Íslendingaþættir Tímans - 17.11.1979, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 17.11.1979, Blaðsíða 8
Margrét Jónína Jónsdóttir HvgB er hel? Ollum líkn sem lifa vel. Engill sem til ljóssins leiBir, ljósmóBir sem hvllu reiBir. Sólarbros er syrta aB él. Heitir hel. Þessi orB skáldsins komu mér ósjálfrátt I hug er ég frétti lát Margrétar Jónlnu Jónsdóttur frá FáskrúBsfirBi. Hvln var fædd á VopnafirBi 22. marz 1900. Margrét sest I LjósmæBraskóla Islands og útskrif- aBistþaBan 1928 og var henni þá veitt ljós- móBursta&a á FáskrúBsfirBi og ná&i um- dæmiB yfir BúBa- og FáskrúBsfjarBar- hrepp. Hún var þar ljósmóBir þar til hún fluttist meB fjölskyldu sinni til Akraness áriB 1945, en fjölskyldan fluttist aftur til FáskrúBsfjarBar 1958 og átti þar heima upp frá því. MeB henni er fallin I valinn ein af eldri ljósmæBrum þessa lands. Þær ur&u oft a& sætta sig viB eitt og annaB er ekki þætti gott nú, svo sem fátækleg húsakynni, ljós á litlum lömpum og stundum litiB til aB hlúa aö móöur og barni. Margrét varö aö takast á viB ýmsan vanda, eins og fleiri ljósmæöur þessa lands hafa þurft aö gera, bæöi fyrr og siöar. Hún gekk aB verki slnu, ekki alltaf orBmörg en traustvekj- andi. Hún var sú er hvilu reiddi hinni veröandi móBur, sem oft var þreytt I erli dagsins og erfiBi og kveiB komandi stund. En er Margrét kom aB rekkjustokknum hvarf kvlöinn á burt. En gleBi ljósunnar var ekki minni er barniö kom I hendur henni, sem hún svo laugaöi og klæddi og lagöi hvitvoöunginn aö móöurbrjósti. Taldi hún þaö eitt þaö dásamlegasta i lifinu aö leggja nýfætt barn I móöurarma. Margrét kom oft á mitt heimili og áttum viö þar gó&ar stundir saman. Fyrir utan þaö kom hún tvisvar I embættiserindum og fór um mig hlýjum og varfærnum höndum, uns hún lagBi barn I fang mér. Hún kom llka þegar sorgin gisti heimili mitt, ekki meB oröskrúö og ónytjumælgi, en þaö fylgdi henni ró og ■. kyrrö og um- ræöur viB hana uröu þess valdandi aö sorg og söknuöur fjarlægöust. Margrét var bókhneigö kona og las allt sem hún náöi til. Hún haf&i mjög gaman af aö ræöa um bækur og efni þeirra og brjóta þaB til mergjar. Mat hennar var raunsættogrökfast.eins var um þau mál, sem voru efst á baugi i þaö og þaö skiptiö, dómar hennar voru gjörhugulir og leit hún á málin frá öllum hliBum áöur en hún sagöi sitt álit. Margrét var félagslynd og starfaöi i slysavarnadeildinni Hafdis og átti sæti I 8 stjórn þess félags og var þar einnig um tima formaöur. Sat hún oft þing Slysa varnafélags Islands, fyrir deildina á meö- an hún átti heima á Akranesi. Hún var einnig mjög virkur þátttakandi I leik- félagi FáskrúBsfjarBar. Hún byrjaBi aö leika þar ung aö árum og tók þar aftur upp þráBinn er hún fluttist aftur til FáskrúBsfjarBar. Einnig mun hún hafa eitthvaö starfaB aö leiklistarmálum á Akranesi. Margrét ræddi oft um eiliföarmálin. Hún var þess fullviss, aö dauöinn væri dyr sem gengiö væri inn um til annars lifs. En i þessum máium, sem og öörum var Mar- grét ekki deilugjörn. Hún vissi sem var, aö ekki eru menn á eitt sáttir og sumir vilja litt ræöa þessi mál. Hún vissi aB AlvaldiB mikla býr I öllum hlutum og allt sem lifir hvilist I þvi. Nú var komiB haust á ævi hennar, hún var búin aB lifa langa ævi, þekkti vel hina eilifu hringrás iifsins. Hún var búin aö lifa vor og hásumar og hún þráöi friö kvölds- ins. Sjúkrahúsvist hennar varö allt sumariö. Hennar var oft vitjaö af börnum, barna- börnum, tengdabörnum og öörum vinum og vandamönnum. Siöari mann sinn, Þórarin GuBmundsson missti Margrét fyrir mörgum árum. Nú er ævisól hennar til viBar gengin. Haustiö fer kaldri hendi um blóm og grös, dauöi þeirra er ganga inn til lifsins á ný I vorsins riki. Likt er lif okkar mannanna. Ég flyt ástvinum hennar öllum kveBju mina. S.S. Eiríkur Stefánsson 75 ARA Heill sé þér heiBursmaöur, hress ertu enn og glaöur, sannnefndur sómamaöur. Sigurinn verBur þinn. Ungur þú ert i anda, öll namstu störfin vanda, verkglaöi vinur minn. Sá ég þig sær&an standa, sjón byrgö til allra landa. MeB boöa til beggja handa bar þig um nótt a& strönd. Þú varst vaxinn þeim vanda aö verjast og ná til stranda. Um stjórnvölinn styrk var hönd. Þú varst glaöur á gó&ri stundu, er góövinir saman undu, hógvær en hress i lundu, hrekklaus þin gamanmál. Sárindum vildirBu ei valda, vist skyldi öllu þvi tjalda, sem glæddi hiB góöa i sál. Þó gerist aldinn aö árum og ört fjölgi gráum hárum, ég held, aö þaö taki ei tárum, þvl trú þin er hrein og sterk. Vel hélstu vöku þinni, þaö vakir þeim lengst i minni, sem nutu — þau vitna þin verk. TheodórDanielsson. Islehdingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.