Íslendingaþættir Tímans - 17.11.1979, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 17.11.1979, Blaðsíða 3
Sigtryggur Hallgrímsson fæddur 29. mai 1884. dáinn 27. september 1979. Hinn 27. september 1979 andabist á Sjúkrahdsinu á HUsavík, Sigtryggur Hall- grlmsson frá Stóru-Reykjum I Reykja- hverfi, 95 ára aö aldri. Sigtryggur fæddist aö Brekknakoti I Reykjahverfi29. maI1884.Foreldrar hans voru Hallgrimur Jónatansson frá Klambraseli i Reykjahverfi og kona hans Sigriöur ösk Kristjánsdóttir frá Olfs- stööum i Skagafiröi. Hallgrlmur var af þingeyskum ættum. Fööurafi hans byggBi fyrstur bæ IKlambraseli. Nánasta ættfðlk SigriBar Óskar fluttist flest til Amerfku. Ariö 1885 fóru Hallgrimur og Sigriöur ósk aö Ingjaldsstöoum I Reykdælahreppi og hófu þar biiskap. MeÖ þeim fór tveir ungir synir þeirra, Kristján og Sig- tryggur. Þar andaöist Sigri&ur ósk 1890. Þá var Sigtryggur 6 ára. Faöir hans kvæntist iannaBsinn Hðlmfrföi ÞuriBi Jónatansdóttur frá Rauoá I Ljósavatns- hreppi. Arið 1896 fluttist fjölskyldan frá Ingjaldsstööum að Holtakoti I Reykja- hverfi. Þar bjuggu þau Hallgrimur og Hólmfriður slöan allan sinn búskap. Börn þeirra, hálfsystkin Sigtryggs, voru Aðal- heiöur, husmóöir I Kristnesi og siðan raðskona við Heilsuhælið i Kristnesi og Landspitalann I Reykjavik, nú á Elli- heimilinu Grund, og Jðnatan, bðndi á Blikalóni á Sléttu og Krossanesi við Eyja- fjörð, nú (il heimilis I Reykjavfk. A barnsaldri tók Sigtryggur að vinna búi föður slns, fyrst á Ingjaldsstöðum og siðan i Holtakoti. Atján ára fór hann i vinnumennsku að Þverá í Reykjahverfi. Aður hafði hann unnið að vetrarlagi við tóvinnuvélarnar að Halldórsstöðum í Laxárdal. A Þverá bjuggu Arni Jónsson og Rebekka Jónasdóttir. Voru þau orölögö fyrir myndarskap jafnt inna n húss sem utanog Arni forustumajlur um félagsmál. A Þverá var Sigtryggur I tvö ár og voru þau hans „bunaðarskoli". Þaöan átti hann góðar minningar. Um sama leyti og Sigtryggur var á Þverá, yar Kristján bróöir hans vinnu- maður I Klambraseli. Þaöan fór hann til sjóróöra á Husavik. Báturinn sem hann var á fórst með allri áhöfn og spurðist hvorki til báts né manna. Mjög kært hafði veriö meB þeun bræðrum , Kristjáni og Sigtryggi. HöfBu forlögin nil höggviB tvisvari hinnsama knérunn ogsvipt Sig- trygg hans kærustu ástvinum, móöur og bróöur. Aðeins tvitugur að aldri, 2. jilll 1904, islendingaþættir Hjónin Sigtryggur Hallgrlmsson og Asta Lovfsa Jdnsdóttir. gekk Sigtryggur Hallgrimsson að eiga Astu Lovisu Jðnasdóttur fra Rauðá. Htin fæddist að Rauöá 19. desember 1873 og var því nokkru eldri en Sigtryggur. For- eldrar hennar voru Jónas Kristjánsson Jónsssonar frá Sýrnesi og Sigriður Jónatansdóttir Grimssonar frá Rauðá. Var því Asta systurdðttir Hólmfriðar stjUpu Sigtryggs. Asta Lovísa var fjðlhæf mannkosta- kona. Ung að aldri hafði hún lært karl- mannafatasaum og stundaði þá iön. Að öðru leyti var hún sjálflærð, greind og bðkhneigð og vönduð til orðs og æðis. Sem húsmððir kunni hUn kvenna best a& fara meB litil efni. Hjðnaband þeirra AstU og Sigtryggs var meB miklum hamingju- brag. Fyrsta h jdskaparár sitt voru þau hjónin i hUsmennsku a& Langavatni i Reykja- hverfi, en hðfu síBan búskap á Dýjakoti I sömu sveit, þar sem nú heitir SkðgarhlIB. Þar voru þau i tvö ár og þar fæddist fyrsta barn þeirra. En áriB 1907 keyptu þau Stðru-Reyki og bju'ggu þar siBan þar til Asta anda&ist 1965, e&a I 58 ár. Haf&i Sig- tryggur Hallgrimsson þá veriB bðndi I 61 ár. Sigtryggur og Asta Lovisa eignuBust 4 börn. Laufey, f. 2. 6. 1905. Hún giftist Arna Þorsteinssyni frá Litlu-Reykjum og- bjuggu þau þar. Þau eignuBust tvo syni, en Laufey andaöist 1933. Gar&ar.f. 15.3. 1909. Kona hans er Björk Baldvinsdóttir frá Hveravöllum. Þau eignuðust 5 börn og eru fjögur á lifi. Fanney.f. 23.1. 1911, húsmæ&rakennari á Laugum. HUn er seinnikona Páls H. Jóns- sonar. óskar.f. 29.9.1914. Kona hans er Steinunn Stefánsdðttir frá Smyrlabergi i Hiina- vatnssýslu. Þau eiga 6 börn. Afkomendur Sigtryggs og Astu Lovfsu eru 60. Jðnas, faöir Astu Lovisu, átti heima hjá dðttur sinni og tengdasyni allmörg ár ævi sinnar. Hjá þeim dvöldu einnig oft bðrn og unglingar sumarlangt og á stundum miss- erum saman. Þegar Sigtryggur og Asta komu að Stóru-Reykjum var þar gamall torfbær, or&inn hrörlegur. 1 þeim bæ: fæddust þrjU börn þeirra. En ári& 1914 bygg&u þau myndarlegt timburhús á jör&inni. Undir þvi var kjallari, hla&inn ur grjðti. Timburhtisiö var ein hæö meö háu risi. A þeim tima bar þa& af flestum bæjum I Reykjahverfi. A Stðru-Reykjum varö þvl eins konar sjálfkjörinn samkomusta&ur sveitarinnar. Bærinn er miösvæöis og sl&an bættist við frábær grei&asemi htis- bændanna og barna þeirra. GðBvild og gla&vær& voru höfuBeinkenni heimilisins. Félagsllf i Reykjahverfi var ðvenju blðmlegt og fjölskrti&ugt. Mannfundir á Stóru-Reykjum voru þvi af ymsum toga. Þar voru deildarfundir kaupfélagsins, fundir um kvikfjárrækt og jarðyrkju- framkvæmdir, samgöngumál og m.fl. Hæst bar þð ungmennafélagsfundi og söngæfingar. Þa& eru ótalin þau kvöld og næstu þegar stofan á Stóru-Reykjum var rudd af öllum htisgögnum svo hægt væri aBstiga þar dans. Var þa& hUsbendunum til jafnmikillar gle&i og öllum öörum. 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.