Íslendingaþættir Tímans - 17.11.1979, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 17.11.1979, Blaðsíða 4
Mjögvar gestkvæmtá Stóru-Reykjum. Bar þar einkum tvennt til: hvernig heimiliö var i sveit sett og svo gestrisni I allra fremstu röö. Marga nótt var þar vakaöyfir votum klæöum hrakinna feröa- manna, svo þeir fengju þau þurr og hlý aö morgni, fyrst í gamla bænum og siöan nýja húsinu. Á hliöstæöan hátt var hlúö aö þreyttum og svöngum feröahestum. Sigtryggur Hallgrimsson var góöur bóndi. Hann haföi aldrei stórt bú, en hlúöi vel aö öllum bústoftii og haföi af honum góöar nytjar. Hann bætti jöröina aö túna- sléttum.nýræktogbyggingum. Veröur þá aöhafa i huga, aö fyrstu áratugir þessar- ar aldar voru oft harla óhagstæöir land- búnaöi. Árferöi var á stundum meö fá- dæmum erfitt og viöskiptakreppan eftir heimsstyrjöldina fyrri vill oft gleymast. Hún varö ægilegt áfall öllum landslýö, en ekki si'st bændunum. Og þdtt stund yröi milli stríöa, skall svo heimskreppan mikla á upp úr 1930. Þaö þurfti mikla fyrirhyggju og óbilandi þrek til aö stand- ast slikarraunir. Hvort tveggja haföi Sig- tryggur á Stóru-Reykjum til aö bera. Þegarfram liöustundir skipti hann jörö sinni og lét sonum sfnum báöum i té land til stofaunar nýbýla. Garöar byggöi ný- býliö Reykjavelli en Óskar Reykjarhól. Sigtryggur ogÁsta héldu áfram búskap á þriöjungi jaröarinnar og Fanney, dóttir þeirra, vann aö búinu meö þeim öllum stundum, sem hún var ekki bundin starfi sinu á Laugum. Þótt Stóru-Reykir væru viö hliöina á einumesta hverasvæöi landsins, var örö- ugt aö nota þaöan jarövarma vegna þess hve bærinn stóö miklu hærra en hverirnir. Nálægt 1940 var þaö mál leyst á þann hátt, aö leiöa kalt vatn ofan úr Reykjafjalli niö- ur 1 hver i landi Stóru-Reykja til forhitun- ar þar og siöan heim i bæinn. Hag sveitar sinnar og samborgara lét Sigtryggur sig miklu varöa. Hann var félagslyndur og ótrauöur samvinnumaö- ur. Hann gekk f Kaupfélag Þingeyinga unguraö árum ogvar þar félagsmaöur til dánardags. Munu fáir hafa veriö þar f félagsmannatali svo lengi sem hann. Áöalfundi félagsins sótti hann langflesta. Hann beitti sér fyrir stofnun félags um nautgriparækt í sveit sinni og var formaö- ur þess lengi. Foröagæslumaöur var hann f fjölda ára. Hann beitti sér fyrir þvi aö geröur væri akfær vegur um sveitina og var verkstjóri viö vegagerö í mörg ár. Sigtryggur á Stóru-Reykjum var fljótur til nýunga, sem honum þótti sýnt aö til bóta horföu viö búskapinn, eftir þvi sem fjárhagur leyföi. Hann var meö fyrstu bændum i' sveitinni til þess aö kaupa hestaverkfæri til heyvinnslu, sem á þeim tfma jaöraöi viö byltingu í tækni. Hann var einn af stofnendum Garð- ræktarfélags Reykhverfinga 1904 og lifði lengstallra stofnendanna. Hann var gerö- ur aö heiðursfélaga þess áriö 1974. Ariö 1921 var stofnaö til gráöaostsgerö- ar úrsauöamjólk f S-Þingeyjarsýslu. Þaö var nýmæli. Ostasamlag var stofnaö á A samvinnugrundvelli. Sigtryggur á Stóru-Reykjum var meöal áhugamanna um þessa tilraun, sem menn trúöu aö yröi til hagsbótafyrir bændur. Hann beitti sér fyrir þátttöku Reykhverfinga og lét á sinn kostnaö útbúa kjallarann i ibúöarhúsinu til ostageröar. Hverahitinn var nýttur til aö gera mysuost. Þótt þessitilraun tækist ekki ein^og menn höföu vonaö, var hún merkilegur þáttur i búnaöarsögu héraö- sins. Sigtryggur Hallgrímsson var ham- hleypa til allrar vinnu, ákafamaöur og undi ekki seinlæti. Hjálpfýsi hans viö ná- granna og vini var viö brugöiö og til hans var mörgum sinnum leitað þegar mikils þurfti viö, t.d. læknisvitjana og sjúkra- flutninga, oft viö hinar erfiöustu aöstasö- ur. Hann fór marga svaöilför þess vegna og brast aldrei áræöi né karlmennsku. Af eigin dáö gekk hann oft til liðs viö þá sem hann vissi aö liðsauka þurftu. Hann var greindur I besta lagi, las mik- iö og greip þau tækifæri sem gáfust til þess aö afla sér þekkingar á málefnum bænda