Íslendingaþættir Tímans - 17.11.1979, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 17.11.1979, Blaðsíða 2
ráöin. Hann ætlaöi ekki aö vinna meira hjá öörum. Þaö gekk allt eftir, sem hann haföi ætl- aö. Hann keyröi aö visu fyrir herinn fram á haust 1942. En þá hófu þeir Sandvfkur- bræöur allir starfrækslu Vikuriöjunnar f Stóru-Sandvik, sem þeir ráku sleitulaust fram á siöastliöiö ár. Jafnhliöa þessu hóf hann meöbræörum sinum, Siguröiog Og- mundi, vaxandi þátttöku i biiskapnum, sem fram til þessa haföi veriö félagsbil Sigriöar og elsa sonarins, Ara Páls. betta var stofninn i hinu landsfræga Stóru-Sandvikurbúi, sem þeir bræöur hafa rekiö um árabil meö fjölskyldum sinum. Hvaö þátttöku Jóhanns snerti átti hannþar alls ekki einn hlut aö máli. Hann var sá gæfumaöur, þann 15. jvlli 1950 aö eignast fyrir lifsförunaut Málfrlöi Benediktsdóttur Guöjónssonar i Nefsholti i Holtum og konu hans, Ingibjargar Guönadóttur. Börn þeirra eru: Benedikt sálfræöingur, nú i Arósum Danmörku, hann er kvæntur Láru H. Halldórsdóttur, er leggur einnig stund á sálfræöi. Hannes garöyrkjufræöingur frá Garöyrkjuskólan um á Reykjum, hann hefur undanfariö dvalist heima og veriö mikil stoö og stytta foreldrum sínum viö búskapinn. Sigriöur Kristin, hjúkrunarkona, gift Samúel Smára Hreggviössyni tæknifræöingi. Þau eru núna aö reisa nýbýli i Stóru-Sandvik. Magnús er yngstur, liffræöingur aö mennt, hann er heitbundinn Margréti ófeigsdóttur. „Margs þarf búiö viö”, kvaö Sighvatur á Grund foröum, og sannaöist þaö einnig á hinum marö)ætta búskap i Stóru-Sand- vik. Ég var ekki mjög vaxinn úr grasi, er ég fór aö fylgjast meö búskap þeirra bræöra, og smám saman varö mér ljós einstök verkaskipting þeirra á milli, sem varö til þess aö hugkvæmni og dugnaöur hvers og eins fékk aö njóta sin. Ari Páll, smiöurinn mikli og vaxandi féiagsmála- frömuöur, er hann lést I blóma lifsins. Ogmundur og Siguröur harösæknir dugn- aöarmenn, Siguröur auk þess fjármaöur heimilisins, en ögmundur einn þeirra sem fengu smiösgáfuna i arf, og bæöi velvirkur og hraövirkur smiöur og múrari. Aliir voru þeir bræður einstak- lega natnir viö kýr, búa ekki meö stór kúabú hver, en hafa mjög gott upp úr þeim. Reyndist Jóhann einna slyngastur þeirrabræðra á þvi sviöi, naut þess lika, aö kona hans reyndist frábær búkona, og nokkur ár voru þau meö afuröamesta kúabú sveitarinnar eftir hvern grip. Sé hins vegar fariö nánar út i sérstööu Jóhanns i Stóru-Sandvik kemur margt fleira i Ijós. Um árabil sá hann um alla aödrættiaö þessustóra heimili. Var hann þá meö vörubfl þann, sem Vikuriöjan eöa búiö áttu, fór oft vikulegar feröir til Reykjavikur. Reyndisthann greiöviknari öörum fremur og taldi litt eftir sér snúninga i Reykjavik. Hann mun hafa veriö llfiö og sálin i öllu sameiginlegu bókhaldi búsins, gjaldkeri fyrir allt þaö, sem sameign mátti kallast. n Laxveiöin og garöyrkjan voru sér á parti. Þar vil ég alltaf telja hann aöalfrömuöinn, nánast listamann á hvoru sviöinu sem var. Jóhann mun strax á sjómennskuárum sinum hafa fariö að stunda laxveiöina i Olfusá. Innan tiöar haföi hanntekiö viö laxveiöinni á Kotferju meö bræörum sinum, og hefur svo gengiö til þessa. Þar reyndisthann útsjónarsam- ur og fundvis á nýja veiöistaöi. Til dæmis munhansverk vera, aö fariö var aö veiöa af krafti út frá svonefndum Kriutanga fyrir Kotferjulandi. Jóhann sagöi mér, aö langan tima heföi þaö tekiö sig aö finna réttu „punktana” ileguþessanets,en upp frá þvi gaf þessilögn af sér óhemju veiöi. Þótt unnin væri fullur vinnudagur I Vikursteypunni á þessum árum og siöan snúist kringum veiöiskapinn 1 Olfusá flest kvöldin á sumrinu, þá gaf Jóhann sér samt tima tilaö veiöa ástöng á sunnudög- um. Þaö var sú tómstundaiöja, sem hann mat öllum öörum betur. Hann var meö færustu veiöimönnum hér um slóöir einnig á þvi sviöi, og komst meö góöum félögum i margar bestu ár landsins. „Maöur á aö rækta garöinn sinn”, sagöi franskur heimspekingur, og þaö geröi Jóhann i Stóru-Sandvik öörum mönnum frekur. Hans „garöur” var allt Stóru-Sandvikuriandiö, bakkarnir upp viö ána, heiöin, heimalandiö. Ungur aö árum fór hann aö föndra viö rófnarækt, en svo komu uppgripaár kringum striö og allt