Íslendingaþættir Tímans - 04.10.1980, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 04.10.1980, Blaðsíða 5
ómetanleg i litlu afskekktu byggðarlagi. — Yfir 40 ár hafði hann á hendi ritarastörf fyrir U.M.F. Vorblóm, og 20 ár, fyrir bændafélagið. Eining. — Fyrir margæfð ritarastörf, skrifaði hann góðar fundar- gerðir, sem sýna rithæfni hans og málfar. f fundargerðarbókum hans má finna mörg góð skil ýmissa athafna og störf nefndarmanna. Eftir að Sæbóíssókn, varð kirkjulaus, eftir að kirkjan fauk i ofviðri árið 1924, — og 1929 þegar áhugi manna i kirkjusókn- inni varðvaxandi fyrir nýrri kirkju, var Jón ötull og mjög fylgjandi þeirri tillögu, að byggja nýja kirkju sem var sam- sumars, og var vigð 29. sept. 1929. Jón unni kirkjumálum og kristindómi. Hann var lengi i sóknarnefnd og formaður i áratugi. — Lagði hönd og vilja að byggingarmálum hennar, t.d. að hafa smiöi hennar i mat og hilsnæöi, ásamt hinni góðu konu sinni, Halldóru Guð- mundsdóttur frá Brekku. — Fylgdist Jón glöggt með þvi, hversu ávannst, og vel munaði áfram smiðinni, hjá kirkjusmiðn- um Torfa Hermannssyni, miklum völundi i þeirri iðn, þó heyskapartiö væri yfir- standandi þá greip Jón til hnifsins og skar út fagurlega boga grátanna, fyrir altari kirkjunnar og einnig útskurð á sætisbrikum hennar. Minna þessi verk hans, nokkuð á handverk Guðmundar Jónssonar myndskera frá Mosdal, en þeir voru hálfbræður. Guðmundur skar út, húnana á uppistöðustólpum grátanna. — Þeir bræður mætast þar i verkum sinum, fyrir litlu Sæbólskirkjuna og fegra hana. Eftir vigslu kirkjunnar og örstutt nám tók Jón við orgelleik i kirkjunni, við messugerðir yfir 40 ár. Hann sagði, við mig — Hefði hann ungur numiö tónfræöi eins og hugur hans stóð til heföi hann lik- iega náð meiri leikni i starfinu”. En fjár- munir lágu þá eigi á lausu, til að eignast orgel, og för til náms. Þau hjón Jón og Halldóra Guðmunds- dóttir refaskytta frá Brekku, giftu sig Í917, og byrjuðu búskap á Sæbóli 1929, en hjuggu fyrst 2 ár á Brekku hjá foreldrum hennar. — Halldóra var myndarstúlka i föðurgarði — margæfð frá bernskuheimili sinu, við öll búnaðarstörf, úti og inni enda elst dætra þeirra barnmörgu hjóna á Brekku Guörúnar Magnúsdóttur og Guð- mundar, refaskyttu — bæði borgfirskar ®ttar. Þau hjón, Halldóra og Jón, voru samhent um allt, — einnig með störf fyrir kirkjuna. — Hún fylgdi honum eftir, þá hann fór til kirkju að æfa sönglög, og þá söng hún meö honum. — Hann sagði þvi °ft, við hana. — Dóra min, komdu nú með mér til kirkju, til að æfa iög. —-Ég get ekki iarið, nema þú komir með mér.” Hér sést og finnst, hvað samtaka vilji og festa, getur áorkaö, — viö þau verkefni, er 8era skal. Þá gerast hlutirnir, með far- sæld. — Það var þeirra hjónanna, vilji og verk aö kirkjuhúsiö yrði hreint og hlutir hennar fægðir og hreinir. — Tréspela Islendingaþættir girðingu umhverfis grafreitinn vann hann með tengdabróður sinum, Helga frá Brekku, og maluöu þeir þá hvita svo fagurt var heim til kirkju að lita. — Það mun vera hans siðasta unna verk, fyrir dalabyggðina sina, að koma frá Flateyri, og endurmála girðinguna um grafreit kirkjunnar og slá hann meö orfi. Þegar vorblómsfélagið gekkst fyrir byggingu samkomuhúss hér á Ingjalds- sandi, átti Jón flestar gjafavinnustundir