Íslendingaþættir Tímans - 17.11.1979, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 17.11.1979, Blaðsíða 1
 ISLENDINGJ IÞÆTTIR Laugardagur 17. nóv. 1979. Nr. 38 TÍMANS Jóhann Hannesson Stóru-Sandvík Þann 2. október lést á Landspltalanum I Reykjavlk Jöhann Hannesson bóndi I Stóru-Sandvlk í Flóa. Var útför hans gerö frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 13. október. Mig langar aö minnast þessa ágæta vinar mins og nágranna meö þess- um línum, svo eftirminnilegur samferöa- maöur varö hann á lifsins leiö. Jóhann Hannesson fæddist aö Stóru-Sandvik 1. mars 1912. Hann var nlunda barn foreldra sinna, hjónanna Hannesar Magnússonar I Stóru-Sandvlk og Sigríöar Kristinar Jóhannsdóttur frá Stokkseyri. Mjög sterkur sunnlenskur ættbogi stendur aö Jóhanni og þeim systkinum frá Stóru-Sandvik. Sigrlöur, móöir hans, var ættuö frá Stokkseyri, dóttir Jóhanns Diöriks Adólfssonar bónda þar, sonar Adólfs bónda og hreppstjóra Petersens á Stokkseyri, er átti fyrir konu Sigriöi yngstu Jónsdóttur hreppstjóra hins rfka I Móhúsum Þóröarsonar. Jón rlki I Móhúsum var frá Drepstokki I Stokkseyrarhreppi, en móöir hans var Guölaug Jónsdóttir Bergssonar hrepp- stjóra Sturlaugssonar I Brattsholti, sem Bergsætt er kennd viö. Þrjár voru dætur Jóns rlka og hétu allar Sigrföur. En út af Sigrlöi elstu var Jóhann i' Sandvik einnig, hún giftist Jóni bónda og formanni Jóns- syni á VestriLoftsstööum og var Sigriöur dóttir þeirra, kona Jóhanns Adólfssonar á Stokkseyri. í fööurætt átti Jóhann ættir slnar aö rekja innan Sandvikurhrepps langt fram: Hannes faöir hans var Magnússon bónda f Stóru-Sandvik, Bjarnasonar bónda á Valdastööum 1 Kaldaöarneshverfi Jónssonar, en kona Bjarna var Helga Magnúsdóttir bónda á Valdastööum, Gíslasoná’r á Valdastööum og viöar, Alfssonar prests I Kaldaöarnesi, Gislasonar prests þar, Alfssonar prests þar, er vlgöur var til Kaldaöarnesþinga 1636, Jónssonar I Kaldaöarnesi Báröar- sonar. Móöir Hannesar var Kristln Hannesdóttir bónda og smiös I Stóru-Sandvlk Guömundssonar, er drukknaöi i Olfusá 1842. Hann kom fyrstur þeirra ættmenna aö Stóru-Sandvik, áriö 1828, þá frá Flóagafli, en var ættaöur frá Lambafelli undir Eyjafjöllum. Hannes þessi var afburöasmiöur, sem enn er kynfylgja þeirra Stóru-Sandvlkurmanna, en sjálfur sagöi Jóhann mér, aö nafniö væri rakiö innan ættarinnar til Hannesar Crumbeck, ensks eöa hollensks manns, er barst til landsins á ofanveröri sextándu öld. Bjó hann undir Eyjafjöllum og kenndi Islendingum nýjar litunaraöferöir á vaömáli, svo aö hann varö lengi nafnkunnur á eftir. Jóhann Hannesson ólst upp I stórum systkinahóp, uröuþaualls 12, er upp kom- ust, glaövær og samhent systkini, er snemma uröu aö leggja hart aö sér. Foreldrarnir voru orölögö fyrir dugnaö, oghefiégfyrir satt, aö Sigriöur hafi kom- iö efnuö aö Stóru-Sandvik, og notiö þar Móhúsaauösins. En þótt jöröin væri meöalstór og grasgefin og hlunnindagóö, dugöi sllkt ekki til, er barnahópurinn tók aö vaxa. Almannatryggingar voru ekki komnar til sögunnar, þvf gekk brátt á þessi efni, sem unga konan færöi í búiö. Þess 1 staö skapaöi hún annan auö, sem fólst I óvenju miklu barnaláni, og hún gat á ævikveldi sinu, 86 ára gömul horft yfir stærri afkomendahóp en almennt þekkist I dag. Jóhann hlaut strax sem unglingur aö fara aö heiman til allrar almennrar vinnu, sem þá bauöst. Tæplega tvftugur hóf hann sjósókn á Hnuveiöurum, var fyrst kokkur.en slöan ádekkistrax fyrsta veturinn. Var þá haldiö austur á Hvalbak og fiskaöur „labri”, en skammt var þetta úthald þaö sinniö. Jóhann fór svo I Laugarvatnsskólann veturna 1931—33. Er skóla lauk snemma um voriö fyrra vetur- inn I byrjaöan mars snerist hugsun Jóhanns ekki um annaö en komast á tog- ara. Hann var meö öllu «x-öinn félaus, en hitt var enn verra aö komast I gott skips- rúm. 1 þrjár eöa fjórar vikur eltist hann viö togaraskipstjóra, sem komuaö landi, og gekk lítt, fyrr en Jóhann hitti Vilhjálm Arnason. Haföi Jóhann aldrei séö hann áöur, en kynnti sig þegar fyrir honum og falaöist eftir plássi. Kvaöst hann vera frændi hans — þó langt fram f ættir. Eitt- hvaö hefur Vilhjálmi litist gæfusamlega á þessan tvltuga pilt.svo mikiö var víst, aö skipsrúm útvegaöi hann honum hjá öör- um togaraskipstjóra, en ættir sfnar röktu þeir vfst aldrei saman til hlitar. Þessi saga sem Jóhann sagöi mér öllu betur sföasta æviár sitt er einkennandi fyrir allt hans ævistarf síöar meir. Dugn- aöur samfara hyggindum, koma fram meö réttar hugmyndir á réttum tfma, rasa aldrei um ráö fram, komast þó f mark fyrr en á tilsettum tima. Allt þetta einkenndi llf hans. Hann var viö sjósókn af og til næstu arin allt fram I striösbyrj- un. Veturinn 1940 reri hann f rá Stokkseyri og lauk þeim róörum um þaö bil er bresk- ur her settist aö i Kaldaöarnesi og viö ölfusárbrú á Selfossi. Jóhann var þaö sumar f laxveiöi og lá viö á Selfossi. Kynntist hann þar breskum hermönnum og nam hjá þeim nokkur orö i ensku. Varö þaö til þess, aö hann fékk einna fyrstur Islendinga svonefnda „setuliösvinnu” eöa „bretavinnu”, sem meöal annars var fólgin I aö aöstoöa enska liösforingja, og naut þar Jóhann þeirrar kunnáttu sem hann haföi þegar aflaö sér. Jóhann stóö stutt viö I Bretavinnunni. Strax voriö eftir fór hann aftur f lax- veiöina á Selfossi. A jólaföstu næsta vetur keypti hann sér bfl. Framtiöin virtist

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.