slikt lá niöri. En hugurinn stóö alltaf til þessa, og laust fyrir 1960 var rófnaræktin I Stóru-Sandvik komin á drjúgan skriö. Þeir bræöur juku hana, svo og kartöflu- ræktina, eftir þvi sem starfsemi Vikuriöj- unnar dógst saman. Þeir grófu eftir þvi gulli, sem þeir vissu, aö var hjá þeim sjálfum, I þeirra eigin mold. Og uppskeran er fræg. Þeir munu hafa kom- ist I þaö aö vera stærstu gulrófna- framleiöendur landsls nokkur ár i röö, en til þess þurfti þá seiglu, sem aðeins fáum einum er gefiö. Jóhann stundaöi þessa rækt af lifi og sál, var vel vakandi yfir góöum frætegundum, reyndi hvers kyns varnarlyf, uns viöhlitandi árangur kom I ljós, var öörum snjallari aö koma afuröum sinum á markaö, og naut þeirrar vinnuglaöi, sem góö uppskera gefur — og þá I hvaöa veöri sem var. Seinast I fyrra- haust vann hann skeleggur viö rófnaupp- tökuna, og lét ekki aftra sér, þótt veikur væri þá oröinn. Ég er ekki frá þvl, aö hugkvæmni Jóhanns i Sandvik og útsjónarsemi hafi a.m.k. tvisvar skipt sköpum fyrir Stóru-Sandvikurheimiliö. Hiö fyrra skipt- iö, er hann dreif bræöur sina meö sér I vikursteypuiönaöinn sem I raun kom fót- um undir þetta stóra heimili. Þrir ungir ogröskir menn, sem annars heföu runniö inn i borgariifiö, staöfestust heima. Þeir áttu sinn þátt I þvi aö auka bjartsýni hinna, sem I sveitinni sátu og hafa þeir sannarlega sett sinn svip á sveitarbraginn I Sandvikurhreppi. Hiö siöara atriöiö má telja gulrófnaræktina, sem Jóhann stóö fyrir. Hún smitaöi út frá sér allt i kring, og veröur ekki hrakiö aö umskipti hafa oröiö i garðræktarmálum sveitarinnar, sem rekja má til Stóru-Sandvikurbræöra. Þannig er gott aö skila sinu hlutverki, aö eftir stendur bæöi breytt og bætt samfélag. Jóhann Hannesson var félagsmála- maöur á sinn hátt — en ekki fyrir sig. Hann starfaði aö visu i hreppsnefad Sand- vikurhrepps i fimmtán ár 1955—1970, og lét þar mörg góö mál til sin taka. En valdastreitumaöur var hann enginn. Annaö lét honum betur. Hann var hrókur fagnaðar á hverju gleðimóti, fljótur aö hefja söng, veitull heima fyrir eins og á feröalögum. Eitt mesta yndi hans var aö feröast um meö bræðrum sinum og venslaliöi. Þeir bræöur komust vitt um land, höföu spurnir af góöum búskapar- háttum annars staöar og kynntu sér þá. Jóhanni var mjög auövelt aö hefja sam- ræöur viö ókunnugt fólk. Hann spuröi vel, vildi fræöast og varö aö ósk sinni. Þetta var liöur I hans sjálfsmenntun, og fyrir vikiö varö hann meö timanum övenju vel aösérí öllum landshögum og veitti þeirri fræöslu einnig heim i sina sveit, bæöi I oröi og verki. ótaldar eruþær feröir, sem þeir bræður fóruúti Þorlákshöfn aö huga aö aflaskipinu Friöriki Sigurössyni, sem þeir áttu hlut I. Þessi háttur þeirra: „aö velta af sér reiöingnum” ööru hverju og létta sér upp, vakti athygli út i frá, en þaö er mér ekki efst I huga, heldur bræöralagiö.sem þessir óvenjulegu menn sýndu — jafnt I starfi sem hvild og upplyftingu. Einn dýrðardag siöastliöiö vor fékk ég aö vera meö i einni slikri ferö, þeirri siöustu, sem Jóhann fór meö bræörum sinum. Þaö var á aöalfund Mjólkurbús Flóamanna.og Jóhann þá nýkominn heim eftir nokkra legu á sjúkrahúsi. Aö fundi loknum, sem haldinn var I Gunnars- hólma, var ekiö niður um Landeyjar aö skoöa sig um, ,,nú heilsum viö upp á heraöiö”, sagöi einhver, og Jóhann naut þessadags vissulega best af öllum. Ekki einungis i þvi bræöralagi sem honum leið best i, heldur einnig I þvi aö heimsækja vin, sem hann haföi legiö meö á spitala I Reykjavik. Þegar ég kvaddi Jóhann um kvöldiö, vissi ég, aö þarna haföi ég lifaö eina mina bestu stund meö honum. Hann var hress og glaður og virtist aftur til búinn aö mæta i lifsins leik. Nú er þeim leik lokiö og fyrr en viö hugöum. Jóhann heilsar upp á i öörum héruöum og ennbetri og fær góð garölönd aö yrkja, ef barnatrú okkar beggja er rétt. Ég þyl engar harmatölur til ættingja, ég veit aö hvorki væri þaö Jóhanni né ættingjum hans aö skapi. Oflof eöa há- stemmdar lýsingar voru heldur ekki viö hæfi hans, þvi vil ég aöeins endurtaka þaö, sem mér varö fyrst fyrir aö segja, er ég frétti andlát hans: „Þar fór góöur maöur”. Páll Lýösson. islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.