Íslendingaþættir Tímans - 03.11.1979, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 03.11.1979, Blaðsíða 8
60ára Sólveig L. Eyjólfsdóttir í Hlið v Hún heitir fullu nafni Sólveig Laufey Eyjólfsdóttir afmælisbarniö okkar i dag. Fædd á Akranesi 31. okt. 1918 og varö þvi 60 ára 31. okt. 1978. Einkadóttir hjónanna Eyjólfs Búasonar og Margrétar Olafs- dóttur. Þau heiöurshjón misstu 2 syni unga aö árum. 1 daglegu tali gengur afmælisbarniö undir nafninu Veiga á meöal vina og ættingja.þvl nafni mun bregöa fyrir ööru hvoru I þessu spjalli. Veiga er af góöu bergi brotin, foreldrarnir voru bæöi af borgfirskum ættum, búhöldar góöir og hinar bestu manneskjur I allri viö- kynningu. Þau eru bæöi látin, blessuö sé þeirra minning. Veiga átti ekki langt aö sækja bú- hneigðina. Ættleggurinn var I sveitunum alinn, margt gott búfólk, hún uppalin viö bústörfin frá blautu barnsbeini, lengst á Melaleiti í Melasveit á myndarbúi foreldra sinna. Þaöan fer hún beint I sinn eigin búskap meö sinum llfsförunaut Jóni Bjarnasyni Dýrfiröingi aö ætt og upruna. Þau bjuggu eitt ár á Iöunnarstööum i Lundareykjadal 1943-44 en keyptu þá Vestra-Miöfell í Hvalfjaröarstrandar- hrepp I fálagi viö bróður Jón, Sigurlaug Bjarnason. Ariö 1953 flytja þau svo I nýbýli sitt byggt úr Vestra-Miöfellslandi sem þau nefna Hliö og þar hafa þau búiö siöan. Jón og Veiga hafa búiö snotru búi I Hliö og búnast vel. Þar hafa hyggindi veriö höfö meö i ráöum, öll umgengni til fyrir- myndar. Eins og aö llkum lætur er þaö þeirra verk allt sem mannvirki geta talist á þessari jörö. Þarna þarf ekki vitnanna viö þvi aö mannvirkin blasa viö augum vegfarenda, sem þjóöveginn fara. Snyrti- leg hús byggö úr steinsteypu, máluö og staöarlegt heim aö líta, faliegar tún- sléttur liggja til ýmissa átta, miklar giröingar, allt mýrlendi jaröanna fram- ræst og endurbætt. Þetta gildir fyrir allt Vestra-Miöfellsland hiö forna þvi nú er allt upphaflega Vestra-Miðfellsland undir Hliö og eign ábúenda. A þessum bæ hefur oft verið vel unniö og í miklum framkvæmdum staöiö. Þarna reisti ungt fólk nýtt býli af grunni meö brjóstiö full af fyrirheitum og góöri trú á framtiöina, fólk sem trúöi á Is- lenskan landbúnaö, á þá orku og gróöur- mátt sem islensk mold býr yfir. Þessu fólki hefur oröiö aö ósk sinni, þaö er búiö aö sjá æskudraumana rætast. Mikiö starf liggur I góöum mannvirkjum sem þau skila komandi kynslóöum. Þau skila þjóö sinni meiru: Þau eiga og ólu upp 5 mann- vænleg börn, gæöafólk eins og þau eru sjálf. Börnin hafa erft gáfur, þrek og manndóm, þaö vitum viö sem til 8 þekkjum. Getur nokkur öölast betri arö, meiri hamingju, átt nokkurt traustara llfsankeri, þegar degi fer aö hall^ friöur og ró færist yfir farinn veg og gegniö er I mót kyrrlátu kvöldi eftir strangan vinnudag llfsins, ég held tæpast. Þetta heiöursfólk hefur búiö okkur næst allra granna I 25 ár samfleytt. A þetta sambýli hefur aldrei boriö skugga. Þetta eru góöir grannar, vandaö fólk til orös og æöis, vingjarnlegt 1 viömóti og framúr- skarandi hjálplegt og greiövikiö. Jón er oft búinn aö koma óbeöinn