Íslendingaþættir Tímans - 07.03.1981, Síða 8
Ólöf Þórðardóttir
frá Ríp
Fædd 8. janiíar 1963.
Dáin 14. desember 1980.
Nú áriö er liöið laldanna skaut
og aldrei þaö kemur til baka,
nú gengin er sérhver þess gleði
og þraut,
það gjörvallt er runnið á
eiiiföarbraut,
Oft hefur það komiö fyrir á árinu 1980,
sem nú er nýgengið, að maður hefur spurt
sjálfan sig að þvi' i einlægni, til hvers við
séum eiginlega að fæðast í þennan heim,
heim sem stundum er svo fullur af fjand
skap, grimmd og sársauka. Svarið hef ég
ekki en einhver hlýtur tilgangurinn að
vera, þó við skiljum ekki og viljum e.t.v.
ekki skilja hann. Vel má það vera að best
fari á því að vita sem minnst og hugsa
sem minnst um það.
Og enn einu sinni brýst þessi spurning
fram á varirnar þegar þú, Olöf Þórðar-
dóttir, ert skyndilega hrifin burt úr þess-
um heimi, svoung og Ufsglöö, þegar leiðir
lágu til allra átta og þú áttir allt llfið
framundan — að þvi er manni virtist. Það
fer þá ekki hjá þvl að maður standi eftir
ráðþrota og djúpt særður og reyni að leita
svara við ofangreindri spurningu. Fátt
verður um svöroghinn tí'ttnefndi tilgang-
ur virðist ekki vera neinn.
Það var eins og að slökkva ljósin, svo
snöggt og óvænt kom þetta reiðarslag.
Hverjum hefði dottíð I hug, að morgunn
sunnudagsins 14. desember væri siðasti
morguninn á stuttri en bjartri lífsleið
þinni. Hverjum hefði dottið þaö I hug þeg-
ar verið var að boröa hádegismatinn, án
efa undir fjörugum umræðum um hrossin
sem áttiaðfara áð sækja, að þú sem varst
svo hress og kát myndir verða örend áður
en sól hnigi til viðar það dimma vetrar-
kvöld.
Enginn, og sist af öllu þú sjálf, myndir
hafa látið þér detta svo fáránleg vitleysa I
hug.
En svo sem margsannað er, ráðum við
ósköp, ósköp litlu um gang lifsins og bilið
millili'fs og dauða er örmjótt. Kannski er
allt okkar lif fyrirfram ákveöiö, llkt og I
púsluspili, og þegar siðasti búturinn er
kominn á sinn stað er spilið búið. Það spil
sem þér hefur verið ætlað hefur haft yfir
svo alltof, alltof fáum bútum að ráða og
nú ertufarin frá okkur og slðasti búturinn
i spilinu kominn á sinn stað.
Eftirsitjum viðhin og viljum ekki trúa
8
þvi sem við vitum að er svo óumdeilan-
lega satt.
Ég rifja upp I huganum minningar frá
sjö sl. sumrum og nú síðast einnig frá jól-
um og páskum: upprekstrarferðir á vor-
in, heyvinna á sumrin, smalamennska á
haustin og svo ótalmargt fleira.
Þó alltaf verði gaman að koma heim I
Rip verður þaö þó aldrei eins og áður þar
sem nú vantar þig.
Ólöf fæddist 8. janúar 1963 og ólst upp á
heimili slnu, RIp, Hegranesi, Skagafirði.
Hún var næstyngst af 8 börnum hjónanna
Sólveigar Júliusdóttur og Þórðar Þórar-
inssonar. Ólöf var I alla staði vel af Guði
gerð, bæði myndarleg og vel gefin. Ekki
var hún gefin fyrir langar skólagöngur en
vildi heldur njóta æskunnar meðan hún
varaði. Gáskinn var rikur i Ollu og meöal4
félaga var hún hrókur alis fagnaðar.
Fjöískyldu sinni allri var Ólöf mikils
virði og veit ég að miklar vonir voru við
hana bundnar og hennar sárt saknað af
öllum heima á Rip.
Ólöf var mikið gefin fyrir skepnur og þó
við værum á margan hátt óli'kar, þá höfð-
um við báðar mjög gaman af hestum og
hestamennsku. Oft vorum viö búnar að
ræða um það okkar á milli, að „þaö yrði
nú ekki hægt að tala um gæðinga I Skaga-
firöinum fyrr en búið væri að temja
hryssurnar okkar og við færum að ríða út
á beim saman”
Ekki átti það samt fyrir Ollu að liggja
að taka Blesu til kostanna, en vonandi eru
þeir þarna hjá henni gömlu klárarnir sem
við áttum svo mikinn vinskap við, Kolur,
Mósi, Vindur, Blesi og fleiri.
Þann 26. nóvember eignaöist Olla stóra
og myndarlega dóttur. Strax i sumar á-
kvað hún að ef barnið yrði stúlka skyldi
hún heita Sólveig i höfuðið á Sólveigu
móður sinni. Ekki hafði það nú verið inni I
áætluninni að eignast bam, en allan með-
göngutímann var Olla svo glæsileg og bar
sig svo vel, að aðdáunarvert var með því
að fylgjast.
Einhvern tima áður en hún varð ófrísk
vorum við að ræða málin svona eins og
gengur og gerist. Talið beindist eitthvað
inn á hálar brautir fóstureyðinganna. Þá
verður Olluað orði: „Aldrei myndi ég láta
eyða fóstri ef ég yrði ófrísk, — þvl þaðer
maður eins og ég”! Orðum þessum
gleymi ég ekki og finnst að margir mættu
taka þau sér til fyrirmyndar. Við þessa
fullyrðingu stóð hún svo sannarlega sjálf
og færði með þvl ómælda hamingju inn á
heimili foreldra sinna og systkina auk
þess sem hún skildi eftir yndislegan
minnisvarða um sjálfa sig og stutta dvöl
sina I þessum heimi.
A jóladag var svo dóttirin skirð og henm
gefið nafnið ólöf Sólveig.
Jæja, Olla min! í dag, þann 8. janúar
1981 hefðir þú orðið 18 ára ef þú hefðir lif'
að. En það var komið aö leiðarlokum. Við
sem sjáum á bak þér yfir móðuna miklú
trúum þvi að þú hafir verið kölluð til æðri
starfa i heimi sem við ekki þekkjum en fá'
um þó öll að kynnast.
Égþakka þér fyrirstutta og ánægjulegn
samfylgd og tel mig hafa verið heppna að
fá aðkynnastþér. Þetta sama liggur fynr
okkur öllum hinum og hver veit nema Þ11
takir á móti okkur á hvitum gæðingi Þe8'
ar við komum yfir.
Elsku Doddi, Sólveig, Ólöf Sólveig, afi>
amma og systkyni, heima á Ríp- Meg1
Guð senda ykkur þann frið er megnar að
græða sárin og gefa ykkur styrk sem mes
misstuð.
Ó, gef þú oss, Drottinn, enn
gleöilegt ár
og góðar og blessaðar ti'öir,
gef himneska dögg gegnum
harmanna tár.
gef himneskan frið fyrir lausnarans
sár
og eillfan unað um siðir.
8. janúar, 1981
Sigriður Ævarsdóttir.
Framhald á 7. siðu-
islendingaþ*tti»”'