Íslendingaþættir Tímans - 03.11.1979, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 03.11.1979, Blaðsíða 1
ISLENDINGAÞÆTTIR Laugardagur 3. nóvember 1979 36. TIMANS Skafti Stefánsson fyrrverandi útgerðarmaður Þann 27. jUli sl. andaBist hér 1 Reykja- vlk, Skafti Stefánsson fyrrv. UtgerBar- maður og sildarsaltandi i SiglufirBi. JarBarför hans verBur gerB frá Foss- vogskirkju þriBjudaginn 7. ágúst n.k. Ég vil meB nokkrum orBum þakka vináttu hans og tryggB um hálfrar aldar skeiB. ÞaB var sumariB 1929 sem viB kynntumst fyrir alvöru. Hann 35 ára at- vinnurekandi og ég 12 ára sendill hjá Landssima Islands. Ég átti þetta sumar og þaö næsta erindi, oft i viku, á slóBir Skafta frá Nöf, meB skeyti eöa þeirra erinda aö kalla starfsmenn hans i sima. Alltaf haföi Skaftitimatil aöspjalla viö mig, spyrjamigum liöanminaog minna, og oft fylgdu góö ráB til litils gutta sem þurfti iöulega aö ganga eöa hjóla um götóttar bryggjur og klifra um borö I sildarskip sem lágu oft hvort viö annars hliö. Þetta rifjast allt upp nU viö þáttaskil. Ég á Skafta þakkarskuld aö gjalda fyrir margvislegan stuöning viö mig þegar ég var i framboöi til Alþingis i SiglufirBi og siöar i Noröurlandskjördæmi vestra, en e.t.v. fyrst ogfremstfyrir velvild hans og vinarhug á þeim sumrum er ég áBan nefndi. Skafti Stefánsson var fæddur 6. mars 1894 aö Málmey á SkagafirBi. Foreldrar hans voru þau hjónin Dýrleif Einarsdóttir og Stefán Pétursson. Þess minnist ég frá barnæsku aö umtalaö var, beggja megin SiglufjaröarskarBs, hversu dugleg, áræö- in og kjarkmikil þessi hjón hefBu veriö. Þau voruefnalaus er þau hófu bUskap- inn, en bú þeirra blómgaBist fyrstu árin svo orö var á gert. Skafti var f rumburöur þeirra, en þau áttu alls 5 börn. AriB 1897 herjaBi fjárpest fjárstofn for- eldrahansog grandar honum. Fluttust þá Dýrleif og Stefán frá Málmey aB Litlu Brekku á HöfBaströnd og bjuggu þar i nokkur ár. Meöan þau bjuggu i Litlu Brekku veiktist Stefán Pétursson svo aö hann getur ekki stundaöbúskap og flytur I Málmey aftur og stundar þar róBra. A þessum Málmeyjarárum hefst sjó- mennskuferill Skafta Stefánssonar. Þá var hann 8 eöa 9 ára gamall. Hann aö- stoöaöi fööur sinn m.a. viö beituskurö. Siöan skeöur þaö aö faöir hans veikist alvarlega á siöari Málmeyjarárunum, fær slag og veröur óvinnufær en lifir þó 26 ár eftir þaö. Skafti varö eftir þetta fyrirvinna heimilisinsásamtmóBur sinni, studdur aö sjálfsögöu af yngri systkinum sinum eftir þvi sem aldur og kraftar leyföu. Eftir þetta áfail flutti fjölskyldan á ný til lands og hóf búskap á litlu býli viö Hofsós sem Nöf var kallaB. Sögu þessarar fjölskyldu, sem bjó aö Nöf, þekki ég vel og er hún sannkölluö hetjusaga, þó ekki veröi hún rakin hér. AriB 1920 flytur Skafti Stefánsson til Siglufjaröar fullur af áhuga hins unga at- hafnamanns en rlkur af reynslu áranna aö Nöf. Eins og fyrr segir, urBu Utgerö og fisk- kaup vettvangur Skafta Stefánssonar. Þaö væri synd aö segja aö alltaf hafi vel gengiö, oft olli aflaleysi og illt veöurfar óhöppum og tapi, en Skafti missti aldrei kjarkinn og bar höfuöiö jafnanhátt. Hann stállti jafnan gleöi sinni ihóf þegar alltlék ilyndi og mikill afli barst á land, og gott verö fékkst fyrir afuröirnar. Skafti Stefánsson var svo laus viö allar öfgar. Skafti Stefánsson var 23ja ára þegar Framsóknarflokkurinn var stofnaBur og hann var einlægur stuöningsmaöur hans aDa tiö.Þaöer ekki þar meösagt aö ég og aörir, sem vorum aö vinna aö brautar- gengi flokksins, fengjum ekki orö í eyra og alvarlegar ábendingar frá honum, varöandi siglingu þjóöarskútunnar. En allt slikt var vel virt og ég minnist þess aö margar pólitiskar áminningar hans virkuöu á migeinsogfariö værii gott baö. Skafti Stefánsson var einn af stofnend- um Kaupfélags Siglfiröinga og sat lengi i stjórn þess. Hann var einlægur stuönings- maöur samvinnuhreyfingarinnar. Hann átti á timabili sæti I bæjarstjórn Siglu- fjaröar svo og i hafnarnefnd Siglufjaröar og fleiri nefndum. 1 þessum störfum sinum sem öörum sýndi Skafti Stefánsson trúmennsku og dugnaö. Skafö Stefánsson var gæfumaöur þrátt fýrir margvislega erfiöleika á ippvaxtar- árunum i Skagafiröi. Þann 6. mars 1924 kvæntist hann Helgu Jónsdóttur frá Akureyri. Helga var systir Gunnlaugs Tryggva, bóksala sem lengi var ritstjóri Islendings og þjóökunnur maöur. Frú Helga reyndist manni sinum alla tiö hinn traustasti förunautur. Hún lifir mannsinnogbýrnúi Reykjavik. Hún er enn sem fýrr friö kona, góö og greind. Börn þeirra fjögur sem upp komust hafa öll lokið stúdentsprófi, en þau eru: Jón lögfræðingur, fyrrv. aíþingismaöur, nýskipáöur borgarfógeti I Reykjavlk, kvæntur Hóimfriöi Gestsdóttur, Stefán yfirlæknir á Borgarspitalanum, kvæntur Maj Ivarsson, Gunnlaugur Tryggvi, fulltrúi hjá Afengis- og tóbaksverslun rikisins, kvæntur Vigdisi Jónsdóttur, og Jóhanna húsfreyja gift Birni Gunnars- syni. Þegar ég siöla kvölds 2. ágúst, hugsa um lif og störf Skafta Stefánssonar, minn- ist ég þess aö frú Guörún B jörnsdóttir frá Kornsá, sem um árabil var skólastjóri i Siglufiröi, ritaöi um Skafta i Sunnudags- blaö Timans þann 22. nóv. 1964 merka og athyglisveröa grein. Mér finnst allt vel sagt í þessari grein og kýs aö birta eftir- farandi kafla úr henni:

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.