til okkar og fleiri með verkfæri I hendi til aö veita hjálp, þegar staöið hefur veriö I byggingum og ööru sllku. Hann er maöur verklaginn og hugulsamur og snillingur aö Hkna sjúkum dýrum. Þær eru ófáar feröirnar sem þessi maður er búinn aö fara á ýmsa staöi hér um sveitir. Hann á inni góöa þökk frá okkur öllum, hjálp- semina munum við. Veiga á allra hylli sem hana þekkja. Sagt er aö fórnfýsi konunnar eigi engin takmörk, ég held þetta hafi sannast á Veigu. Hún er einstök, létt i hreyfingum, viljug og dugleg til allra verka svo vart veröur á betra kosið. Hún er frábær mannkostakona, þaö erum viö öll sammála um sem til þekkjum. Hún þarf ekki aö kvíða óvild eöa óvinum, þeir eru ekki til. Vandaöri manneskja veröur ekki fundin. Aö öllum öörum ólöstuöum verö ég aö segja þaö hreinskilnislega aö jafn orövör manneskja er vandfundin . Hún mundi aldrei taka þátt i umræöu sem kallast gæti niðrandi eða niöurlægjandi fyrir annaö fólk. Hún Veiga hallmælir engum, en gerir gott úr öllu. Viljinn og dugnaöurinn er frábær. Ég held hún hlaupi alltaf viö fót. Þaö er sem hún fljúgi áfram af ákafa og kappi. Þar fer kona sem búin er aö skila miklu starfi. Þaö er næstum undravert vinnuþrekiö hjá þess- ari veikbyggðu konu sem oröiö hefur aö sætta sig viö aö ganga hálf lömuð á öörum fæti allt sitt athafnasama æviskeiö frá æskuárum. Þaö heföi einhver kveinkað sér í hennar sporum. Hún Veiga hefur aldrei lagt I vana sinn aö kvarta, hún er frábærlega umhyggjusöm húsmóöir, kona, móðir og amma. Hún er einstök I allri viökynningu vegna mannkosta, hjartahlýju og nærgætni. Hugur henn- ar er mjög bundinn búskapnum og fjölskyldullfinu, alla daga frá morgni til kvölds. Þaö eru fleiri en mannfólkiö sem þekkir Veigu og nærgætni hennar, þar koma einnig margir málleysingjar viö sögu. Hún Veiga lltur til meö öllu þvl sem hennar umhverfi tilheyrir, þaö sem er undir hennar umsjá er I góöum höndum. Ég trúi þvi aö nú sé aö rætast ósk Veigu og Jóns, þar sem yngsti sonur þeirra Eyjólfur hefur lokiö búfræöinámi á Hvanneyri og kemur nú aö þvl loknu aö búskapnum og gerist þátttakandi I honum meö foreldrum sinum. Þetta er mesti efnispiltur og sannarlega gleöiefni aö hann skuli hyggja aö slnum fööurgaröi og vonandi taka þar viö búsforræöi af for- eldrunum. Viö óskum honum góös gengis og aö hann megi lengi og vel viö una og vel búnast, svo sem hans forfeðrum. Fyrir áratuga trygga vináttu og alla greiövikni okkur sýnda, þökkum viö hjónin og fjölskylda okkar þeim Veigu og Jóni, börnum þeirra einnig af heilum hug. Viö biöjum þess innilega að þú megir lengi enn halda þinni llfsorku og vinnu- gleði sjálfri þér og mörgum fleiri til ómetanlegs gagns og gleöi. Fagur kvöld- roði er óvlöa fegurri en i' Hlíð. Reyndar stendur býliö i fjallshllö mót vestri. Megi kvöldroöi ykkar Ufsgöngu veröa honum líkur, þaö er okkar ósk ykkur Jóni til handa um leiö og ykkur eru færöar bestu hamingjuóskir meö tlmamóta-afmælin, þó ár sé liöið frá hsns afmæli. Lifið heil. Vaigaröur L. Jónsson EystraMiðfelli. islehdinqaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.