Íslendingaþættir Tímans - 04.10.1980, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 04.10.1980, Blaðsíða 6
Anna Ólafsdóttir Fædd: 13. mal 1893. Dáin: 7. jlíll 1977. „Lengi man til litilla stunda”. Ég mun einhvers stahar hafa getiö þess, aö innan vi& fermingaraldur var ég vetr- artima i' Hvallátrum og átti aö nema þar einhvern barnalærdóm. Frá þeim tíma man ég eftir Onnu frænku minni öörum æskufélögum minum betur. ViB vorum bræBrabörn. Ólafur Bergsveinsson faBir önnu, var framtakssamur og framsýnn bóndi og lét sér annt um menntun barna sinna. Hann hafBi þá fengiB á heimili sitt afbragBs kennara, konu norBan frá Djúpi, er Stein- unn Kristjánsdóttir hét. Hún fór seinna til Ameriku. Steinunn kenndi börnum Ólafs þennan vetur og nutu fleiri góös þar af. MeBal þeirra var ég. Og Steinunn kenndi fleira en kristin- fræBi. Milli þess sem hún lagBi sig alla fram viB a& troBa guBsorBi og góBum siB- um I okkur hina reglulegu nemendur sfna, sátu heimasæturnar i Látrum og vinnu- konurnar viö fótskör hennar og námu af henni hannyröir og finan vefnaB. Hún imun hafa veriö jafn vel fær iþeim fræBum og guBspjöllunum, ef ég hef tekiö rétt eft- ir. Aldrei hafBi ég þá fariö frá foreldrum minum, eöa veriö næturlangt aB heiman. Mér leiddist þvl og var illa haldinn af óyndi fyrstu dagana. Helzt var, aö bráöi af mér leiöindunum sIBari hluta daganna, ef ég fór ofan I smiöahús til Ólafs frænda mins, þar sem hann og eldri synir hans smlöuöu báta og skip. ólafur var mesti og bezti skipasmiö- ur eyjanna um þær mundir. Ég mun hafa veriö mesti sóöi. Anna frænka þjónaBi mér. Þá var þaö einu sinni þegár ég kom inn blautur, liklega hálforg- andi og kaldur úr vogunum og fjörunni, þar var oft leikvangur okkar strákanna, aö hún segir viö mig: — Þér bregöur nú liklega viB frændi minn, aö koma hingaB til okkar úr hlýja faöminum hans pabba þlns. Ég man hvaB hann var góöur viB mig áriB sem hann bjó hérna. Þá var ég stelpuhnokki, 6 e&a 7 ára og þú ófæddur. Hann tók mig oft organdi upp af götu sinni I sterku armana slna, kyssti mig og hugg- aBi. Eftir þessu man ég enn og minnist oft þegar ég sé hann. Ég vildi aö þú erföir mildu og hlýju skapgeröina hans pabba þlns. LltiB mun ég hafa gefiö Ut á þessi orö frænku minnar I þaB sinn. En einhvern veginn hafa þau lo&aö viB mig öll þau ár sem liöin eru si&an þau voru sögö. Og héö- an af tekur þvl ekki fyrir mig aö gleyma þeim. Og árin liöu, eitt, kannski tvö. Þá fermd 6 istég upp á þau fræöi sem ég haföi lært hjá Steinunni kennara og af vörum móöur minnar. Ekki voru þá komnar I tlzku hinar iburöarmiklu veizlur og fermingargjafir sem nú tröllriBa öllu siBferöi. En tvö fermingarkort fékk ég. Annaö var frá önnu frænku minni I Látrum. A þvf voru fögur orö úr bibliunni, kross og rós. En þaö sem prýöir kortiö mest, er höndin hennar önnu. Hún skrifaBi svo vel, aö ekki minnist ég aö hafa séB fegurri skrift. Þetta kort á ég enn. Þaö hefur loöaö viö mig eins og oröin sem hún sagBi um fööur minn. — Llklega veröur þaö eitt af þvl fáa, sem finnzt eftir mig dauöan . Eftir þetta uröu kynni okkar önnu ekki verulega náin. Hún mun skömmu seina hafa fariB aö heiman til frekara náms. En um skólagöngu hennar