Stefánssonar prests á Þórodds- staö, Jónssonar prests á Mælifelli, en hann var sonur Sveins læknis Pálssónar. Móöir sr. Stefáns á Þóroddsstað var Hólmfrfður dóttir sr. Jóns Þorsteinssonar sem Reykjahliöarætt er frá komin, en kona hans og amma sr. Stefáns Eggerts- sonanvar Anna Ingibjörg, dóttir Kristjáns Jóhannessonar á Núpum, en hann var bróðir Sigurjóns á Laxamýri og er mörgum kunnur vegna kvæðis þess er Guðmundur á Sandi orti eftir hann. Kona Eggerts Stefá'nssonar og móðir sr. Stefáns Eggertssonar var Yrsa dóttir Jóhannesar Hansen kaupmanns I Reykja- vik. Stefán Eggertsson tók stúdentspróf á Akureyri 1940 og embættispróf i guöfriæði við háskóla Islands 1944. Hann var settur prestur i Staðarhraunsprestakalli strax aðnámi loknu. Þvi þjónaði hann I 6 ár en var þó dr júgan hluta úr ári erlendis við framhaldsnám og lagði þá stund á helgi- siðafræði og kennimannlega guðfræði I Lundúnum, en kynnti sér einnig byggingu og búnað kirkna. Sr. Stefán kvæntist 29. mai 1950 og er kona hans Guðrún Siguröardóttir, bónda I Vogi á Mýrum Einarssonar. En það sama

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.