Íslendingaþættir Tímans - 25.11.1978, Síða 8

Íslendingaþættir Tímans - 25.11.1978, Síða 8
Þorbjörg Teitsdóttir ,,A snöggu augabragBi af skoriB verBur fljótt, lit og blöB niBur lagBi, llf mannlegt endar skjótt.” Þessi orB úr sálmi Hallgrims Péturssonar komu mér í hug, þegar ég frétti aB kær öldruB vinkona min væri látin, svo snöggt og óvænt var hún kölluö af þessum heimi 24. júli siBastliB- inn. Þorbjörg Teitsdóttir, var fædd aB LambleiksstöBum á Mýrum 29. ágúst, 1889. Foreldrar hennar voru hjónin Sigriöur ÞórBardóttir bónda i Flatey Arnasonar og Teitur Gislason bónda i Slindurholti Teits- sonar. Systkini Þorbjargar er náBu fullorBins- aldri voru GIsli verkamaöur á Höfn, látinn. Margrét húsfreyja i Veisu I Fnjóskadal, látin. ÞórBur lést á besta aldri og GuBný húsfreyja á öngulsstööum i EyjafirBi, sem nú ein lifir af þessum systkinum. Björg en svo var hUn kölluB af okkur sem þekktum hana best, fór frá foreldrum sinum á Lambleiksstööum áöur en hún haföi náö fermingaraldri aö Flatey til GuBrúnar SigurBardóttur og Jóns Jónssonar, mætra hjóna sem þar bjuggu þá og lengi siöan, frá þeim fermdist hún og dvaldi þar einhver ár eftir fermingu. SIBan lá leiöin austur aB Dilksnesi til Lovisu Eymundsdóttur og Björns Jóns- sonar, hjá þeim var hún vinnukona um tima og slöar i Bjarnanesi hjá Kristinu Jónsdóttur og séra Benedikt Eyjólfssyni. AriB 1913 verBa þáttaskil i llfi Bjargar þá kynnist hún manninum, sem átti eftir aB veröa Ufsförunautur hennar I hálfan sjötta tug ára. Var þaB SigurBur Gislason á VagnsstöBum i SuBursveit, hann var sonur hjónanna þar Halldóru SkarphéB- insdótturog Gisla SigurBssonar. Voru þau gefin saman f hjónaband 24. júnl 1914. A VagnsstöBum bjuggu þau I sambýli viö foreldra SigurBar til 1918 aö þau flytja aB Króki I Borgarhöfn. Þarbjuggu þau til vors 1948, en þá fluttu þauaBGamlagarBii Borgarhöfn meö son- um sinum, Ragnari og Skafta, þar áttu þau hjón heimili æ siban, meöan lif entist. A Vagnsstööum fæddust tvö elstu börn Bjargar og SigurBar, Benedikt Kristinn Gunnar smiöur og bóndi I Króki kvæntur Sigurlaugu Kristjánsdóttur frá Einholti, eru synir þeirra fjórir og Hulda gift Hermanni Eyjólfssyni Höfn, börn þeirra eru fimm. Eftir aö Björg og SigurBur fluttust aö Króki eignuöust þau fjögur börn, SigrÍBi búsetta i Reykjavik, maöur hennar var Ólafur Hallbjörnsson prentari, hann er látinn. Börnþeirra erufjögur, Gisli Ragn- ar lést ungbarn, Gisli Ragnar bóndi I Gamlagaröi ókvæntur og Skafti Þór sem lést 1956. Sigþór Hermannsson, dótturson- ur þeirrahjóna, dvaldist mikiB hjá þeim á sinum uppvaxtarárum. Björg var I meöallagi há, grannvaxin og mjög snör I hreyfingum alla tiö. Hún var viö góöa heilsu alla ævi, enda kom þaö sér vel, þar sem Skafti sonur hennar var heilsulltill frá frumbernsku og átti viB erfiö veikindi aB striBa siöari hluta sinnar stuttu ævi, en hann var jarösettur á tuttugasta og sjötta afmælisdegi sinum. Lengst af dvaldist hann heima og naut umönnunar móöur sinnar. Siguröur maöur Bjargar lést 16. september 1968 var hann lengi búinn aö liggja rúmfastur, en hún veitti honum frábæra aöhlynningu þótt öldruB væri orB- in. Nú þegar Björg er horfin okkar jarB- nesku sjónum er margs aö minnast og ótal margt aö þakka. Ég minnist hennar og hennar heimilis allt frá minum bernskudögum, maöurinn hennar var fööurbróöir minn, samgangur var mikill milli Króks og VagnsstaBa. HaustiB 1935 gekk kighóstafaraldur hér i sveit og barst aö Vagnsstööum, GuBný ValgerBur systir min fæddist þá i októben tók Björg hana til sin og annaöist hana meö ágætum um tiu vikna skeiö. Móöir min minntist þess oft hversu Björg og dætur hennar Hulda og SigriBur hefBu hver fyrir sig veriö fljótar aB koma aö Vagnsstööum sér til aöstoöar, ef þaer höföu hugmynd um aö hún þyrfti hjálpar viB. BjiH-g haföi ekki alltaf úr miklu aö miöla á sinum fyrri búskaparárum, frem- ur en flestir aörir á þeim tfmum, en hún var nægjusöm og glöö og ávallt mjög gestrisin. AB Gamlagaröi kom ég nokkrum dög- um áöur en hún dó, var hún þá sem alltaf áöur straxmeB hugann viö aö koma kaffi og kökum á boröiö, enda var hún hress og óbuguBandlega.ensjónog heyrn var tek- in aB sljóvgast. ÞaB er mikil hamingja hverju foreldri þegar aldurinn færist yfir aö vera sam- vistum viB börn sin. Björg var þeirrar miklu gæfu aönjót- andi aö dveljast meB Ragnari syni sfnum, sem ætlö sýndi henni kærleiksrika hlýju og umhyggjusemi svo sem best má telj- ast, enda mat hún hann mikils aö veröleikum. Björgsýndi mér ætiB mikinn kærleika og nú aö leiöarlokum hér megin grafar þakka ég af hjarta alla vináttu hennar og velgjöröir mér til handa og biö sál hennar allrar blessunar á nýjum leiB- um. Halldóra G unnarsdóttir. 8 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.