Íslendingaþættir Tímans - 17.11.1979, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 17.11.1979, Blaðsíða 6
Hrönn Ármannsdóttir „Dáinn.horfinn,” Harmafregn. Hvllikt orö mig dynur yfir.” Þessi orö, sem Jónas Hallgrlmsson kvaö um vin sinn lótinn, séra Tdmas Sœ- mundsson, komu fyrst i hugann, þegar harmafregin barst mér til eyrna. Hrönn Ármannsdóttir lést af slysförum aö morgni 12. október sföastliöins. Hún var fædd i Neskaupstaö 29. júli 1930, dóttir hjónanna Hallberu Hallsdótir, sem búsett er i Neskaupstaö, og Armanns Magnús- sonar, útgeröarmanns, en hann lést i mars 1967. Hrönn bjó lengst af á Norö- firöi, enslöastliöinþrjúár hefur hún veriö búsett i Reykjavik. Slikar fregnir um brottkall fólks I blóma lifsins eru ofar öllum mannlegum skiln- ingi, og veröa þær hvorki skýröar né skildar af þeim, sem eftir lifa. Fregnin um hinn kalda skapadóm kom mönnum svo I opna skjöldu, aö tæpast hefur gefist timi til þes aö átta sig á staöreyndum og sannfærast um raunveruleikann. Siöustu dagar hafa liöiö sem i martröö — mar- tröö, sem þó er verri en versti draumur, þvi aö frá hinum kalda raunveruleika veröur ekki vaknaö. Þegar sester niöur meö penna I hönd til þess aö minnast Hrannar Ármannsdóttur, leita margar minningar á hugann. Állar eru þær minningar bjartar og skýrar, þvi aö aldrei bar þar skugga á, sem vegur hennar lá Kynni okkar voru ekki löng, en þau uröu mér samt aö óm etanlegu gagni o g til mik- illar gleöi. Fundum okkar bar saman, þegar ég fyrst gekk á vit tengdafólksins i Neskaupstaö, vonglaöur en spenntur eins og gengur. En glimuskjálftinn rann brátt af, þegar frjálslegt fas og hjartahlýja Hrannar náöi aö verma. Viö frekari kynni komu svo dýrmætari eiginleikar I ljós: vfösýni, sanngirni og skyldurækni, trygg- lyndi og vinafesta. Þegar þessir eiginleik- ar fara saman, ber þaö vitni stórbrotnum persónuleika. Ættingjar og vinir nutu oft og á margan hátt einlægrar umhyggju hennar, og fyrir þaö veröum viö þakklát um aldur og ævi. Þar stendur mér nærri aö þakka sérstak- lega þann ómetanlega og óeigingjarna skerf, sem hún hefur lagt i aö móta þá, er næst mér stendur: af þvl gatekkert nema gott eitt leitt. Hrönn Ármannsdóttir var af traustu kjarnafólki komin, sem orölagt er fyrir dugnaö, heiöarleika og vinnusemi. Hún kvartaöi aldrei þó aö lifiö legöi henni stundum þunga bagga á heröar. En þá bar hún án æöru bein I baki. Hún hlaut I vöggugjöf mikiö andlegt þrek frá sterkum ættafstofnum: um þaö vitnaöi lif hennar allt. Lifhamingja Hrannar birtist I mörgum ogsterkum þáttum. Heiörikjani svipnum bar vitni um mannkosti hennar, og hýra I augum tjáöi góöleik hennar og glaölyndi. En nú er hinn bjarti og glaöi hlátur hljóönaöur, og eftir standa harmi slegnir ástvinir. Megi sá Guö, sem henni var svo kær, veita þeim huggun og styrk I þungum harmi. I.S. Jónas Vermundsson frá Pálmalundi, Blönduósi Laugardaginn 1. sept var til moldar borinn frá Blönduóskirkju stjúpi minnJónas Vermundsson veghefilsstjóri. Hann lést á Héraöshælinu þann 25. ágúst, og haföi þá um ársbil kennt veikinda er drógu hann til dauöa. Ég var hjá Nóna, eins og hann var jafnan kallaöur áf sinum nánustu, i nokkra daga I júli og kvaddi hann þann 25. júli. Ég vissi þá aö viö sæjumst ekki aftur i þessu lifi, en ekki datt mér I hug aö svo stutt væri eftir fyrir hann, þótt auöséö væri aö hann var þungt haldinn. Þau stjúpi minn og móöir min áttu lltinn en notalegan bústaö viö Svinavatn, en þar var hans hálfa llf aö dvelja eftir aö hann hætti aö stunda vinnu sina. Þar dundaöi hann viö silungsveiöar og útiveru, þvl Nóni var náttúrunnar barn sem heiöarnar seyddu til sln. Viö Galtaból á Auökúlu- heiöi var hann mörg sumur, þar fann hann sjálfan sig. Þaö besta sem ég get beöiö honum til handa er, aö handan viö tjaldiö mikla megi hann hvllast viö fagurt fjallavatn, i þannig umhverfi væri gott aö mega hitta hann aftur. í þessari stuttu kveöjugrein ætla ég ekki aö rekja ættir Jónasar né ræöa um störf hans, sem hann stundaöi af trúmennsku og áhuga, þvl trúmennska og trygglyndi voru aöalsmerki Jónasar. Ég ætla heldur aö þakka honum allt þaö sem hann geröi fyrir mig og ég kunni betur og betur aö meta eftir þvi sem árin liöu og sé best nú hvaö ég á honum mikiö aö þakka frá liönum árum. Drotinn er minn hiröir, mig mun ekkert bresta. A grænum grundum lætur hann mig hvilast, leiöir mig aö vötnum þar sem ég má næöis njóta. Hann hressir sál mlna, leiöir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns sins. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, þvi þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig... Þorgeir Sigurgeirsson. Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.