er mér HtiB kunn- ugt. Þó veit ég, aöhún sótti kvennaskóla- nám til IsafjarBar og seinna stundaöi hún nám I fatasaum og hannyröum i Reykja- vik. Hve mörgum árum þaö var eftir aö hún hirti böslin af mér heima i Látrum, man ég ekki. Eftir þær fjarvistir settist hún aö heima I Látrum. Óllna móBir hennar inun þá hafa veriB oröin þreytt og lasin. Hún dó 1929. Eftir þaö mun öll heimiiisforstaöa og stjórn innanbæjar hafa hvllt á heröum önnu, meöan faBir hennar bjó búi slnu. Mun þaö hafa veriB æriö verk. Þá var enn búiB á öllum eyjum í Flat- eyjarhreppi og þéttbýlt I næstu sveitum. Verzlun var þá I Flatey. Hvallátur voru I þjóöbraut þegarsótt var i kaupsta&inn úr austursveitunum og þangaö áttu margir erindi. Og þótt erindiö væri ef til vill ekki næsta brýnt, munu þeir ekki hafa veriö margir sem leiB áttu um BæjarsundiB á þeim árum, án þess aö stinga viö stafni I vörinni ILátrum. OltiB gat þá á ýmsu um framhald feröarinnar og næturgestir tíö- ir. Heilsu fööur hennar hnignaöi ört, eftir ' aöhann missti konu sina. Hann haföi alla tiBhaft yndi af gestakomu og veriö gest- risinn. Og þótt hann heföi löngum ekki fótavist þegar hér var komiö sögu, var hans mesta yndi aö fá gesti I heimsókn og rabba viö þá I herbergi sinu. Og ölluin veitti Anna af rausn og myndarskap, enda ævinlega gnægBir i búi. ÓlafurandaöistáriB1939. HafBihann þá I mörg ár þjáöst af erfiöum sjúkdómi. öll þau löngu ár held ég aö þaö hafi komiö 1 hlut önnu, auk annarra starfa, aö hjúkra honum og sinna. Mátti hann og varla af henni sjá. Engan veginn mun þaö hlut- verk hafa veriB létt, en leyst af höndum af einskærri llknarlund og fööurást. Sjaldan láta sllk störf mikiö yfir sér og eru ekki höfB I hámælum á torgum. Eftir aö faöir önnu dó, mun hún enn um mörg ár hafa átt heima I Látrum á heimili þeirra hjóna, Jóhönnu FriBriksdóttur mágkonu sinnar og Jóns Danlelssonar frænda síns. Jóhanna haföi veriB giH ABalsteini bróöur hennar, en misst hann eftir skamma sambúö. Ef til vill hefur Anna á þeim árum ekki veriö svo föst viö heimiliö I Látrum sem áBur. Um þaö er mér ekki aö fullu kunnugt. ÞaB var svo mörgum árum seinna, aö hún roskin kona (1958) giftist Sveini Gunnlaugssyni skólastjóra á Flateyri- Hann var þá ekkjumaöur. Sveinn er BreiBfiröingur, fæddur og uppalinn I Flatey. Fróöleiksmaöur um menn og málefni I sinni heimabyggö- FlóBmælskur ræöumaöur, ritfær og skáldmæltur vel, en hefur fátt látiö frá sér fara af sinni framleiöslu á þvl sviöi. Eftir giftinguna fluttist Anna alfarin úr Hvallátrum, og áttu þau hjón upp frá þvl gott og myndarlegt heimili á Flateyri • önundarfiröi. Og nú er þessi fórnfúsa hugljúfa frænka mln, aldin aö árum og þrotin aö heilsu, genginafþessum heimi. Hún andaöist hér IReykjavík7. júll s.l. og var jöröuö íFlat- ey 16. sama mánaBar. Hvergi hef ég séö hennar minnzt. 1) ÞaB er eins og hún haf> aldrei veriö til. Þess vegna eru þessar sundurlausu fátæklegu minningar mfnar um hana settar á bla&. 18/111977. Bergsveinn Skúlason. 1) Svo var þaö þegar þessi grein var skrif' uö, en hún er allgömul eins og sjá má. Si®' an hefur hennar veriö minnzt I blööum- B.Sk’ lslendingaþaett'r

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.