ograunar hverju sem var. A þjóö- málum haföi hann mikinn áhuga og fylgd- ist meö fréttum og viðburöum fram til hins siöasta. Áhugi hans á mannlifinu lét honum ekkert mannlegt óviökomandi. Sigtryggur var allskaprfkur en sáttfús, trygglyndur og vinmargur. Hann haföi um margt aö tala og frá mörgu aö segja og sagöi vel frá. Hann var trúmaöur og taldi sig hafa skyldum aö gegna viö kirkju sina aö Grenjaöarstaö og sýndi þaö í verki. Á gamals aldri geröist hann einn af frumherjum aö stofnun Dvalarheimilis aldraöra á Húsavik og var raunar upp- hafsmaöur þess máls. Þótt hann þyrfti ekki sjálfur á skjóli sliks heimilis aö halda, er þaö nú aö þvi komiö aö taka til starfa. Seinasta áriösem Ásta Lovisa liföi voru þau gömluhjónin á heimili sonar sins og tengdadóttur, óskars og Steinunnar á Reykjarhóli. Þar andaöist Asta 17. febrú- ar 1965. Slöustu búskaparárin á Stóru-Reykjum höföu þau notiö frábærrar aðstoðar barna sinna. Og ekki ætti aö þurfa aö taka fram svo sjálfsagöan hlut sem þann, aö öll uppvaxtarár sín unnu börn þeirra aö búi og umbótum á Stóru-Reykjum meö foreldrum sinum og áttu sinn stóra þátt i mannlifinu þar. Þegar nú Sigtryggur hætti búskap 81 árs aö aldri, settist hannað á Reykjarhóli. Þar naut hann allrar þeirrar umhyggju sem honum kom best. Hann var enn viö furöu góöa heilsu og vann búi sonar áins svo sem kraftarnir leyföu, og þeir voru alls ekki svo litlir, miöaö viö aldur. Til dæmis annaöist hann aö miklu leyti um gróöurhús heimilisins allmörg ár. Getur tæpast meiri andstæöna f störfum aö landbúnaöi, en fyrstu ára hans á Dýjakoti til tómatanna og vi'nberjanna I gróöurhús- inu á Reykjarhóli. Innan húss annaöist tengdadóttirin hann af einstakri umhyggju, og þar var hann umkringdur afabörnum og langaf- börnum. Þau hin eldri ræddu viö hann um áhugamál sln og störf og gættu þess aö láta hann fylgjast meö þeim. Hin yngri sátu á hnjámhans. Þaö varlífsreynsla aö koma aö Reykjarhóli og sjá og kynnast þvi umhverfi sem þessi öldungur liföi og hræröist I. Nokkur siöustu árin tók Sigtryggur aö þjást af sjóndepru, sem ekki varö ráöin bót á. Aldrei varö hann þó blindur. Þá var gott fyrir hann aö eiga sér litla langafa- stúlku, sem las fyrir hann og sagöi hon um frá þvl sem hennar augu sáu en hans ekki. En vitanlega dvlnuðu kraftarnir. Hrörnun ellinnar varö ekki umflúin. Eitt og hálft siöasta áriö dvaldist hann á Sjúkrahúsinu á Húsavlk, sáttur viö llfiö og þakklátur fyrir allt, sem fyrir hann var gert. Þar andaöist hann 27. september 1979. Ef til vill lýsir fátt betur umhyggju Sig- tryggs Hallgrimssonar fyrir li'finu en eitt siðastasamtal hans viö dóttur sina, fáum dögum áöur en hann andaöist. Hann var þá áhyggjufullur og uggandi um samtíö- ina, haröæriö og ýmislegt sem honum þótti óvænlega horfa. Dóttir hans baö hann aö hrinda þeim áhyggjum frá sér. „Hvernig get ég, sem búinn er aö lifa næstum hundraö ár og á svona marga af- komendur annaö en haft áhyggjur?” var svar hans. Þetta svar má taka sem kveöju hans til samtiðarinnar. Sigtryggur Hallgrimsson var jarösung- inn aö Grenjaöarstaö 6. október 1979 aö viöstöddu miklu fjölmenni. Stór orö fara illa ef minnst skal þeirra sem alltaf voru hógværir. Mörg orö fara heldur ekki vel i minningargrein um vin sinn, sem alltaf var hlédrægur og vildi láta lltiö á sér bera, enmannlegt er þaö aö langa til þess aö þakka fyrir samfylgd og kynni að leiöarlokum. 1 byrjun þessarar aldar klæddist islenski sjómaöurinn sjóklæöum úr skinni. Og svo nærri voru atvinnuhættir bóndans og sjómannsins steinöldinni, aö verkfærin voru gjarnan úr beini, svo sem netamálin og seilanálin. 1 skinnstakk bar sjómaöurinn aflann frá sjó og geröi aö aflanum undir beru lofti, hvernig sem veöur var. Nokkrum áratugum siöar stendur þessi sann sjómaöur viö Islendingaþættir Guðmundi Heimalandi Fæddur 16. mars 1902 Dáinn 9. október 1979

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.