Íslendingaþættir Tímans - 04.10.1980, Page 8
Auðbjörg Gunnlaugsdóttir
Au6björg Gunnlaugsdóttir, kaupkona á
Sauðárkróki, andaöist á heimili sinu 18.
mai eftir langvinna vanheilsu. Hún var
borin til grafar á Hvammstanga laugar-
daginn fyrir hvitasunnu eftir minningar-
athöfn i Sauðárkrókskirkju þann sama
dag, að viðstöddu fjölmenni á báðum
stööum. Dagurinn sólrikur og hlýr.
Auðbjörg var fædd á Geitafelli á Vatns-
nesi 3. okt. 1911. Foreldrar hennar voru
hjónin Auðbjörg Jakobsdóttir og Gunn-
laugur Skúlason, bóndi þar. Ættir þeirra
kann ég ekki að rekja, en veit þó, að Auð
björg var komin af Ulugastaða- og Kata-
dalsætt. Æsku og uppvaxtarár Auðbjarg-
ar og systra hennar tveggja, liðu svo fram
i skjóli góöra foreldra og öruggs efna-
hags, meðan þeirra naut beggja við.
Bjargræði byggðist jöfnum höndum á
sjávargagni og landsnytjum. Sú afkoma
stóð og féll meö samhentum vilja fjöl
skyldunnar, að nýta hverja stund og vinna
eins og orkan leyfði. Stopulir leikir
bernskunnar áttu þar eigi aö siður sina
töfra, sem geymdust eins og helgir dómar
i endurminningum Auðbjargar. Þegar
árin, fjöll og dalir höfðu skilið á milli
hennar og þeirra, raunir steöjuðu að, var
henni hugfró að leita á þeirra fund. Orna
sér við þær, þótt ekki væru þær allar sárs-
aukalausar, fremur en margt annað i
þessu mannlifi. Fjórtán ára gömul missti
hún móöur sina og komu þá húsmóður-
störf á hennar heröar, vanda sem hún
leysti af umhyggjusemi og dugnaði. Hún
fór ekki dult með ást sina á heimahögum,
fólki sem hún þekkti þar, lifandi og látnu,
vanabundnu og óskyldu. Heima kynntist
hún manni slnum, Pétri Gunnarssyni (gift
áriö 1931). Þau bjuggu fyrst á Geitafelli
og Tjörn, sitt árið á hvorum staö, en flutt-
ust slðan til Hvammstanga. Þar lést
Pétur (1946) frá 6 börnum þeirra ungum.
Ekkert var Auðbjörgu fjær en að gefast
upp. Þá voru engar tryggingar til að
styöjast viö, eins og nú, heldur harð-
neskjulegur veruleiki óendanlegs þræl-
dóms fyrir litinn pening og svo hjálpsemi
hjartagóðs fólks þegar best lét. Fátækt
oftar en hitt. Hvort tveggja mun Auðbjörg
hafa kynnst, þegar verst gegndi. Hún
gekk i þá vinnu sem bauðst og lagöi oft
nótt við dag. Henni var tiörætt um hjúkr-
unarstörf sin við Sjúkrahúsið á Hvamms-
tanga, vökur yfir sjúkum, mokstur kola I
kyndingu I kjallara og siöan gengiö til
annarrar vinnu aö morgni með andvöku 1
augum. Auðbjörgu voru hjúkrunar- og
liknarstörf hugleikin og hafði mikinn hug
á að læra þau en aöstæður komu i veg
8
fyrir þaö. Alltnám hefði reynst henni auð-
velt, jafnvel leikur.
Auðbjörg fluttist búferlum til Sauðár-
króks áriö 1951 og bjó þar meö Páli Svein-
björnssyni bilstjóra. Hann lést að vori
1970. A Sauðárkróki var ekki haldið aö sér
höndum. Arið 1964 kaupir hún verslunina
Vökul af Konráði Þorsteinssyni, eftir aö
hafa starfað hjá honum sem verslunar-
stjóri i tvö ár. Fáir spáöu vel fyrir þeim
kaupum, sem ekki var heldur von, konan
meö tvær hendur tómar. Skömmu siðar
varð hún húsnæðislaus og réöst þá I að
kaupa hús meö tveimur hæðum. Neöri
hæö hússins varö hún að breyta og gera
upp áður en báðar yrðu Ibúðarhæfar. Það
geröi hún að miklu leyti með eigin hönd-
um. Enn biðu hennar erfið ár, sem ekki
veröa rakin hérpn reyndu mjög á þrek og
útsjón. Þeirri baráttu lauk með sigri. Hún
átti sitt verslunar- og Ibúðarhúsnæði
skuldlaust við leiðarlok. Siöustu niu árin
bjó hún með Torfa Sveinssyni frá Hóli i
Svartárdal og rak verslunina I félagi við
hann. Torfi reyndist henni vel og best þeg-
ar þrek hennar og heilsa bilaöi og ekki
varð lengur á fótum staðið.
Ahugamál átti Auðbjörg mörg. Sálar-
rannsóknarfélag Skagafjarðar mun þó
hafa verið henni hugstæðast. Hún átti þar
sæti I stjórn og horföi ekki I tima og erfiöi
fyrir gengi þess. Þar er nú stórt skarð 6-
fyllt.
Ég þakka Auöbjörgu góð kynni og um-
hyggju fyrir mér og mlnum nánustu. Hún
var skapstór og vinföst. Það stóö enginn
einn, sem átti hana að vini.
Börn Auðbjargar og Péturs eru:
Maria, húsmóðir, Viðidalstungu V-
Hún., Soffia, húsmóðir, Finnmörk, V-
Hún., Erla, húsmóðir, Litluhllö, V-Hún.,
Guðrún, húsmóðir, Sandgerði, Auöbjörg,
húsmóöir, Borg, Mývatnssveit, Gunn-
laugur, verkstjóri, Reykjavik.
Eins og segir I upphafi þessara orða,
var Auöbjörg Gunnlaugsdóttir borin til
grafar á heimaslóöum laugardaginn fyrir
hvitasunnu i skýlausri heiðrikju þessa
góða vors. Þannig fögnuðu átthagarnir
komu hennar, þegar hún vitjaði þar
hinstu hvilu eftir erfiðan dag og langar
fjarvistir. Þarvarhetja komin heim til aö
sameinast moldinni hugþekku og vorinu
eilifa.
Guöm. Halldórsson,
frá Bergsstööum,
Ekki eru birtar greinar
sem eru skrifaðar fyrir
önnur blöð en Tímann
Látið myndir af þeim
sem skrifað er um fylgja
greinunum____________________
islendingaþæ^'r