við byggingu þess. — 1 þvi bygginga sam- starfi, varð ég oft glaður við, að sjá Jón koma fram veginn frá Sæbóli með hamar og sög i hendi, sem minntu á áhugamál, hins hógværa félaga til samstarfsins við húsbygginguna. — Engin orö, bara fara aö vinna. — Það var gott að vinna meö Jóni, hvaö sem var, eins og fyrr segir, I fiskiróðri eða verslunarferðum til Flat- eyrar meö okkur Sandmenn. — Feröir, sem við erum alltaf þakklátir fyrir — ferðir sem alltaf lánuöust vel, þótt stund- um risu boðar og brotbárur yröu við Sandinn i Sæbólsvör. Viö Jón áttum nokkra samleið i barna- skólanum, hann við söngkennslu. Fór vel á með okkur. — Jón var bóndi um 40 ár. — Það starf, sem annað lék honum vel. —- Glöggur og ágætur fjárhiröir, enda mikill dýravinur, og þá barnavinur og barngóð- ur. „Nú ert þú að fara á Flateyri, i kaup- stað I fyrsta sinn. — Fyrir hvað ætlar þú að kaupa? — Hana, kauptu fyrir þetta”, og rétti litilli 10 ára dóttur minni 10 króna seðil á bryggjunni á Flateyri! 1940. A þessa minntist hún s.l. sumar, er hún kom heim frá Noregi. Hún spurði mig um gamla fólkið heima, og baö aö heilsa þvi, þar á meðal Jóni Jónssyni. — Eflaust myndu fleiri börn geta vottaö Jóni velvild hans og gjafmildi. Jón var einn af stofnendum bænda- félagsins Eining á Ingjaldssandi, er hafði aömarkmiði sölu garðávaxta, ræktunar og vegamál. — Félagið eignaðist jarðýtu, er gerði veg yfir Sandheiði og kom þannig Ingjaldssandi I vegasamband viö aðrar sveitir, —■ Jón var áhugasamur, um þetta starf Einingan- félagsins, og það sýna fundargerðir hans fylliiega, hvaö var að gerast. —Jón naut þess, sem aðrir að sjá og fara á nýgerðum ýtuvegi, yfir Sandsheiði sem góðir drengir Einingar- félagsins ruddu og brutu þannig mesta þröskuldinn i einangrun Ingjaldssands- ins. — Þau hjón, Jón og Halldóra áttu eng- in börn, en mörg börn dvöldu langtlmum á heimili þeirra, Finnur Þorláksson, systursonur hennar, varð þeirra fóstur- sonur, einnig ólöf Jónsdóttir nú gift i Kópavogi og Jóhann Ragnarsson bóndi i Húnavatnssýslu, mega heita fósturbörn þeirra að miklu leyti. Sum dvalarbörn þeirra, dvöldu hjá þeim vetrarlangt, svo sem bróðursynir minir frá Isafiröi, Þröst- ur, Högni. Sum lærðu aö lesa og skrifa. Þau voru bæði lagin viö börn og kennslu, engu siður hún. Jón var einn af Núpsskólanemendum séra Sigtryggs er mun hafa fundið söng- hneigð hans sem prestur safnaðarins, og hvatt hann til söngstarfa i kirkjunni. Þaö starf þakkar aliur söfnuðurinn, þeim hjónum báðum. Seinustu tvö til þrjú árin fór heilsa Jóns smá minnkandi uns dánardagur kom, 29. júli s.l. Ég hitti hann fyrir ári siðan, rædd- um lengi dags, farinn veg, og fundum gleðigeisla, frá fornu samstarfi, birtast okkur, fundum einnig ljómann af þvi óorðna handan við haf, á vegum guös. A kveðjustund, leitaði hann eftir hendi minni, tók I hans og sagði: Þakka þér samfylgdina. Guð blessi þig og varðveiti. Nú kveð ég hann, með þökk tii hans.konu hans og fósturbarna, með orðum hans. Far vel frændi og vinur. Guð varðveiti þig og blessi, og gefi þér himnafrið. 30.ágúst 1980 Guðmundur Bernharðsson frá Astúni. Peir sem skrifa minningar- eða afmælis- greinar í íslendinga- þætti VERÐA að skila vélrituðum handritum 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.